Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut

Málsnúmer 202302015

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 7. fundur - 08.02.2023

Tekin fyrir tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 8. febrúar 2023 að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Svarfaðarbraut á Dalvík.
Í tillögunni eru kynntir fjórir valkostir að íbúðabyggð: þrjár einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir og lóð fyrir fjórar til fimm raðhúsaíbúðir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði breyting á aðalskipulagi þar sem skilmálum reits ÍB 313 við Svarfaðarbraut er breytt á þann veg að heimilt verði að skipuleggja tvær parhúsalóðir. Skipulagsráð telur um óverulega breytingu að ræða og málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Einnig leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi íbúðarreits ÍB 313 við Svarfaðarbraut verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni tillögunnar er skilgreining á tveimur parhúsalóðum á einni hæð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.
Ágúst Hafsteinsson vék af fundi 14:50

Sveitarstjórn - 356. fundur - 21.02.2023

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 8. febrúar 2023 að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Svarfaðarbraut á Dalvík. Í tillögunni eru kynntir fjórir valkostir að íbúðabyggð: þrjár einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir og lóð fyrir fjórar til fimm raðhúsaíbúðir.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði breyting á aðalskipulagi þar sem skilmálum reits ÍB 313 við Svarfaðarbraut er breytt á þann veg að heimilt verði að skipuleggja tvær parhúsalóðir. Skipulagsráð telur um óverulega breytingu að ræða og málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi íbúðarreits ÍB 313 við Svarfaðarbraut verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni tillögunnar er skilgreining á tveimur parhúsalóðum á einni hæð. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá."
Til máls tóku:

Felix Rafn Felixson, sem hvetur sveitarstjórn að fresta málinu eða taka af dagskrá.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda bókun Skipulagsráðs um að vinna að deiliskipulagi fyrir tvö parhús á reit ÍB 313 við Svarfaðarbraut. Sveitarstjórn felur framkvæmdasviði að láta fullvinna gögn er varða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi þar af lútandi til að leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.
Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Á 356. fundi sveitarstjórnar var samþykkt bókun Skipulagsráðs þann 8. febrúar um að vinna að deiliskipulagi fyrir tvö parhús á reit ÍB 313 við Svarfaðarbraut. Sveitarstjórn felur framkvæmdasviði að láta fullvinna gögn er varða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi þar af lútandi til að leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.
Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykki óverulega orðalagsbreytingu á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarsvæði 313-Íb í töflu í kafla 4.3. í greinargerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að í stað „Þrjú einbýlishús eða fjögurra íbúða raðhús“ komi „Þrjár til fjórar íbúðir í einbýlis-, rað- eða parhúsum.“ Breytingin er óveruleg og er framkvæmdasviði falið að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.
Tillaga að nýju deiliskipulagi verður kynnt íbúum á íbúafundi áður en hún verður auglýst samkvæmt bókun 355. fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 356. fundi sveitarstjórnar var samþykkt bókun Skipulagsráðs þann 8. febrúar um að vinna að deiliskipulagi fyrir tvö parhús á reit ÍB 313 við Svarfaðarbraut. Sveitarstjórn felur framkvæmdasviði að láta fullvinna gögn er varða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi þar af lútandi til að leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykki óverulega orðalagsbreytingu á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarsvæði 313-Íb í töflu í kafla 4.3. í greinargerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að í stað „Þrjú einbýlishús eða fjögurra íbúða raðhús“ komi „Þrjár til fjórar íbúðir í einbýlis-, rað- eða parhúsum.“ Breytingin er óveruleg og er framkvæmdasviði falið að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Tillaga að nýju deiliskipulagi verður kynnt íbúum á íbúafundi áður en hún verður auglýst samkvæmt bókun 355. fundi sveitarstjórnar. Samþykkt með fjórum atkvæðum, Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda bókun Skipulagsráðs um að gera óverulega orðalagsbreytingu á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarsvæði 313-Íb í töflu í kafla 4.3. í greinargerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að tillaga að nýju deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði kynnt íbúafundi 28. mars nk.
Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.

Skipulagsráð - 11. fundur - 23.06.2023

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Svarfaðarbraut á Dalvík.
Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 29. mars 2023 til og með 9. maí 2023. Ein athugasemd barst frá RARIK á auglýsingartíma vegna háspennustrengs sem liggur nyrst á skipulagssvæðinu. Sett verður kvöð um háspennustreng í línustæðinu.
Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að tillagan verði samþykkt og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Rætt um stöðu mála varðandi úthlutun lóða við Svarfaðarbraut 19-25. Nýtt deiliskipulag fyrir umræddar lóðir tók gildi í ágúst 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að stofna umræddar lóðir og auglýsa þær lausar til úthlutunar í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.