Sveitarstjórn

356. fundur 21. febrúar 2023 kl. 16:15 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Félagsmálaráð - 265, frá 14.02.2023

Málsnúmer 2301005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Íþrótta- og æskulýðsráð - 146, frá 07.02.2023.

Málsnúmer 2302002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Liður 10 er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Skipulagsráð - 7, frá 08.02.2023

Málsnúmer 2301011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 8 er sér liður á dagskrá.
Liður 9 er sér liður á dagskrá.
Liður 10 er sér liður á dagskrá.
Liður 11 er sér liður á dagskrá.
Liður 13 er sér liður á dagskrá.
Liður 14 er sér liður á dagskrá.
Liður 16 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Barnaverndarþjónusta; samningar við Akureyrarbæ um Barnaverndaþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Siðari umræða.

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
a) Samningur við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.
b) Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 123. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu og vísar samningi og samþykkt til fyrri umræðu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir. Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls.a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa samningi við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem óskar eftir að fært verði til bókar að hún óskar eftir að samningurinn verði endurskoðaður í haust með góðum fyrirvara sem og að byggðaráð kalli eftir skýrslu frá félagsmálasviði a.m.k. í þrjú skipti á þessu samningstímabili.

Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.

a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar eins og hann liggur fyrir, fylgiskjal I;Samningur Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og fylgiskjal II; Samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti, Felix Rafn Felixson situr hjá.
b) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3.mgr. 12. barnaverndarlaga nr. 80/2002, fylgiskjal III. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti og Felix Rafn Felixson situr hjá.

5.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun vegna barnaverndar. Síðari umræða.

Málsnúmer 202301128Vakta málsnúmer

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 til fyrri umræðu. Um er að ræða breytingu á 47. gr. vegna breytinga á þjónustu vegna barnaverndar. Í C-lið bætast við tveir töluliðir; Umdæmisráð barnaverndar og Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri breytingartillögu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 samkvæmt ofangreindu. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti, Felix Rafn Felixson situr hjá.

6.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar, endurskoðun. Síðari umræða.

Málsnúmer 202301133Vakta málsnúmer

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var til fyrri umræðu tillaga að breytingum á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar er varðar opnunartíma áfengisveitingastða í flokki III. Jafnframt er lagt til að tekið sé út ákvæði um að sveitarstjóri geti heimilað að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn, Freyr Antonsson og Helgi Einarsson tóku ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur, dagsettur þann 17. febrúar 2023, þar sem fram kemur að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem lagðar eru til á Lögreglusamþykkt Davíkurbyggðar.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:27.
Lilja Guðnadóttir, 1. varaforseti tók við fundarstjórn.
Helgi Einarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:27.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingatillögur á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar, Freyr Antonsson og Helgi Einarsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

7.Frá 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 07.02.2023; Pílufélag Dalvíkur - styrkur

Málsnúmer 202301061Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:28 og tók við fundarstjórn.
Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:28.

Á 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Stofnað hefur verið nýtt íþróttafélag í Dalvíkurbyggð. Pílufélag Dalvíkur. Tilgangur félagsins er að efla og auka áhuga á pílukasti á svæðinu. Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að félagið hafi verið styrkt til kaupa á pílubúnaði. Dalvíkurbyggð hefur undanfarin ár fengið styrki sem safnast hafa í sjóði og er þeim ætlað að styrkja verkefni sem stuðla að jaðarsettum hópum og nýjungum. Félagið hefur fengið aðsetur í gamla frystihúsi Samherja og er reiknað með að það geti hafið störf í mars."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu upplýsingar um að styrkurinn er að upphæð kr. 500.000 og er tekið af framlögum frá nokkrum ráðuneytum vegna skilgreindra verkefna er varða meðal annars málefni eldri borgara, barna og ungmenna. Gert er ráð fyrir að styrkurinn bókist á deild 06800 en haldið er utan um styrkina á lið 02800-0660.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að styrkurinn bókist á lið 06800-9145 á móti framlagi sömu upphæðar af ofangreindum styrkjum frá ráðuneytum.

