Fræðsluráð

201. fundur 10. febrúar 2016 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á fræðslu og menningarsviði
Dagskrá
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir lið 2, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sat fundinn undir lið 3 og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi kennara í fræðsluráði sat fundinn undir liðum 4 og 5.

1.Nýr sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201602029Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, nýr sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti sig fyrir fræðsluráði.
Fræðsluráð býður Hlyn velkominn til starfa.
Gunnþór E. Gunnþórsson kom til fundar klukkan 8:25

2.Umsókn um launalaust leyfi

Málsnúmer 201601063Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi umsókn Helgu Esterar Snorradóttur, kennara við Árskógarskóla, um launalaust leyfi skólaárið 2016-2017. Einnig álit skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþórs E. Gunnþórssonar, varðandi leyfisveitinguna.
Fræðsluráð samþykkir umbeðið leyfi og óskar henni velfarnaðar á nýjum slóðum.
Gunnþór fór af fundi klukkan 8:40
Magnús G. Ólafsson kom til fundar klukkan 8:45

3.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Magnús G. Ólafsson gerði grein fyrir stöðu innleiðingar á Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með þróunina í starfi skólans.
Magnús fór af fundi klukkan 9:20
Guðríður Sveinsdóttir kom til fundar klukkan 9:25

4.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 201401112Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi svar skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasonar, við bréfi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 12. janúar 2016. Í bréfinu var óskað eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru á árinu 2015 í framhaldi af úttekt ráðuneytisins sem gerð var í september 2014.
Lagt fram til kynningar.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 14. og 15. fundar starfshóps um námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynnningar. Fræðsluráð lýsir mikilli ánægju sinni með vinnu starfshópsins.
Guðríður fór af fundi klukkan 10:00

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á fræðslu og menningarsviði