Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun vegna barnaverndar. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202301128

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 til fyrri umræðu. Um er að ræða breytingu á 47. gr. vegna breytinga á þjónustu vegna barnaverndar. Í C-lið bætast við tveir töluliðir; Umdæmisráð barnaverndar og Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri breytingartillögu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 356. fundur - 21.02.2023

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 til fyrri umræðu. Um er að ræða breytingu á 47. gr. vegna breytinga á þjónustu vegna barnaverndar. Í C-lið bætast við tveir töluliðir; Umdæmisráð barnaverndar og Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri breytingartillögu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 samkvæmt ofangreindu. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti, Felix Rafn Felixson situr hjá.