Sveitarstjórn

277. fundur 16. febrúar 2016 kl. 16:15 - 16:48 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Kristján Hjartarson, mætti á fundinn í hans stað.

1.Fræðsluráð - 201, frá 10.02.2016

Málsnúmer 1602006Vakta málsnúmer

 • Hlynur Sigursveinsson, nýr sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti sig fyrir fræðsluráði. Fræðsluráð - 201 Fræðsluráð býður Hlyn velkominn til starfa.
 • Með fundarboði fylgdi umsókn Helgu Esterar Snorradóttur, kennara við Árskógarskóla, um launalaust leyfi skólaárið 2016-2017. Einnig álit skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþórs E. Gunnþórssonar, varðandi leyfisveitinguna. Fræðsluráð - 201 Fræðsluráð samþykkir umbeðið leyfi og óskar henni velfarnaðar á nýjum slóðum.
 • Magnús G. Ólafsson gerði grein fyrir stöðu innleiðingar á Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð - 201 Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með þróunina í starfi skólans.
 • Með fundarboði fylgdi svar skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasonar, við bréfi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 12. janúar 2016. Í bréfinu var óskað eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru á árinu 2015 í framhaldi af úttekt ráðuneytisins sem gerð var í september 2014. Fræðsluráð - 201 Lagt fram til kynningar.
 • 1.5 201503209 Námsárangur
  Með fundarboði fylgdu fundargerðir 14. og 15. fundar starfshóps um námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 201 Lagt fram til kynnningar. Fræðsluráð lýsir mikilli ánægju sinni með vinnu starfshópsins. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast ekki afgreiðslu.

2.Íþrótta- og æskulýðsráð - 75, frá 02.02.2016.

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

 • 2.1 201512086 Skrifstofa UMSE
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 75 íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að næsti fundur verði þriðjudaginn 1. mars kl. 16:00 og stjórn og framkvæmdarstjóra UMSE verði boðið á fundinn til að ræða um skrifstofu UMSE.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 75 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti skýrslu vegna möguleika á nýjum golfvelli sem unnin var af Edwin Roald.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 75 Samþykkt að vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs verði þriðjudaginn 3. maí kl. 16:00 í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að boða fulltrúa íþróttafélagana á fund og óska eftir tillögum að umræðuefni á fundinum.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 75 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti þau verkefni sem framundan eru í tengslum við verkefnið Heilsueflandi samfélag. Bókun fundar Til máls tók:
  Valdís Guðbrandsdóttir.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 75 Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Um­hverf­is­stofn­un hef­ur fengið frá hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um þykja rann­sókn­ir benda til þess að ekki sé ástæða til að banna dekkjak­url. Lagt fram til upplýsinga.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 75 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tilboð frá Erninum um endurnýjun líkamsræktartækja. Tilboðið hljóðar upp á að fá búnað á endurnýjunaráætlun árið 2016 og 2017 afhentan strax en greiða sem nemur 3.100.000.- í ár, sem er í fjárhagsáætlun og 3.000.000.- í byrjun árs 2017.
  Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði veitt heimild til kaupana á þessu ári og þessar þrjár milljónir verði settar á áætlun og greiddar árið 2017.
  Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

3.Landbúnaðarráð - 102, frá 11.02.2016.

Málsnúmer 1602005Vakta málsnúmer

 • Til umræðu fyrirkomulag minka og refaeyðingar í sveitarfélaginu. Landbúnaðarráð - 102 Landbúnaðarráð þakkar Steinari fyrir góða umræðu og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum fyrir næsta fund. Ráðið leggur til að veiðimenn verði kallaði á fund ráðsins í mars.
 • 3.2 201602059 Fjallgirðingar 2016
  Til umræðu stofnun fjallskilasjóðar á Árskógsströnd og fyrirkomulag við gjaldtöku. Landbúnaðarráð - 102 Landbúnaðarráði lýst vel á framlagðar hugmyndir að innheimtu vegna viðgerðar og viðhalds fjallgirðingar á Árskógsströnd.
  Ráðið felur sviðsstjóra að kynna þær hugmyndir fyrir forvarsmönnum landeigenda á Árskógsströnd.
  Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

4.Umhverfisráð - 273, frá 12.02.2016.

