Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979

Málsnúmer 2103011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Fundargerðin er í 27. liðum.
Til afgreiðslu: 15., 16, og 17. liður
Til afgreiðslu sem sér liðir á dagskrá: 1., 2., 5., 8., 12., 13. og 14. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 19. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn vegna rekstrarleyfis veitinga frá Samskip hf. vegna Sæfara.

  Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979 Byggðaráð gerir ekki athugaemdir við að ofangreint leyfi sé veitt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs JS. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og Eignasjóðs til umfjöllunar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Samtökum iðnaðarins, rafpóstur dagsettur þann 15. mars 2021, þar sem með meðfylgjandi bréfi er skorað á hvert og eitt sveitarfélag að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.