Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005026

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 337. fundur - 08.05.2020

Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd eigenda að Skíðabraut 13-15 eftir byggingarleyfi vegna breytinga samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar samþykki meðeigenda liggur fyrir ásamt grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd eigenda að Skíðabraut 13-15 eftir byggingarleyfi vegna breytinga samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar samþykki meðeigenda liggur fyrir ásamt grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.