Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar, endurskoðun vegna opnunartíma veitingastaða.

Málsnúmer 202301133

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1057. fundur - 02.02.2023

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:15.

Þar sem varaformaður byggðaráðs vék af fundi vegna vanhæfis var kosið um fundarstjóra. Niðurstaða var að Felix Rafn Felixson tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Tekið fyrir minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. janúar 2023, kemur fram að taka þarf aðstöðu til þess hvort að breyta eigi opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III. Jafnframt þurfi að taka afstöðu til hvort fella eigu út eftirfarandi ákvæði í Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar: "Sveitarstjóri getur heimilað að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Hið sama gildir um einkasamkvæmi á umræddum stöðum."

Fram kemur að í mars 2020 var Lögreglusamþykktin tekin til endurskoðunar og lagðar til breytingar á opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III þannig að opnunartíminn verði lengdur til kl. 01:00 virka daga. Þetta var lagt til eftir ábendingar frá rekstraraðilum í sveitarfélaginu og einnig eftir samanburð við lögreglusamþykktir nágrannasveitarfélaganna. Málið var ekki klárað alla leið og því tók ofangreind breytingartillaga ekki gildi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar með ofangreindum breytingatillögum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:15. Þar sem varaformaður byggðaráðs vék af fundi vegna vanhæfis var kosið um fundarstjóra. Niðurstaða var að Felix Rafn Felixson tók við fundarstjórn undir þessum lið. Tekið fyrir minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. janúar 2023, kemur fram að taka þarf aðstöðu til þess hvort að breyta eigi opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III. Jafnframt þurfi að taka afstöðu til hvort fella eigi út eftirfarandi ákvæði í Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar: "Sveitarstjóri getur heimilað að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Hið sama gildir um einkasamkvæmi á umræddum stöðum." Fram kemur að í mars 2020 var Lögreglusamþykktin tekin til endurskoðunar og lagðar til breytingar á opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III þannig að opnunartíminn verði lengdur til kl. 01:00 virka daga. Þetta var lagt til eftir ábendingar frá rekstraraðilum í sveitarfélaginu og einnig eftir samanburð við lögreglusamþykktir nágrannasveitarfélaganna. Málið var ekki klárað alla leið og því tók ofangreind breytingartillaga ekki gildi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar með ofangreindum breytingatillögum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sinu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:23.
1. varaforseti Lilja Guðnadóttir tók við fundarstjórn.
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:23.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn; Freyr Antonsson og Helgi Einarsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 356. fundur - 21.02.2023

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var til fyrri umræðu tillaga að breytingum á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar er varðar opnunartíma áfengisveitingastða í flokki III. Jafnframt er lagt til að tekið sé út ákvæði um að sveitarstjóri geti heimilað að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn, Freyr Antonsson og Helgi Einarsson tóku ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur, dagsettur þann 17. febrúar 2023, þar sem fram kemur að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem lagðar eru til á Lögreglusamþykkt Davíkurbyggðar.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:27.
Lilja Guðnadóttir, 1. varaforseti tók við fundarstjórn.
Helgi Einarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:27.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi breytingatillögur á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar, Freyr Antonsson og Helgi Einarsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.