Sveitarstjórn

351. fundur 01. nóvember 2022 kl. 16:15 - 17:14 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1042, frá 17.10.2022

Málsnúmer 2210007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1043, frá 19.10.2022

Málsnúmer 2210010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1044,frá 19.10.2022.

Málsnúmer 2210011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1045, frá 20.10.2022.

Málsnúmer 2210012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M201802073.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202210016.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202209104.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1046; frá 27.10.2022.

Málsnúmer 2210018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202210091.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M202210093.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202210074.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202210090.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202204134.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; M202201047.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; M202210088.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulagsráð - 3, frá 25.10.2022.

Málsnúmer 2210016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

7.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 30, frá 11.02.2022

Málsnúmer 2202003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 2, frá 14.10.2022.

Málsnúmer 2210006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202211041.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 3, frá 24.10.2022.

Málsnúmer 2210015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Ungmennaráð - 35, frá 14.10.2022

Málsnúmer 2210008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 118, frá 13.10.2022.

Málsnúmer 2210005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202206116.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 119, frá 24.10.2022.

Málsnúmer 2210014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202202116.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá 1046. fundi byggðaráðs þann 27.10.2022; Beiðni um viðauka vegna útsvars 2022

Málsnúmer 202210091Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl., þar sem lagt er til að áætlun útsvars 2022 verði hækkuð í samræmi við áætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna útsvars 2023 og uppfærða áætlun fyrir 2022. Um er að ræða breytingu vegna hækkunar á launavísitölu. Samkvæmt útreikningum í minnisblaðinu kemur einnig fram þróun á greiddum útsvari það sem af er árs.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2022, liður 00010-0021, þannig að áætluð staðgreiðsla hækki úr kr. -1.148.860.000 í kr. -1.200.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. -51.140.000 við deild 00010-0021 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

14.Frá 1046. fundi byggðaráðs þann 27.10.2022; Beiðni um viðauka vegna framlags Jöfnunarsjóðs 2022

Málsnúmer 202210093Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27 október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl. , þar sem lagt er til að áætlun framlaga úr Jöfnunarsjóði 2022 verði hækkuð í samræmi við nýjustu áætlanir um úthlutun framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Alls er um að ræða nettó hækkun um kr. -8.650.065.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 00100 hækki um kr. -8.650.065 og í samræmi við sundurliðun á einstaka lykla. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 00100 hækki um kr. -8.650.065 í samræmi við meðfylgjandi sundurliðun á einstaka lykla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

15.Frá 1046. fundi byggðaráðs þann 27.10.2022; Útsendingar af fundum sveitarstjórnar, beiðni um búnað og ræðupúlt

Málsnúmer 202210074Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. otkóber sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 13.10.2022, er varðar fyrirkomulag og kostnað vegna fyrirhugaðra útsendinga af fundum sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til þess að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir heimild til að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn.

16.Frá 1046. fundi byggðaráðs þann 27.10.2022; Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki III

Málsnúmer 202210090Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynnti tillögu að heildarviðauka III / útkomuspá 2022 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að taka inn alla samþykkta viðauka það sem af er árs sem og tillögur að viðaukum skv. liðum 1 og 2 hér að ofan. Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð kr. -17.445.000. Rekstrarniðurstaða A- hluta er neikvæð um kr. -13.612.000. Fjárfestingar og framkvæmdir A- og B- hluta kr. 232.415.000. Áætluð lántaka A- og B- hluta kr. 0. Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta kr. 255.297.000 og veltu fé kr. 272.630.000.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022/ útkomuspá og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022/ útkomuspá 2022 skv. ofangreindum niðurstöðum.

17.Frá 1044. fundi byggðaráðs þann 19.10.2022; Ákvörðun um álagningu útsvars árið 2023

Málsnúmer 202208118Vakta málsnúmer

Á 1044. fundi byggðaráðs þann 19. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt og verði árið 2023 14,52%."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og samþykkir að álagningarprósenta útsvars árið 2023 verði 14,52%.

18.Frá 1045. fundi byggðaráðs þann 20.10.2022; Erindi til sveitarstjórnar frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202210016Vakta málsnúmer

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands,dagsett þann 30. september sl., en barst í tölvupósti 5. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Dalvíkurbyggðar við Flugklasann Air66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa árin 2023-2025. Sem fylgigagn er einnig í viðhengi minnisblað um hvaða aðilar koma markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og þar með því verkefni að opna fleiri gáttir inn í landið. Fulltrúar Markaðsstofunnar eru tilbúnir að koma á fund sveitarstjórnar til að ræða starf Flugklasans og svara spurningum, sé þess óskað.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðningi við Flugklasann Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans, kr. 585.342 sem dekkar ofangreint framlag (kr. 573.000). Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og áframhaldandi stuðning við Flugklasann árin 2023-2025.