8.Frá 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 07.02.2023; Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Á 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Eins og fram hefur komið, hefur íþrótta- og æskulýðsráði verið falið að úthluta 50 milljón króna styrk til uppbyggingu íþróttafélaga. Golfklúbburinn hóf uppbyggingnu á vélagageysmlu á síðastsa ári. Var Golfklúbburinn styrktur um kr. 18 milljónir vegna þessa á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður við vélageymsluna er tæpar 54 milljónir. Áætlaður kostnaður til að klára geymsluna er um 33,5 milljónir. Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkkir að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Íþrótta- og æskulýðsráð telur að uppsöfnuð þörf sé orðin mikil á uppbyggingu íþróttasvæða og telur að fjármagn hefði þurft að vera meira þetta árið, til að vinna upp þá þörf."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs á úthlutun til uppbyggingar íþróttasvæða þannig að Golfklúbburinn Hamar fái 22 milljónir vegna vélageymslu og Skíðafélag Dalvíkur fái 28 milljónir til að hefja undirbúning á troðaraskemmu. Sveitarstjórn leggur til að áður en styrkupphæðir séu greiddar út liggi fyrir samningur og áætlun um uppbyggingu.

9.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 08.02.2023; Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut

Málsnúmer 202302015Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 8. febrúar 2023 að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Svarfaðarbraut á Dalvík. Í tillögunni eru kynntir fjórir valkostir að íbúðabyggð: þrjár einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir og lóð fyrir fjórar til fimm raðhúsaíbúðir.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði breyting á aðalskipulagi þar sem skilmálum reits ÍB 313 við Svarfaðarbraut er breytt á þann veg að heimilt verði að skipuleggja tvær parhúsalóðir. Skipulagsráð telur um óverulega breytingu að ræða og málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi íbúðarreits ÍB 313 við Svarfaðarbraut verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni tillögunnar er skilgreining á tveimur parhúsalóðum á einni hæð. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá."
Til máls tóku:

Felix Rafn Felixson, sem hvetur sveitarstjórn að fresta málinu eða taka af dagskrá.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda bókun Skipulagsráðs um að vinna að deiliskipulagi fyrir tvö parhús á reit ÍB 313 við Svarfaðarbraut. Sveitarstjórn felur framkvæmdasviði að láta fullvinna gögn er varða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi þar af lútandi til að leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.
Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.

10.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 08.02.2023; Öldugata 31 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 16. júní 2022 frá Laxós ehf. lóðarhafa athafnalóðar nr. 31 við Öldugötu Árskógssandi. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, sem samþykkt var 18.11.2016 þannig að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,3 í 0,41 miðað við einnar hæðar byggingu og úr 0,4 í 0,5 miðað við tveggja hæða byggingu. Í frumdrögum að byggingu seiðaeldisstöðvar á lóðinni er miðað við að heildarflatarmál stöðvarinnar verði um 4.500 m². Flatarmál lóðarinnar er 11.719 m². Í gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 0,3 fyrir einnar hæðar byggingu, (allt að 3.615 m²) og 0,4 (allt að 4.687 m²) fyrir byggingu á tveimur hæðum. Hvorki er óskað eftir breytingu á byggingarreit né öðrum skipulagsákvæðum innan lóðarinnar af hálfu lóðarhafa. Niðurstaða:Breyting á deiliskipulagi á við byggingarmagn sem rúmast innan óbreytts byggingarreits og gildandi ákvæða um hámarkshæð bygginga. Hún telst því óveruleg og ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna. Skipulagsráð heimilar að gerð verði óveruleg deiliskipulagsbreyting og leggur til við sveitarstjórn að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu skal grenndarkynnt fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu skipulagsráðs um að óveruleg deiliskipulagsbreyting verði gerð og hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu skal grenndarkynnt fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23.

11.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8 febrúar 2023; Umsögn vegna skipulags á Árskógssandi. Vegna Laxóss

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Í tölvupósti dags. 24.06.2022 óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn sveitarfélagsins um það hvort sveitarfélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss við Öldugötu 31 samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélags hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda. Einnig óskar UST eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr. Niðurstaða:Fyrirhuguð seiðaeldisstöð Laxóss verður í samræmi við áherslu sveitarfélagsins „á fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem byggist m.a. á mannauði, gæðum lands og sjávar, aðdráttarafli náttúrufegurðar og menningarlífs. Stuðlað verði að nýsköpun sem m.a. byggist á hugviti og hátækni í sjávarútvegi og fullvinnslu sjávarafurða, landbúnaði, iðnaði, ferðaþjónustu og öðrum þjónustugreinum“ (kafli 3.2. í AS-Dal.). Starfsemin verður í samræmi skilmála og ákvæði Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um athafnasvæði. Skipulagsráð telur ekki tilefni til þess að setja sérstaka skilmála um seiðaeldisstöð í aðalskipulag eða sérákvæði um niðurgrafnar lagnir. Breyting á deiliskipulagi á við byggingarmagn sem rúmast innan óbreytts byggingarreits og gildandi ákvæða um hámarkshæð bygginga. Skipulagsráð telur því að um óverulega breytingu að ræða og hún ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna. Skipulagsráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda umsögn skipulagsráðs og að ekki sé tilefni til þess að setja sérstaka skilmála um seiðaeldisstöð í aðalskipulag eða sérákvæði um niðurgrafnar lagnir. Sveitarstjórn tekur því undir umsögn skipulagsráðs að um óverulega breytingu sé að ræða og hún ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna.

