Frá Flokkun Eyjafjörður ehf., Samningur við Norðurá bs endurskoðun 2021

Málsnúmer 202103108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Tekið fyrir erindi frá Flokkun Eyjafjörður, rafpóstur dagsettur þann 16. mars 2021, þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á samningi Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs. Stjórn Flokkunar hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.

Eldri samningur rann út í lok árs 2020, en fyrirliggjandi samningur er nær samhljóða þeim eldri fyrir utan ákvæði í 7. gr. sem kveður á um möguleika á uppsögn samnings.
Byggðaráð samþykkir samninginn samhljóða með 3 atkvæðum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var tekið fyrir erindi frá Flokkun Eyjafjörður þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á samningi Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs. Stjórn Flokkunar hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.

Eldri samningur rann út í lok árs 2020, en fyrirliggjandi samningur er nær samhljóða þeim eldri fyrir utan ákvæði í 7. gr. sem kveður á um möguleika á uppsögn samnings.

Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð samþykkir samninginn samhljóða með 3 atkvæðum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar staðfestir fyrir sitt leyti samning Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs, samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.