Málsnúmer 1602002Vakta málsnúmer

 • Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016. Umhverfisráð - 273 Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar.
  Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund.
 • Til umræðu tillaga slökkviliðsstjóra á leiðum til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa. Umhverfisráð - 273 Umhverfisráð þakkar Vilhelmi Antoni fyrir greinargóðar skýringar og leggur til við byggðarráð að framlögð gjaldtaka verði innleidd vegna vöktunar á brunaviðvörunarkerfum stofnana.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 23. desember 2015, þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds.

  Þessi lagabreyting skiptir eingöngu máli fyrir þau sveitarfélög sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur.
  Umhverfisráð - 273 Lagt fram til kynningar
 • 4.4 201501129 Fundargerðir 2015
  Til kynningar fundagerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 15. desember og 3. janúar síðastliðnum. Umhverfisráð - 273 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar fundargerðir HNE.
 • Til kynningar eftirfylgni við áður sent erindi frá Umhverfisstofnun vegna skilta utan þéttbýlis. Umhverfisráð - 273 Ráðið felur sviðsstjóra að senda erindi á þá aðila sem eru með auglýsingarskilti með þjóðvegum innan sveitarfélagsins. Einnig óskar ráðið eftir tillögum sviðsstjóra að reglum um auglýsingarskilti í sveitarfélaginu á næsta fund.
 • Með innsendu erindi, dags. 5. febrúar 2016, óskar Kristján E. Hjartarsson, fyrir hönd eigenda efri hæðar að Hafnarbraut 10 Dalvík, eftir byggingar -og framkvæmdarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 273 Umhverfisráð samþykkir innsenda umsókn með fyrivara um samþykki meðeigenda í húsinu og einnig skal framkvæmdin grendarkynnt nærliggjandi húsum áður en formlegt leyfi er veitt. Bókun fundar
  Til máls tók Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar.

  Kristján vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:36.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Kristján Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

  Kristján kom inn á fundinn að nýju kl. 16,37.


  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

5.Ungmennaráð - 9, frá 27.01.2016.

Málsnúmer 1601010Vakta málsnúmer

 • Ungmennaráð - 9 Rætt um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Ungmennaráðsmeðlimir eru áhugasamir um að fara og verður það skoðað.
 • Ungmennaráð - 9 Rætt um ráðstefnuna Skipta raddir ungs fólks máli? Ungmennaráðsmeðlimir stefna á að fara á ráðstefnuna ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanni Víkurrastar. Stefnt er að því að fá fund með öðrum ungmennaráðum á höfuðborgarsvæðinu daginn eftir ráðstefnuna.
 • Ungmennaráð - 9 Rætt var um hvaða verkefni ungmennaráð ætti að sinna. Ákveðið hefur verið að fara á ráðstefnu þetta árið og um leið hitta og ræða við önnur ungmennaráð. Einnig kom til tals að halda ungmennaþing.
 • Ungmennaráð - 9 Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 • Ungmennaráð - 9 Ungmennaráð samþykkir að Hera Margrét Guðmundsdóttir verði formaður og Björgvin Páll Hauksson varaformaður. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

6.Frá 200. fundi fræðsluráðs frá 11.01.2016: Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Á 200. fundi fræðsluráðs þann 11. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins.Gunnþór kom inn á fundinn 8:25 Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24. "

Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:40.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og eftirfarandi skipun fulltrúa í vinnuhópinn:Arna Stefánsdóttir, fulltrúi foreldra nemenda í Árskógarskóla.

Hjördís Jóna Bóasdóttir, fulltrúi starfsmanna Árskógarskóla.

Felix Rafn Felixson, fulltrúi fræðsluráðs.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.Með vinnuhópnum starfar sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.Fleiri tóku ekki til máls.

7.Sveitarstjórn - 276, frá 19.01.2016. Til kynningar.

Málsnúmer 1601007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:41.

8.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 765, frá 21.01.2016.

Málsnúmer 1601008Vakta málsnúmer

 • Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:
  "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015, staða bókhalds janúar - september í samanburði við fjárhagsáætlun.
  Byggðaráð felur sviðsstjóra að óska nánari skýringa á nokkrum atriðum. Lagt fram til kynningar."

