Hauganes-Nýjar lóðir

Málsnúmer 202301164

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 7. fundur - 08.02.2023

Sviðsstjóri kynnti stöðu mála við fyrirhugaðri hönnun á nýrri götu á Hauganesi.
Fyrir liggur tilboð í hönnun á nýrri götu, d götu á Hauganesi. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að setja af stað hugmyndaleit að nöfnum á nýjum götum á Hauganesi í samræmi við nýtt deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 356. fundur - 21.02.2023

Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri kynnti stöðu mála við fyrirhugaðri hönnun á nýrri götu á Hauganesi. Niðurstaða:Fyrir liggur tilboð í hönnun á nýrri götu, d götu á Hauganesi. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að setja af stað hugmyndaleit að nöfnum á nýjum götum á Hauganesi í samræmi við nýtt deiliskipulag. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók Freyr Antonsson sem upplýsti að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum þá leggur skipulagsráð til að samið sé við Eflu verkfræðistofu um gatna- og lagnahönnun vegna ofangreindrar d götu á Hauganesi.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu skipulagsráðs um að samið sé við Eflu verkfræðistofu um gatna- og lagnahönnun vegna d götu á Hauganesi.