12.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023.; Umsókn um lóð, Skógarhólar 12

Málsnúmer 202301159Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 31. desember 2022, sækir Gunnlaugur Svansson um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík. Niðurstaða:Alls bárust tvær umsóknir um Skógarhóla 12 frá Gunnlaugi Svanssyni og Leó verktakar ehf. og samkvæmt 3.1.1. lið reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð þar sem fram kemur að einstaklingar skulu njóta forgangs við úthlutun einbýlishúsalóða. Á þessum forsendum samþykkir því skipulagsráð umsóknina frá Gunnlaugi Svanssyni um lóðina við Skógarhóla 12 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 12.

13.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023; Umsókn um lóð, Skógarhólar 12

Málsnúmer 202301146Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 30. desember 2022, sækir Leó verktaki ehf. um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík.Niðurstaða:Alls bárust tvær umsóknir um Skógarhóla 12 frá Gunnlaugi Svanssyni og Leó verktakar ehf. og samkvæmt 3.1.1. lið reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð þar sem fram kemur að einstaklingar skulu njóta forgangs við úthlutun einbýlishúsalóða. Á þessum forsendum hafnar skipulagsráð því umsókn Leó verktaka ehf. um lóðina við Skógarhóla 12. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og höfnun umsóknar um lóðina við Skógarhóla 12.

14.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023; Umsókn um byggingarleyfi Öldugata 12-16

Málsnúmer 202212063Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu vegna erindis EGÓ húsa ehf. þar sem óskað var eftir leyfi til að byggja tvö þriggja íbúða raðhús á einni hæð með samtals sex íbúðum á þremur einbýlishúsalóðum við Öldugötu 12, 14 og 16 á Árskógssandi, lauk 30. janúar 2023 án athugasemda. Send voru út kynningargögn á nítján næstu nágranna í formi skýringaruppdráttar frá m2hús ehf og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við breytinguna fellur lóðarnúmerið Öldugata 16 út. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu um að veita EGÓ húsum ehf. leyfi til að byggja tvö þriggja íbúða raðhús á einni hæð með samtals sex íbúðum á þremur einbýlishúsalóðum við Öldugötu 12,14 og 16 á Árskógssandi samkvæmt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við breytinguna fellur lóðarnúmerið Öldugata 16 út.

15.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023; Hauganes-úthlutun lóða-auglýsing

Málsnúmer 202301164Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri kynnti stöðu mála við fyrirhugaðri hönnun á nýrri götu á Hauganesi. Niðurstaða:Fyrir liggur tilboð í hönnun á nýrri götu, d götu á Hauganesi. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að setja af stað hugmyndaleit að nöfnum á nýjum götum á Hauganesi í samræmi við nýtt deiliskipulag. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók Freyr Antonsson sem upplýsti að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum þá leggur skipulagsráð til að samið sé við Eflu verkfræðistofu um gatna- og lagnahönnun vegna ofangreindrar d götu á Hauganesi.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu skipulagsráðs um að samið sé við Eflu verkfræðistofu um gatna- og lagnahönnun vegna d götu á Hauganesi.

16.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023; Hringtún 24 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209126Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir grenndarkynning einbýlishúsalóðarinnar við Hringtún 24 Dalvík sem grenndarkynnt var fyrir nítján næstu nágrönnum frá 10. janúar til 31. janúar 2023. Í grenndarkynningargögnunum óskar lóðarhafi eftir að fá að byggja einbýlihús á einni hæð í stað tveggja hæða samkvæmt deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar. Í tillögunni kemur fram að gert er ráð fyrir að mænishæðin er sjö metrar. í gildandi deiliskipulagi er skilmálar fyrir tveggja hæða hús með 6 m hæstu vegghæð og 8,2 m hæstu mænishæð. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað og að óskað verði eftir frekari fullnægjandi gögnum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:

Sigríður Jódis Gunnarsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:51.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu um að erindinu verði frestað og að óskað verði eftir fullnægjandi gögnum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

17.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023; Hringtún 26- ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202302024Vakta málsnúmer

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:53.