  Á fundinum voru til upplýsingar eftirfarandi gögn:
  Frá umsjónarmanni fasteigna; sundurliðun á viðhaldi í Sundskála Svarfdæla og Byggðasafninu Hvoli árið 2015.
  Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; sundurliðun á viðhaldi vatnsveitu, fráveitu og Hitaveitu Dalvíkur árið 2015. Upplýsingar um sundurliðun fjárfestinga fyrir málaflokka 44, 48 og 74 koma síðar.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 765 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 19. janúar 2016, þar sem óskað er eftir viðauka vegna endurbóta á rými nr. 3 á annarri hæð Ráðhúss Dalvíkur. Um er að ræða rými sem Sýslumaður á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að taka á leigu. Þær endurbætur sem þarf að gera eru áætlaðar að kosti kr. 1.500.00 og óskað er eftir að mæta þeim kostnaði með flutningi fjármagns annars vegar af 31350-4610 (Ráðhús sameign) og kr. 750.000 og hins vegar 31800-4610 (Sameiginlegur kostnaður eignasjóðs) kr. 750.000 á 31300-4610 (Ráðhús 2. hæð).

  Til upplýsingar fylgdu einnig drög að leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Sýslumannsins á Norðurlandi eystra.

  Byggðaráð fór í vettvangsskoðun í húsnæðið á gangi á 2. hæð.

  Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn kl. 14:10 undir þessum lið. Til umræðu ofangreint.

  Börkur Þór vék af fundi kl. 14:23.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 765 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka allt að kr. 700.000 á deild 31300 og á móti er skorið niður viðhald af deildum 31350 og 31800, lykill 4610.
 • Á 733. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:
  "Á 268. fundi sveitarstjórnar þann 21. apríl 2015 var samþykkt tillaga byggðaráðs um vinnuhóp sem á að fjalla um málefni er tengjast sölu og leigu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ofangreindan vinnuhóp. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili af sér í haust í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir. "

  Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi bókað:
  "Á fundi stjórnsýslunefndar þann 13. maí 2015 kom fram sú tillaga, í tengslum við umræður um starfs- og fjárhagáætlun 2016-2019, að setja á laggirnar vinnuhóp sem hefði það verkefni með höndum að fara yfir húsnæði í eigu Dalvíkurbyggðar( annað en Félagslegar íbúðir), bæði sem Dalvíkurbyggð nýtir sjálft og/eða 3ji aðili í heild og/eða að hluta.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhóp sem er með það verkefni að fara yfir Félagslegar íbúðir að taka aðrar fasteignir sveitarfélagsins jafnframt til umfjöllunar í þeirri vinnu."

  Vinnuhópinn skipa: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

  1) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi tillögur hvað varðar íbúðir, málaflokkur 57:

  a)
  Að fara yfir verðmat fasteignasala á íbúðum og setja upp tillögu um sölu á íbúðum í samræmi við fyrri hugmyndir byggðaráðs um áfangaskiptingu.
  Tillaga:
  Lagt er til að 13 af þeim 28 íbúðum sem sveitarfélagið á í dag verði seldar. Stuðst verði við verðmat fasteignasala þegar ásett verð er ákveðið. Metin þörf fyrir íbúðir vegna ráðstöfunar á félagslegum forsendum var í október 2015 6 -8 en eru nú 9. Ákveðið verður í samráði við sviðsstjóra félagsmálasviðs hvaða íbúðir fara ekki á söluskrá til að uppfylla skyldur sveitarfélagsins hvað varðar húsnæði á félagslegum forsendum. Lagt er til að settar verði á söluskrá alls 18 eignir. Þannig verði markaðurinn og eftirspurn látin ráða hvaða íbúðir sveitarfélagið mun eiga áfram fyrir utan þær eignir sem eru merktar fráteknar vegna félagslegra úræða og/eða ef um er að ræða leigjanda eða starfsmann sveitarfélagsins sem leigt hefur skemur en í eitt ár. Reglur sveitarfélagsins gilda áfram hvað varðar forkaupsrétt ef selt, þ.e. 2ja ára reglan. Leigjendum verði sent bréf þar sem þeir eru upplýstir um að eignin fari á söluskrá og þeim boðinn forkaupsréttur eftir því sem við á.


  B)
  Að fara yfir tillögu atvinnumála- og kynningarráðs um að skoðað verði hagkvæmni þess að selja íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar inn í sjálfseignastofnun eða leigufélag.
  Tillaga:
  Vinnuhópurinn leggur til að fylgst verði áfram með hvað kemur út úr þeim frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi um húsnæðismál.

