Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005028

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 337. fundur - 08.05.2020

Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd golfklúbbsins Hamars eftir byggingarleyfi fyrir geymsluskúr samkvæmt meððfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar leiðrétt teikning samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra hefur borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd golfklúbbsins Hamars eftir byggingarleyfi fyrir geymsluskúr samkvæmt meððfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar leiðrétt teikning samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra hefur borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Undir þessum lið tók til máls:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:53.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.