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 3 febrúar 2023 frá Agli Júlíussyni lóðarhafa einbýlishúsalóðarinnar við Hringtún 26 Dalvík. Í erindinu er óskað eftir að fá að byggja einbýlihús á einni hæð í stað tveggja hæða samkvæmt deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar. Innan 31.85 m djúprar lóðarinnar er 3 m hæðarmismunur frá götuhlið og upp til vesturs. Niðurstaða:Samkvæmt deiliskipulagi Hóla-og Túnahverfis m.s.br. er lóðin Hringtún 26 fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með skilmála um mestu vegghæð er 6 metrar og mænishæð 8,2 m. Samkvæmt tillöguteikningum lóðarhafa er sótt um heimild til að breyta deiliskipulagi með heimild fyrir einbýlishús á 1 hæð með vegghæð 2,9 m og mænishæð 4,84 m. Skipulagsráð telur að óskir umsækjanda fela í sér verulega breytingu á götumynd þar sem vegg- og mænishæð húss er töluvert lægri en deiliskipulagsskilmálar gera ráð fyrir. Í deiliskipulagi er jafnframt lögð rík áhersla á að byggingar falli að þeim landhæðum og landslagi sem er innan hverrar lóðar. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillögu um einnar hæðar hús innan lóðarinnar verði hafnað. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu um að hafna beiðni um einnar hæðar húss innan lóðarinnar við Hringtún 26.

18.Frá 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023; Umsókn um byggingaleyfi Brautarhóll

Málsnúmer 202302035Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur erindi frá Valbirni Vilhjálmssyni sem fyrir hönd Sigurðar Sigurðarsonar kt. 020476-4279 sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar einbýlishúss á bújörðinni Brautarhóli í Svarfaðardal. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni dags. 27. janúar 2023.Niðurstaða:Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda þá verði fallið frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að heimila að húsið rísi í u.þ.b. 30 m fjarlægð frá Skíðadalsvegi enda samræmist staðsetning þess byggðarmynstri sem fyrir er á svæðinu og fela byggingarfulltrúa að afla undanþágu ráðherra frá fjarlægðarkröfu í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og eftirfarandi tillögur:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda þá verði fallið frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að erindinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að heimila að húsið rísi í u.þ.b. 30 m fjarlægð frá Skíðadalsvegi enda samræmist staðsetning þess byggðarmynstri sem fyrir er á svæðinu og fela byggingarfulltrúa að afla undanþágu ráðherra frá fjarlægðarkröfu í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013."

19.Frá Þórhöllu Franklín Karlsdóttur; Ósk um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi

Málsnúmer 202301127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þórhöllu Franklín Karlsdóttur, dagsett þann 25. janúar sl. þar se Þórhalla Franklín óskar eftir lausn frá störfum sem aðalmaður í fræðsluráði og öllum því sem við kemur embættum tengdum stjórmálum í Dalvíkurbyggð.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni Þórhöllu Franklín Karlsdóttur og veitir henni lausn frá störfum.
Sveitarstjórn þakkar Þórhöllu fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

20.Frá Umhverfisstofnun; tilnefning í Vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 6. febrúar 2023 þar sem óskað er tilnefningar í vatnasvæðanefnd sem starfar vegna framkvæmdar laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 535/2011 um stjórn vatnamála.Umhverfisstofnun óskar eftir að sveitarfélög tilnefni fulltrúa sinn, og annan til vara, sem og fulltrúa náttúruverndar- eða umhverfisnefndar sveitarfélags ef slík nefnd starfar á svæðinu, í vatnasvæðanefnd með tilvísan í 6. gr. reglugerðar nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að sveitarstjórn vísi málinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar og að ráðið tilnefni í nefndina.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

21.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202302068Vakta málsnúmer

Til máls tók Felix Rafn Felixson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

Aðalmaður í fræðsluráð í stað Þórhöllu Franklín Karlsdóttur: Moníka Margrét Stefánsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram fleiri tillögur og eru því Moníka Margrét réttkjörinn sem aðalmaður í fræðsluráð.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs