Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 200. fundur - 11.01.2016

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins.
Gunnþór kom inn á fundinn 8:25

Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins.Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24.

Byggðaráð - 764. fundur - 14.01.2016

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:06 og varaformaður tók við fundarstjórn.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kom inn á fundinn undir þessum lið, kl. 14:07."Á 200. fundi fræðsluráðs þann 11. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins.

Gunnþór kom inn á fundinn 8:25 Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24. "Til umræðu staða mála hvað varðar skólastarf í Árskógarskóla.Gunnþór vék af fundi kl. 14:27.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka og felur skólastjóra Árskógarskóla að finna svigrúm innan ramma skólans, vísað á deild 04240.

Sveitarstjórn - 277. fundur - 16.02.2016

Á 200. fundi fræðsluráðs þann 11. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins.Gunnþór kom inn á fundinn 8:25 Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24. "

Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:40.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og eftirfarandi skipun fulltrúa í vinnuhópinn:Arna Stefánsdóttir, fulltrúi foreldra nemenda í Árskógarskóla.

Hjördís Jóna Bóasdóttir, fulltrúi starfsmanna Árskógarskóla.

Felix Rafn Felixson, fulltrúi fræðsluráðs.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.Með vinnuhópnum starfar sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.Fleiri tóku ekki til máls.

Fræðsluráð - 203. fundur - 13.04.2016

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, gerði grein fyrir fyrirhuguðum íbúafundi sem vinnuhópurinn um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi stendur að 14. apríl n.k. og þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnuhópnum. Jafnframt óskaði hann eftir að skilafrestur á álitsgerð vinnuhópsins verði framlengdur til 22. apríl n.k.
Fræðsluráð þakkar Hlyni fyrir upplýsingarnar og samþykkir að álitsgerð verði skilað þann 22. apríl 2016.

Fræðsluráð - 204. fundur - 26.04.2016

Kristinn Ingi Valsson kom til fundar klukkan 8:25 og Steinunn E. Jóhannsdóttir klukkan 8:35.
Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar af fulltrúum í starfshópnum. Skýrslan fylgdi fundarboði.
Skýrsla og kynning vinnuhópsins rædd og aðilar sammála um að halda áfram leik- og grunnskólastarfi við Árskógarskóla samkvæmt núverandi skipulagi enda sé það forsenda þess að efla og styrkja búsetu á Árskógsströnd. Fræðsluráð tekur undir tillögu vinnuhópsins um að við innritun barna í leik- og grunnskóla verði foreldrum kynntir allir þeir valkostir sem í boði eru í sveitarfélaginu. Það kallar á einfaldari og aðgengilegri framsetningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.Fræðsluráð leggur til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar verði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti.Fræðsluráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnnin störf.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 78. fundur - 03.05.2016

Á 204. fundi fræðsluráðs var lagt til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar yrði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti.Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka málið samhliða gerð starfs- og fjárhagsáætlunar í haust.

Fræðsluráð - 205. fundur - 13.05.2016

Á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessu máli aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.Fræðsluráð tók aðra umræðu um málið og stendur við fyrri ákvörðun sína sem var tekin að vel athuguðu máli og vísar málinu áfram til byggðaráðs. Nauðsynlegt er að eyða allri óvissu um framtíð Árskógarskóla.

Byggðaráð - 777. fundur - 19.05.2016

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:05 vegna vanhæfis. Lilja Björk Ólafsdóttir, varamaður hans, sat fundinn í hans stað undir þessum lið. Varaformaður Kristján Guðmundsson tók við fundarstjórn undir þessum lið.Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:05 kjörnir fulltrúar í fræðsluráði; Lilja Björk Ólafsdóttir, formaður, Steinunn Jóhannsdóttir, varaformaður, Felix Rafn Felixson, Kristinn Ingi Valsson og Auður Helgadóttir.Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum síma.Á 203. fundi fræðsluráðs þann 13. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar af fulltrúum í starfshópnum. Skýrslan fylgdi fundarboði.

Skýrsla og kynning vinnuhópsins rædd og aðilar sammála um að halda áfram leik- og grunnskólastarfi við Árskógarskóla samkvæmt núverandi skipulagi enda sé það forsenda þess að efla og styrkja búsetu á Árskógsströnd. Fræðsluráð tekur undir tillögu vinnuhópsins um að við innritun barna í leik- og grunnskóla verði foreldrum kynntir allir þeir valkostir sem í boði eru í sveitarfélaginu. Það kallar á einfaldari og aðgengilegri framsetningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð leggur til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar verði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti. Fræðsluráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnnin störf."Á 78. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 204. fundi fræðsluráðs var lagt til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar yrði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti. Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka málið samhliða gerð starfs- og fjárhagsáætlunar í haust. "

Á 205. fundi fræðsluráðs þann 13. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessu máli aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.

Fræðsluráð tók aðra umræðu um málið og stendur við fyrri ákvörðun sína sem var tekin að vel athuguðu máli og vísar málinu áfram til byggðaráðs. Nauðsynlegt er að eyða allri óvissu um framtíð Árskógarskóla."Til umræðu ofangreint.Auður vék af fundi kl. 13:58.Hlynur vék af fundi kl. 14:02.Steinunn, Felix og Kristinn Ingi viku af fundi kl. 14:03.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skólastarf í Árskógarskóla verði áfram með sama skipulagi og verið hefur skólaárið 2016-2017.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að áfram verði leitað leiða til að efla starfsemina í Árskógarskóla/Árskógi.Lilja Björk vék af fundi kl. 14:23.