Ósk um niðurfellingu tengigjalda fráveitu

Málsnúmer 202202116

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 116. fundur - 26.08.2022

Fráveitan var tengd rotþró sem fyrir var og telur Árni sig þar af leiðandi ekki þurfa að borga þessi tengigjöld.
Veitu- og hafnaráð frestar erindinu til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 118. fundur - 13.10.2022

Monika Margrét Stefánsdóttir boðar forföll og kemur Valdimar Bragason í hennar stað.
Haukur Gunnarsson boðar forföll og kemur Jolanta Krystyna Brandt í hans stað.
Veitu- og hafnaráð hóf fundinn í áhaldahúsi að kynna sér aðstöðu Veitu Dalvíkurbyggðar.
Fráveitan var tengd rotþró sem fyrir var og telur Árni sig þar af leiðandi ekki þurfa að borga þessi tengigjöld.
Tekið fyrir á 116 fundi Veitu- og hafnaráðs sem frestaði erindinu til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 119. fundur - 24.10.2022

Haukur Gunnarsson boðar forföll og kemur Júlíus Magnússon í hans stað. Gunnlaugur Svansson mætti ekki og enginn kom í hans stað.
Tekið fyrir erindi frá Árna Hjartarssyni um að fráveitan frá frístundahúsinu Sörlaskjóli í Svarfaðardal var tengd rotþró sem fyrir var og telur Árni sig þar af leiðandi ekki þurfa að borga þessi tengigjöld.
Tekið fyrir á 116 og 118 fundi Veitu- og hafnaráðs sem frestaði erindinu til næsta fundar.
Veitu- og hafnaráð tekur undir sjónarmið Árna þar sem rotþróin er talin bera tvö hús.
Samþykkt samhljóða að endurgreiða gjöldin með 4 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 119. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Árna Hjartarssyni um að fráveitan frá frístundahúsinu Sörlaskjóli í Svarfaðardal var tengd rotþró sem fyrir var og telur Árni sig þar af leiðandi ekki þurfa að borga þessi tengigjöld. Tekið fyrir á 116 og 118 fundi Veitu- og hafnaráðs sem frestaði erindinu til næsta fundar. Veitu- og hafnaráð tekur undir sjónarmið Árna þar sem rotþróin er talin bera tvö hús. Samþykkt samhljóða að endurgreiða gjöldin með 4 atkvæðum."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um endurgreiðslu tengigjalda vegna rotþróar.