Tillaga að viðauka vegna útsvars 2022

Málsnúmer 202210091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl., þar sem lagt er til að áætlun útsvars 2022 verði hækkuð í samræmi við áætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna útsvars 2023 og uppfærða áætlun fyrir 2022. Um er að ræða breytingu vegna hækkunar á launavísitölu. Samkvæmt útreikningum í minnisblaðinu kemur einnig fram þróun á greiddum útsvari það sem af er árs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2022, liður 00010-0021, þannig að áætluð staðgreiðsla hækki úr kr. -1.148.860.000 í kr. -1.200.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl., þar sem lagt er til að áætlun útsvars 2022 verði hækkuð í samræmi við áætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna útsvars 2023 og uppfærða áætlun fyrir 2022. Um er að ræða breytingu vegna hækkunar á launavísitölu. Samkvæmt útreikningum í minnisblaðinu kemur einnig fram þróun á greiddum útsvari það sem af er árs.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2022, liður 00010-0021, þannig að áætluð staðgreiðsla hækki úr kr. -1.148.860.000 í kr. -1.200.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. -51.140.000 við deild 00010-0021 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.