Hringtún 24 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209126

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 2. fundur - 03.10.2022

Með bréfi, dagsett 28. september 2022, óskar Erla Björk Jónsdóttir eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Hringtún 24. Breytingin felur í sér að heimilt verða að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja ásamt stækkun á lóð til norðurs.
Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Hringtún 9a-c, 10, 11a-b, 13-15, 17a-b, 19a-b, 21, 23, 25, 30, 32, 38 og 40.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsett 28. september 2022, óskar Erla Björk Jónsdóttir eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Hringtún 24. Breytingin felur í sér að heimilt verða að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja ásamt stækkun á lóð til norðurs. Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Hringtún 9a-c, 10, 11a-b, 13-15, 17a-b, 19a-b, 21, 23, 25, 30, 32, 38 og 40. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að um sé að ræða óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögunni í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og samkvæmt útfærslu skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 7. fundur - 08.02.2023

Júlíus Magnússon vék af fundi vegna vanhæfis undir máli 13 og 14. kl. 17:45
Tekin fyrir grenndarkynning einbýlishúsalóðarinnar við Hringtún 24 Dalvík sem grenndarkynnt var fyrir nítján næstu nágrönnum frá 10. janúar til 31. janúar 2023. Í grenndarkynningargögnunum óskar lóðarhafi eftir að fá að byggja einbýlihús á einni hæð í stað tveggja hæða samkvæmt deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar. Í tillögunni kemur fram að gert er ráð fyrir að mænishæðin er sjö metrar. í gildandi deiliskipulagi er skilmálar fyrir tveggja hæða hús með 6 m hæstu vegghæð og 8,2 m hæstu mænishæð.
Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað og að óskað verði eftir frekari fullnægjandi gögnum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 356. fundur - 21.02.2023

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir grenndarkynning einbýlishúsalóðarinnar við Hringtún 24 Dalvík sem grenndarkynnt var fyrir nítján næstu nágrönnum frá 10. janúar til 31. janúar 2023. Í grenndarkynningargögnunum óskar lóðarhafi eftir að fá að byggja einbýlihús á einni hæð í stað tveggja hæða samkvæmt deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar. Í tillögunni kemur fram að gert er ráð fyrir að mænishæðin er sjö metrar. í gildandi deiliskipulagi er skilmálar fyrir tveggja hæða hús með 6 m hæstu vegghæð og 8,2 m hæstu mænishæð. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað og að óskað verði eftir frekari fullnægjandi gögnum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:

Sigríður Jódis Gunnarsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:51.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu um að erindinu verði frestað og að óskað verði eftir fullnægjandi gögnum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.