19.Frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. samþykkti byggðaráð að vísa tillögum og gögnum frá fagráðum og stjórnendum eftir yfirferð í byggðaráði til gerðar fjárhagsáætlunar í fjárhagsáætlunarlíkani. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 ásamt fylgigögnum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu forsendur og niðurstöður.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum að áætlun á tekjum vatnsveitu, fráveitu og vegna sorphirðu verði hækkaðar í samræmi við tillögu byggðaráðs."
Til máls tóku:


Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að síðari umræða fari fram á fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember nk. þannig að reglulegum fundi þann 15. nóvember verði frestað þangað til.

20.Frá 1045. fundi byggðarráðs þann 20.10.2022;Endurskoðun á Aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni

Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endurskoðun á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar. Megin breytingin felst í því að ef upp koma mál sem falla undir stefnu Dalvíkurbyggðar og viðbragðsáætlun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi þá sé leitað til ráðgjafafyrirtækis og málið sett þannig í ferli. Hlutverk Eineltisteymis Dalvikurbyggðar verði því fyrst og fremt í formi forvarna og fræðslu fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Attentus í ráðgjöf til Dalvíkurbyggðar vegna viðkvæmra mála sem upp geta komið, til dæmis vegna eineltis, áreitis eða ofbeldis.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært tilboð með breytingum á uppsagnarákvæði og endurskoðun samnings sem og breytingar á ákvæði um endurskoðun á fyrirkomulagi verks.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tilboð og samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tilboð og samningsdrög við Attentus.

21.Frá 1045. fundi byggðaráðs þann 20.10.2022; Haustfundur ALMEY, fundargerð, samstarfssamningur

Málsnúmer 202209104Vakta málsnúmer

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, rafpóstur dagsettur þann 23. september sl., þar sem meðfylgjandi er nýsamþykktur samstarfsssamningur ásamt rekstraráætlun fyrir árið 2023 sem samþykkt var á haustfundi ALMEY 21. september sl.Lagt fram til kynningar í byggðaráði og vísað áfram til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa samningsdrögunum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008.

22.Frá 1046. fundi byggðaráðs þann 27.10.2022; Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið sátu fundinn áfram Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdaviðs , og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað: Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afgreiðsla byggingafulltrúa á umsókn sviðsstjóra framkvæmdasviðs um leyfi til að rífa Böggvisstaðaskála og var það samþykkt á fundi þann 18. febrúar sl. Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl.14:14. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Framkvæmdasviði að fá fagaðila til kanna betur ástand og öryggi Böggvisstaðaskála. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að afturkalla heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið.

23.Frá 1046. fundi byggðaráðs þann 27.10.2022; Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202210088Vakta málsnúmer

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Frey Antonssyni, dagsettur þann 23. október sl, ásamt fylgigögnum, drög að stofnskjölum, um stofnun almannaheillafélagsins Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð hlutist til um koma þessu verkefni á laggirnar að haldinn verði stofnfundur."
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar samhliða því að fá umsögn frá bæjarlögmanni.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs til frekari skoðunar.

24.Frá 118. fundi veitu- og hafnaráðs þann 13.10.2022; Boðun hafnasambandsþings og gisting

Málsnúmer 202206116Vakta málsnúmer

Á 118. fundi veitu- og hafnaráðs þann 13. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 115. fundi Veitu- og hafnaráðs var samþykkt Samkvæmt 4. gr. laga hafnasambandsins að fulltrúar Hafnasjóðs verði Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Haukur Arnar Gunnarsson, formaður veitu- og hafnaráðs og varamennirnir Benedikt Snær Magnússon og Gunnlaugur Svansson. Nú komast hvorugur aðalmenn og taka þarf afstöðu til breytinga á aðalmönnum.Tillaga um að aðalmenn verði Eyrún Ingibjörg Hafnastjóri og Benedikt Snær varaformaður Veitu- og hafnaráðs. Til vara er Gunnlaugur Svansson. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og tillögu ráðsins um fulltrúa á Hafnasambandsþing.

25.Frá 2. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 14.10.2022; Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2022; tillaga um stýrihóp.

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Á 2. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá Framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun en hafnar þeirri tillögu að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur.

26.Frá 119. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.10.2022; Ósk um niðurfellingu tengigjalda fráveitu

Málsnúmer 202202116Vakta málsnúmer

Á 119. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Árna Hjartarssyni um að fráveitan frá frístundahúsinu Sörlaskjóli í Svarfaðardal var tengd rotþró sem fyrir var og telur Árni sig þar af leiðandi ekki þurfa að borga þessi tengigjöld. Tekið fyrir á 116 og 118 fundi Veitu- og hafnaráðs sem frestaði erindinu til næsta fundar. Veitu- og hafnaráð tekur undir sjónarmið Árna þar sem rotþróin er talin bera tvö hús. Samþykkt samhljóða að endurgreiða gjöldin með 4 atkvæðum."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um endurgreiðslu tengigjalda vegna rotþróar.

27.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð 15.09.2022.

Málsnúmer 202204102Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 15.09.2022.

28.Frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses; fundargerðir

Málsnúmer 202205203Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses nr. 62 og nr. 63.

Fundi slitið - kl. 17:14.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs