Erindi til sveitarstjórnar frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202210016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1045. fundur - 20.10.2022

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands,dagsett þann 30. september sl., en barst í tölvupósti 5. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Dalvíkurbyggðar við Flugklasann Air66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa árin 2023-2025. Sem fylgigagn er einnig í viðhengi minnisblað um hvaða aðilar koma markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og þar með því verkefni að opna fleiri gáttir inn í landið.
Fulltrúar Markaðsstofunnar eru tilbúnir að koma á fund sveitarstjórnar til að ræða starf Flugklasans og svara spurningum, sé þess óskað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðningi við Flugklasann
Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans, kr. 585.342 sem dekkar ofangreint framlag (kr. 573.000).
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands,dagsett þann 30. september sl., en barst í tölvupósti 5. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Dalvíkurbyggðar við Flugklasann Air66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa árin 2023-2025. Sem fylgigagn er einnig í viðhengi minnisblað um hvaða aðilar koma markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og þar með því verkefni að opna fleiri gáttir inn í landið. Fulltrúar Markaðsstofunnar eru tilbúnir að koma á fund sveitarstjórnar til að ræða starf Flugklasans og svara spurningum, sé þess óskað.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðningi við Flugklasann Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans, kr. 585.342 sem dekkar ofangreint framlag (kr. 573.000). Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og áframhaldandi stuðning við Flugklasann árin 2023-2025.