Fræðsluráð - 201, frá 10.02.2016

Málsnúmer 1602006

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 277. fundur - 16.02.2016

  • Hlynur Sigursveinsson, nýr sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti sig fyrir fræðsluráði. Fræðsluráð - 201 Fræðsluráð býður Hlyn velkominn til starfa.
  • Með fundarboði fylgdi umsókn Helgu Esterar Snorradóttur, kennara við Árskógarskóla, um launalaust leyfi skólaárið 2016-2017. Einnig álit skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþórs E. Gunnþórssonar, varðandi leyfisveitinguna. Fræðsluráð - 201 Fræðsluráð samþykkir umbeðið leyfi og óskar henni velfarnaðar á nýjum slóðum.
  • Magnús G. Ólafsson gerði grein fyrir stöðu innleiðingar á Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð - 201 Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með þróunina í starfi skólans.
  • Með fundarboði fylgdi svar skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasonar, við bréfi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 12. janúar 2016. Í bréfinu var óskað eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru á árinu 2015 í framhaldi af úttekt ráðuneytisins sem gerð var í september 2014. Fræðsluráð - 201 Lagt fram til kynningar.
  • .5 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 14. og 15. fundar starfshóps um námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 201 Lagt fram til kynnningar. Fræðsluráð lýsir mikilli ánægju sinni með vinnu starfshópsins. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast ekki afgreiðslu.