Pílufélag Dalvíkur

Málsnúmer 202301061

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 146. fundur - 07.02.2023

Stofnað hefur verið nýtt íþróttafélag í Dalvíkurbyggð. Pílufélag Dalvíkur. Tilgangur félagsins er að efla og auka áhuga á pílukasti á svæðinu.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að félagið hafi verið styrkt til kaupa á pílubúnaði. Dalvíkurbyggð hefur undanfarin ár fengið styrki sem safnast hafa í sjóði og er þeim ætlað að styrkja verkefni sem stuðla að jaðarsettum hópum og nýjungum.
Félagið hefur fengið aðsetur í gamla frystihúsi Samherja og er reiknað með að það geti hafið störf í mars.

Sveitarstjórn - 356. fundur - 21.02.2023

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:28 og tók við fundarstjórn.
Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:28.

Á 146. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Stofnað hefur verið nýtt íþróttafélag í Dalvíkurbyggð. Pílufélag Dalvíkur. Tilgangur félagsins er að efla og auka áhuga á pílukasti á svæðinu. Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að félagið hafi verið styrkt til kaupa á pílubúnaði. Dalvíkurbyggð hefur undanfarin ár fengið styrki sem safnast hafa í sjóði og er þeim ætlað að styrkja verkefni sem stuðla að jaðarsettum hópum og nýjungum. Félagið hefur fengið aðsetur í gamla frystihúsi Samherja og er reiknað með að það geti hafið störf í mars."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu upplýsingar um að styrkurinn er að upphæð kr. 500.000 og er tekið af framlögum frá nokkrum ráðuneytum vegna skilgreindra verkefna er varða meðal annars málefni eldri borgara, barna og ungmenna. Gert er ráð fyrir að styrkurinn bókist á deild 06800 en haldið er utan um styrkina á lið 02800-0660.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að styrkurinn bókist á lið 06800-9145 á móti framlagi sömu upphæðar af ofangreindum styrkjum frá ráðuneytum.