Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Beiðni um viðauka vegna framlags Jöfnunarsjóðs 2022

Málsnúmer 202210093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl. , þar sem lagt er til að áætlun framlaga úr Jöfnunarsjóði 2022 verði hækkuð í samræmi við nýjustu áætlanir um úthlutn framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Alls er um að ræða nettó hækkun um kr. -8.650.065.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 00100 hækki um kr. -8.650.065 og í samræmi við sundurliðun á einstaka lykla. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbærðu fé. Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27 október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl. , þar sem lagt er til að áætlun framlaga úr Jöfnunarsjóði 2022 verði hækkuð í samræmi við nýjustu áætlanir um úthlutun framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Alls er um að ræða nettó hækkun um kr. -8.650.065.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 00100 hækki um kr. -8.650.065 og í samræmi við sundurliðun á einstaka lykla. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 00100 hækki um kr. -8.650.065 í samræmi við meðfylgjandi sundurliðun á einstaka lykla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.