  C)
  Að fara yfir leiguverð á íbúðum í eigu sveitarfélagsins í tengslum við leiguverð almennt á markaðinum.
  Tillaga:
  Gjaldskrá fyrir íbúðirnar verði endurskoðuð með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um leiguverð í sveitafélaginu og nágranna sveitafélögum. Ekki verði gerður greinarmunur á staðsetningu eigna við ákvörðun á leiguverði, en eftirspurn eftir húsnæði getur haft áhrif.

  Gerðar verði nýjar eða endurskoðaðar reglur um útleigu íbúðana sem eiga við almennan leigumarkað. Þar verði tryggt að enginn geti haft íbúð í leigu á vegum sveitafélagsins í lengri tíma en eitt ár. Þessar íbúðir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fólk sem er að koma sér fyrir í sveitafélaginu eða vegna millibilsástands. Markmiðið er þó að hafa alltaf leigjendur í öllum íbúðunum og þær standi ekki auðar.


  D)
  Að leita leiða hvort og hvernig rekstur á málaflokki 57 getur orðið án taps og sjálfbær.
  Tillaga:
  Að kappkostað verði að leiguverð standi undir rekstri og fjármögnun íbúða.
  Að gengið sé eftir að leigjendur skili íbúðum eins og þeir tóku við þeim.
  Að gengið sé eftir að tryggingarfé sé til staðar og það nýtt ef ástæða er.

  E)
  Að afla upplýsinga um þörf fyrir fjölda þeirra íbúða sem sveitarfélagið þarf að hafa til ráðstöfunar vegna félagslegra úrræða.


  Tillaga:
  Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra félagamálasviðs var þörf fyrir íbúðir á félagslegum forsendum 6 - 8 í október 2015 en eru nú 9.
  Félagsmálasvið gefi upp á hverjum tíma hversu margar íbúðir sviðið áætli að þurfi vegna félagslegra úrræða og þær verði svo greiddar niður samkvæmt ákveðnum reglum.  F)
  Að afla upplýsinga um viðhaldsáætlun, viðhaldsþörf og ástand eigna.
  Tillaga:
  Viðhaldsáætlun liggur ekki fyrir svo vel sé. Koma þarf þeim málum í lag hið fyrsta og til framtíðar, eins og áður hefur verið rætt. Í framhaldinu verði skoðað möguleiki á að setja allar eignir sveitarfélagsins undir einn hatt; þ.e. Fasteignir Dalvíkurbyggðar.  2) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi tillögur hvað varðar Eignasjóðs, málaflokkur 31;
  a)
  Kátakot
  Selja. Starfsemi skólans verður flutt í Krílakot eftir sumarleyfi 2016. Taka þarf ákvörðun um á hvaða tímapunkti á að setja eignina á söluskrá. Hægt er að afhenda eignina eftir að viðbyggingin við Krílakot verður tekin í notkun í ágúst 2016.
  b)
  Færanleg kennslustofa á skólalóð Kátakots.
  Selja. Starfsemi skólans verður flutt í Krílakot eftir sumarleyfi 2016. Taka þarf ákvörðun um á hvaða tímapunkti á að setja eignina á söluskrá. Hægt er að afhenda eignina eftir að viðbyggingin við Krílakot verður tekin í notkun í ágúst 2016
  c)
  Árskógur; skóli, félagsheimili og íþróttahús. Málsnr. 201512115.
  Athuga þarf hvaða áhrif fækkun nemenda hefur mögulega á starfsemi skólans. Búið er að skipa 4ja manna vinnuhóp um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi sem hefur það hlutverk að:
  *
  Skoða alla möguleika til að efla Árskógarskóla, en þar er fyrirsjáanleg fækkun nemenda, og aðra starfsemi í Árskógi.
  *
  Setja fram tillögu að framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi.

  d)
  Húsabakki. Málsnr. 201408038.
  Selja. Í gangi er vinna hvað varðar lok á leigusamningi við Húsabakka ehf.
  e)
  Tónlistarskóli og Víkurröst. Málsnr. 201511067.
  Búið er að setja á laggirnar 3ja manna vinnuhóp sem hefur það hlutverk að:
  *
  Að móta tillögur fyrir byggðaráð varðandi nýtingu á húsnæði Gamlaskóla og Víkurrastar.
  *
  Að skoða alla möguleika með nýtingu húsnæðisins og velta við sem flestum steinum sem geta orðið til hagsbóta fyrir jafnt sveitarfélagið sem og þjónustuþega.
  *
  Að skoða m.a. hugmyndir um frístundahús.
  *
  Að skoða m.a. hugmyndir um flutning Tónlistarskóla.
  *
  Að skoða m.a. hugmyndir um útibú frá Iðjunni á Siglufirði.

