Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 336. fundur - 24.04.2020

Til umræðu fyrirhugaðar sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2020
Umhverfisráð leggur til að frágangur á sjóvörn við Sandskeið verði breytt og gerð samkvæmt samþykktu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ráðið leggur áherslu á að tryggt verði aðgengi almennings með göngustíg meðfram sjóvarnargarðinum og eins meðfram strandlengjunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kalla eftir uppfærðum gögnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 337. fundur - 08.05.2020

Lögð fram til kynningar ný gögn frá Vegagerðinni vegna sjóvarnargarðs við Sandskeið.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða nýja legu á sjóvarnargarði við Sandskeið og leggur til að verkið verði boðið út.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar ný gögn frá Vegagerðinni vegna sjóvarnargarðs við Sandskeið.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða nýja legu á sjóvarnargarði við Sandskeið og leggur til að verkið verði boðið út.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 346. fundur - 18.12.2020

Til umræðu erindi frá Vegagerðinni dags. 02. des 2020 þar sem Vegagerðin óskar eftir því að Dalvíkurbyggð endurskoði legu sjóvarnargarðs við Sandskeið, verkefni sem var boðið út vorið 2020. Í erindinu kemur fram að mistök voru gerð við gerð á uppdráttum sem framkvæmdaleyfið byggir á við lengingu sjóvarnar en þar er gert ráð fyrir upptekt á um 1500 rúmmetrum af núverandi landi.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verkefninu verið frestað fram á árið 2021 og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið eftir að ákvörðun sveitarstjórnar liggur fyrir.
Umhverfisráð ítrekar bókun sína frá 24. apríl 2020 þar sem hönnun sjóvarnarinnar við Sandskeið er samþykkt í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins, síðar samþykkt í sveitarstjórn 12. maí. Útboð Vegagerðarinnar byggir á þeirri samþykkt.

Umhverfisráð samþykkir að efni sem þarf að fjarlægja við gerð sjóvarnarinnar verði fjarlægt á kostnað sveitarfélagsins og greiðist af deild 32200-11560, sjóvarnir.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 346. fundi umhverfisráðs þann 18. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu erindi frá Vegagerðinni dags. 02. des 2020 þar sem Vegagerðin óskar eftir því að Dalvíkurbyggð endurskoði legu sjóvarnargarðs við Sandskeið, verkefni sem var boðið út vorið 2020. Í erindinu kemur fram að mistök voru gerð við gerð á uppdráttum sem framkvæmdaleyfið byggir á við lengingu sjóvarnar en þar er gert ráð fyrir upptekt á um 1500 rúmmetrum af núverandi landi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verkefninu verið frestað fram á árið 2021 og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið eftir að ákvörðun sveitarstjórnar liggur fyrir.
Umhverfisráð ítrekar bókun sína frá 24. apríl 2020 þar sem hönnun sjóvarnarinnar við Sandskeið er samþykkt í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins, síðar samþykkt í sveitarstjórn 12. maí. Útboð Vegagerðarinnar byggir á þeirri samþykkt. Umhverfisráð samþykkir að efni sem þarf að fjarlægja við gerð sjóvarnarinnar verði fjarlægt á kostnað sveitarfélagsins og greiðist af deild 32200-11560, sjóvarnir."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda ítrekun á bókun umhverfisráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs um að efni sem þarf að fjarlægja við gerð sjóvarnarinnar verði fjarlægt á kostnað sveitarféalgsins og visað á lið 32200-11560 í fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisráð - 350. fundur - 05.03.2021

Tekið fyrir erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar dagsett 10. febrúar 2021 vegna sjóvarnar við Sandskeið. Þar er ítrekað að upptekt á núverandi landi framan við byggð stangast á við lög um sjóvarnir. Ef fjarlægja eigi land munu framkvæmdaráform Vegagerðarinnar um byggingu sjóvarnar á um 100 m kafla sunnan hafnar Dalvíkur falla niður.

Í minnisblaði sveitarstjóra frá 28.02.2021 kemur fram að umhverfisráð og sveitarstjórn hafi miðað við uppdrátt af aðalskipulaginu sem ekki er í gildi en aðalskipulaginu var breytt árið 2016. Rétti uppdrátturinn sýnir aðra og nýja legu varnargarðs við Sandskeið. Neðanmáls í minnisblaðinu eru taldir upp þrír valkostir A, B og C. Lagt er til að leið C verði farin en það er leið sem Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur lagt áherslu á.

Fannar Gíslason, starfsmaður Vegagerðar ríkisins kom á fundinn í síma kl 8:55 símtalinu lauk 9:00.
Umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leið C verði farin, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá við afgreiðslu erindis og vill að bókað sé að hún undri sig á því að ríkisstofnun stilli sveitarfélaginu upp við vegg með þessum hætti.
Ráðið leggur til að reynt verði að koma fyrir gönguleið með stalli sjávar megin í sjávarvörnina og slík tillaga verði kynnt fyrir ráðinu.

Sveitarstjórn - 333. fundur - 16.03.2021

Á 350. fundi umhverfisráðs þann 5. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar dagsett 10. febrúar 2021 vegna sjóvarnar við Sandskeið. Þar er ítrekað að upptekt á núverandi landi framan við byggð stangast á við lög um sjóvarnir. Ef fjarlægja eigi land munu framkvæmdaráform Vegagerðarinnar um byggingu sjóvarnar á um 100 m kafla sunnan hafnar Dalvíkur falla niður. Í minnisblaði sveitarstjóra frá 28.02.2021 kemur fram að umhverfisráð og sveitarstjórn hafi miðað við uppdrátt af aðalskipulaginu sem ekki er í gildi en aðalskipulaginu var breytt árið 2016. Rétti uppdrátturinn sýnir aðra og nýja legu varnargarðs við Sandskeið. Neðanmáls í minnisblaðinu eru taldir upp þrír valkostir A, B og C. Lagt er til að leið C verði farin en það er leið sem Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur lagt áherslu á. Fannar Gíslason, starfsmaður Vegagerðar ríkisins kom á fundinn í síma kl 8:55 símtalinu lauk 9:00.

Umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leið C verði farin, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá við afgreiðslu erindis og vill að bókað sé að hún undri sig á því að ríkisstofnun stilli sveitarfélaginu upp við vegg með þessum hætti. Ráðið leggur til að reynt verði að koma fyrir gönguleið með stalli sjávar megin í sjávarvörnina og slík tillaga verði kynnt fyrir ráðinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að leið C verði farin.