  f)
  Sigtún, Grundargata 1. Málsnr. 201510140.
  Selja. Búið er að gera samkomulag við Gísla, Eirík og Helga ehf. hvað varðar lok á leigusamningi og eignin er komin á söluskrá.
  g)
  Ungó. Málsnr. 201506051.
  Fara þarf að nýju yfir tillögur 5 manna vinnuhóps um framtíð og nýtingu Ungó að teknu tilliti til liðar f) hér að ofan.
  h)
  Böggvisstaðaskáli.
  Selja. Ákveða þarf hvenær á að setja á söluskrá og hvort/hvaða ráðstafanir þarf að gera hvað varðar eigu Dalvíkurbyggðar sem eru geymdar þar.
  i)
  Annað:
  Viðhaldsáætlun liggur ekki fyrir svo vel sé. Koma þarf þeim málum í lag hið fyrsta og til framtíðar, eins og áður hefur verið rætt. Í framhaldinu verði skoðað möguleiki á að setja allar eignir sveitarfélagsins undir einn hatt; þ.e. Fasteignir Dalvíkurbyggðar.

  Ýmsar aðrar tillögur, hugmyndir og vangaveltur hafa komið fram hvað varðar til dæmis aðrar eignir Eignasjóðs og verða þær áfram til skoðunar.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 765 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsmálasviðs, að koma með tillögu fyrir næsta fund byggðaráðs hvaða íbúðir fara á söluskrá.
  Bókun fundar 3. liður I): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  3. liður II): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • 8.4 201408038 Málefni Húsabakka.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessu máli vegna vanhæfis kl. 14:43.
  Varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.

  Á 764. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Á 763. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við stjórn Húsabakka ehf. á grundvelli draga að samkomulagi um lok leigusamningsins og á grundvelli greinargerðar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs. Stefnt skuli að því að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins." Sveitarstjóri gerði grein fyrir símafundi með framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. þann 12. janúar s.l. en þann fund sátu einnig sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs, en framkvæmdastjóri og stjórn Húsabakka ehf. hafa fengið til sín drög að samkomulagi um lok á leigusamningi sem og yfirferð sviðsstjóranna á þeim viðhaldsframkvæmdum sem gerðar hafa verið á leigutímanum, byggt á gögnum frá Húsabakka ehf. annars vegar og hins vegar úr bókhaldi Dalvíkurbyggðar, málakerfi sveitarfélagsins og upplýsingum frá starfsmönnum. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir samskiptum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. eftir símafundinn sem og að gert er ráð fyrir fundi í næstu viku með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. til að ræða ofangreint með því markmiði að ná samkomulagi.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs og Guðmundur St. Jónsson sitji ofangreindan fund ásamt sveitarstjóra. "

  Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson gerðu grein fyrir fundi með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. 20. janúar s.l. um ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 765 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að tilboði til Húsabakka ehf. í samræmi við umræður á fundinum og í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessu máli kl. 15:05.

  Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í leikskólann Krílakot og leikskólann Kátakot. Einnig var nýr sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs með í för.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 765 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

9.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766, frá 28.01.2016.

Málsnúmer 1601012Vakta málsnúmer

 • Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2016 var fjallað um málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum tillögu vinnuhóps um sölu á 13 íbúðum í eigu sveitarfélagsins af 28 íbúðum og settar yrði á söluskrá 18 eignir. Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í samráði við sviðsstjóra félagsmálasviðs, að koma með tillögur fyrir næsta fund byggðaráðs hvaða íbúðir fara á söluskrá.

  Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs funduðu ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs 26. janúar s.l.
  Tillögur og afgreiðsla um hvaða eignir fara á söluskrá eru bókaðar í trúnaðarmálabók.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766 Niðurstaða bókuð í trúnaðarmálabók.
 • 9.2 201408038 Málefni Húsabakka
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:27 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu til Húsabakka ehf., Samkomulag um lok leigusamnings milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. um húsnæði að Húsabakka, Svarfaðardal.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766 Lagt fram til kynningar.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:52 og tók við fundarstjórn að nýju.

  Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 21. janúar 2016, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um umsókn Grzegorz Tomasz Maniakowski, kt. 091162-2029, Bárugötu 3, 620 Dalvík, sem sækir um sem forsvarsmaður fyrir Gregdalvík ehf. kt. 691111-0910, endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga á Gregors PUB, Goðabraut 3, 620 Dalvík. Um er að ræða flokk II.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.
 • Sveitarstjóri vék af fundi kl. 09:57 til annarra starfa.

  Tekinn fyrir rafpóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dagsettur þann 21. janúar 2016, þar sem fram kemur að formaður nefndarinnar óskar eftir að Dalvíkurbyggð komi á fund nefndarinnar fimmudaginn 28. janúar kl. 9:40.

  Fundarefnið er:
  Mál. 16, Styrking leikskóla og fæðingarorlofs http://www.althingi.is/altext/145/s/0016.html

  Sveitarstjóri upplýsti að Dalvíkurbyggð tekur þátt í fundinum í gegnum símafund. Fulltrúar Dalvíkurbyggðar eru sveitarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766 Lagt fram til kynningar.
 • Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:
  "757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015, staða bókhalds janúar - september í samanburði við fjárhagsáætlun. Byggðaráð felur sviðsstjóra að óska nánari skýringa á nokkrum atriðum. Lagt fram til kynningar." Á fundinum voru til upplýsingar eftirfarandi gögn: Frá umsjónarmanni fasteigna; sundurliðun á viðhaldi í Sundskála Svarfdæla og Byggðasafninu Hvoli árið 2015. Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; sundurliðun á viðhaldi vatnsveitu, fráveitu og Hitaveitu Dalvíkur árið 2015. Upplýsingar um sundurliðun fjárfestinga fyrir málaflokka 44, 48 og 74 koma síðar.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. "

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um sundurliðun viðhalds og framkvæmda fyrir vatnsveitu, fráveitu,hitaveitu og hafnasjóð fyrir árið 2015.


  Sveitarstjóri kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 10:29.
  Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:30.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766 Lagt fram.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá fjármála- og stjórnsýlusviði hvað varðar leiðréttingu launa vegna nýrra kjarasamninga. Um er að ræða leiðréttingu að upphæð kr. 22.462.605 vegna starfsmanna sem eru í Kili, Einingu-Iðju, Félagi leikskólakennara og Félagi leikskólastjórnenda.

  Áður var búið að leiðrétta laun árið 2015 vegna nýrra kjarasamninga sem hér segir:
  Starfsmat, starfsmenn í Kili og Einingu-Iðju, kr. 10.510.000. (Viðauki)
  Félags tónlistarkennara og Félag skólastjóra í grunnskóla, kr. 8.690.000. (Viðauki).

  Alls kr. 41.662.605.

  Ósamið er við eftirtalin félög:
  BHM félög
  Landssamband sjúkra- og slökkviliðsmanna
  Tæknifræðingafélag Íslands.
  Félag tónlistarkennara.
  Félag grunnskólakennara er með lausa samninga 1.6.2016.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766 Lagt fram til kynningar
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar bókfærð staða málaflokka og deilda þann 26. janúar 2016 í samburði við fjárhagsáætlun, janúar - desember 2015. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 766 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

10.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767, frá 04.02.2016

Málsnúmer 1602003Vakta málsnúmer

 • Undir þessum lið kom á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

  Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016 var eftirfarandi bókað:

  "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tilboð frá Erninum um endurnýjun líkamsræktartækja. Tilboðið hljóðar upp á að fá búnað á endurnýjunaráætlun árið 2016 og 2017 afhentan strax en greiða sem nemur 3.100.000.- í ár, sem er í fjárhagsáætlun og 3.000.000.- í byrjun árs 2017.
  Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði veitt heimild til kaupana á þessu ári og þessar þrjár milljónir verði settar á áætlun og greiddar árið 2017."

  Á starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 4.000.000 á lið 06500-2810 vegna endurnýjunar á líkamsræktartækjum og búnaði.

  Til umræðu ofangreint.

  Hlynur vék af fundi kl. 13:17.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767 Afgreiðslu frestað.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 29. janúar 2016 þar sem óskað er umsagnar frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.

  Óskað er umsagnar eigi síðar en 11. febrúar n.k.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767 Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 26. janúar 2016 frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2015 fyrir nýtingu á landi og landsréttingum innan þjóðlenda. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinga innan þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í. Óskað er svara eigi síðar en 26. febrúar n.k.

  Skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal ráðherra árlega gefa Alþingi skýrslu um ráðstöfun landa og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs til afgreiðslu.
 • 10.4 201408038 Málefni Húsabakka
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:33 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.

  Á 766. fundi byggðaráðs þann 28. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:27 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu til Húsabakka ehf., Samkomulag um lok leigusamnings milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. um húsnæði að Húsabakka, Svarfaðardal. Til umræðu ofangreint.
  Lagt fram til kynningar."

  Sveitarstjóri kynnti drög að samkomulagi um lok leigusamnings milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf., um húsnæði að Húsabakka.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767 a. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint samkomulag eins og það liggur fyrir.
  b. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning á sölu húseignanna Húsabakka.
  Bókun fundar Til máls tók Kristján Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar.
  Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar.

  Kristján og Gunnþór viku af fundi við umfjöllumn og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:24.

  4. liður a); Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Kristján Hjartarson og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  4. liður b); Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Kristján Hjartarson og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl. 13:51 undir þessum lið og tók við fundarstjórn.

  Á 763. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samkomulagi um riftun leigusamnings á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um húsnæðið við Grundargötu 1, eins og það liggur fyrir.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir en án allra kvaða, ásamt því að fela fasteignasölunni Hvammi að auglýsa eignina til sölu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilboðsfrestur verði til og með 31. janúar 2016. "

  Fyrir liggur að eitt kauptilboð barst í Grundargötu 1,frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., að upphæð kr. 12.200.000.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð að upphæð kr. 12.200.000 og samþykkir sölu á eigninni við Grundargötu 1, Sigtún. Bókun fundar Kristján Hjartarson og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson komu inn á fundinn að nýju kl. 16:26.

  Til máls tóku:
  Valdemar Þór Viðarsson.
  Kristján Hjartarson.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

  Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðaráðs með 6 atkvæðum, Valdemar Þór Viðarsson greiðir atkvæði á móti.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings frá 13.01.2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767 Lagt fram til kynningar.
 • a) Heimsókn á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur.

  Byggðaráð fór í heimsókn á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar þar sem ráðið kynnti sér starfsemina og húsakynnin.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 767 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

11.Atvinnumála- og kynningarráð - 16, frá 03.02.2016

Málsnúmer 1602001Vakta málsnúmer

 • Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

  Að þessu sinni fór ráðið í heimsókn í Bruggsmiðjuna.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar móttökurnar.
  Lagt fram til kynningar.
 • Emil Björnsson, Símey, kom inn á fundinn kl. 14:20

  Haldið áfram að vinna að gerð atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar. Á þessum fundi var sérstaklega farið yfir með hvaða hætti aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti orðið að atvinnulífinu ásamt því að fara yfir námskeiðs- og fræðslumöguleika fyrir starfsmenn fyrirtækja í sveitarfélaginu.

  Upplýsingafulltrúi lagði fyrir ráðið drög að vinnureglum um aðkomu Dalvíkurbyggðar að atvinnulífinu.

  Emil Björnsson yfirgefur fundinn kl. 15:05.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Ráðið þakkar Emil fyrir góða kynningu.
  Lagt fram til kynningar.
 • Verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar hefur verið í gangi nú um nokkurt skeið en unnið er að verkefninu í þremur hlutum: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag. Vinna við fyrstu tvo hlutana er langt komið eða lokið. Búið er að skipa vinnuhóp fyrir síðasta hluta verkefnisins, Dalvíkurbyggð sem samfélag og hefur hann fundað einu sinni. Á þeim fundi var ákveðið að nota rýnihópa til að kanna betur ímynd íbúa Dalvíkurbyggðar af sveitarfélaginu. Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að skiptingu í rýnihópa.  Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að Rúna Kristín Sigurðardóttir taki sæti Lilju Bjarkar Ólafsdóttir í vinnuhóp en hún hefur hætt störfum fyrir ráðið.

 • 11.4 201501135 Fyrirtækjaþing 2015
  Á 14. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:
  "Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni "samvinna og samstarf fyrirtækja". Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.

  Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.

  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir. "

  Farið nánar yfir hvaða klasa á að boða til fundar.


  Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Til umræðu.
 • Farið yfir möguleika á að koma upplýsingum til nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Upplýsingafulltrúi upplýsir ráðið um hvernig staðið er að þessu í dag. Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Frestað. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

12.Félagsmálaráð - 196, frá 09.02.2016

Málsnúmer 1602004Vakta málsnúmer

 • 12.1 201602042 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 20160242 Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.2 201602045 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201602045 Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.3 201602044 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201602044 Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.4 201602046 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201602046 Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.5 201602047 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201602046 Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.6 201602060 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.7 201602057 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.8 201602056 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.9 201602043 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 12.10 201602063 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201602063 Félagsmálaráð - 196 Bókað í trúnaðarmál
 • Félagsmálastjóri lagði fram tillögu að hækkun á framfærslukvarða fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016. Félagsmálaráð - 196 Félagsmálaráð samþykkir hækkun á framfærslukvarða um 3% og vísar erindinu til sveitastjórnar til afgreiðslu.
 • 12.12 1206035 Mannréttindastefnan
  Félagsmálastjóri lagði fram drög að endurnýjaðri Mannréttindastefnu. Félagsmálaráð - 196 Frestað til næsta fundar
 • Félagsmálastjóri lagði fram rafbréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 23.nóvember 2015. Gerðar voru breytingar á lögræðislögum nr 78/1997 sem tóku gildi þann 1.janúar 2016. Félagsmálaráð - 196 Lagt fram til kynningar
 • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Hagstofu Íslands dags. 03.02.2016 þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins, heimilisþjónustu og dagmæður. Hagstofa Íslands sér um söfnun og vinnslu upplýsinga um félagsþjónustur sveitarfélaga með vísun til 1. mgr.5.gr.og 1. mgr.7.gr. laga um Hagstofu Íslands og opinberra hagskýrslugerðar nr. 163/2007. Upplýsingar eru notaðar til að birta tölfræði um félagsþjónustu sveitarfélaganna í landinu. Félagsmálaráð - 196 Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að klára skýrslurnar.
 • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.01.2016 til upplýsinga um stöðuna á yfirfærslu atvinnumála fatlaðs fólks til ríkisins. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að taka við atvinnumálum fatlaðs fólks frá sveitarfélögum samkvæmt samkomulagi þar um. Eitt af fyrstu skrefunum er að eiga samtal og samráð við fulltrúa þjónustusvæða málefna fatlaðs fólks og félagsmálastjóra í landinu um verkefnin sem Vinnumálastofnun er að taka við. Samkomulagið felur m.a. í sér að Vinnumálastofnun og sveitarfélög muni deila með sér ábyrgð á verkefninu þar sem sveitarfélögin reka áfram vinnu- og hæfingarstöðvar. Fyrirhugað samtal félagsþjónustu og Vinnumálastofnunar er í næstu viku. Félagsmálaráð - 196 Frestað til næsta fundar þar sem frekari upplýsingar liggja þá fyrir eftir fund félagsþjónustu og Vinnumálastofnunar.
 • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 22.01.2016 um drög að tveimur reglugerðum um kröfur til búsetuþjónustu og kröfur um húsnæðis í málaflokki fatlaðs fólks. Félagsmálaráð - 196 Frestað til næsta fundar
 • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi oslenskra sveitarfélaga dags. 21.01.2016 um breytingu á úrskurðar- og kærunefnd sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins og voru sameinaðar í eina nefnd sem ber heitið Úrskurðarnefnd velferðarmála. Þær stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru innan félagsþjónustu sveitarfélaga, og áður voru kæranlegar til úrskurðarnenfdar félagsþjónustu og húsnæðismála, munu héðan í frá koma til kasta úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærufrestur til nefndarinnar er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Félagsmálaráð - 196 Lagt fram til kynningar.
 • Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum fund er starfsmenn félagsþjónustu áttu með forsvarsmönnum fyrirtækisins Curron sem býður upp á rauntímaskráningu heimaþjónustu. Félagsmálaráð - 196 Lagt fram til kynningar og ákveðið að bíða með frekari kynningu/kaup á kerfinu þar til einhver reynsla er komin á kerfið hjá þeim sveitarfélögum sem hafa keypt sér aðgang.
 • Félagsmálastjóri lagði fram framkvæmdaáætlun v. jafnréttismála sem farið var yfir á fundi félagsmálaráðs í nóvember 2015 með viðbættum athugasemdum og hugmyndum frá nefndarmönnum félagsmálaráðs. Félagsmálaráð - 196 Félagsmálaráð samþykkir framkvæmdaáætlunina og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 16:48.

Nefndarmenn
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs