Byggðaráð

980. fundur 29. mars 2021 kl. 15:00 - 19:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Bygging leiguíbúða og stofnframlag

Málsnúmer 202102112Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 15:10 vegna vanhæfis.

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23.02.2021 samþykkti sveitarstjórn með 6 atkvæðum tillögu byggðaráðs að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög, Jón Ingi Sveinsson greiddi ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Þann 11. mars var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins opið fyrir umsóknir og rann umsóknarfrestur út þann 26. mars sl.

Alls barst ein umsókn frá Bæjartúni leigufélagi hses. Með umsókninni fylgdu upplýsingar og gögn í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um vilyrði fyrir lóð fyrir stofnframlagaverkefni

Málsnúmer 202103175Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses dagsett 23. mars 2021. Þar óskar Bæjartún eftir að Dalvíkurbyggð veiti vilyrði fyrir lóð á Dalvík fyrir stofnframlagaverkefni.

Vilyrðið sé veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs með vísan í grein 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð vísar því til sveitarstjórnar að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á afgreiðslu umhverfisráðs vegna tímamarka.

Jón Ingi greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

3.Umsókn um stofnframlag vegna bygginga á 6 íbúðum

Málsnúmer 202103152Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag til Dalvíkurbyggðar. Sótt er um vegna byggingar á sex íbúðum á Dalvík, annars vegar fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum laganna og hins vegar fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar.

Alls er sótt um stofnframlag til Dalvíkurbyggðar fyrir 12% af áætluðu stofnvirði en Bæjartún hefur jafnframt sótt um stofnframlag til Ríkisins vegna sama verkefnis.

Með umsókninni fylgdu upplýsingar og gögn í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

Við afgreiðslu umsóknarinnar lagði byggðaráð mat á eftirfarandi atriði:
1. Hvort umsókn um stofnframlag samræmist ákvæðum laga og reglugerða um veitingu stofnframlaga.
2. Hvort verkefnið rúmist innan fjárheimilda skv. fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar og hvort áhrif veitingar stofnframlaga á rekstur, efnahag og sjóðstreymi Dalvíkurbyggðar sé í samræmi við forsendur áætlunar.
3. Hvort það húsnæði sem á að byggja eða kaupa teljist hagkvæmt og uppfylli þarfir íbúa þannig að ásættanlegt sé.
4. Hvort þörf er á leiguhúsnæði af þeirri stærð og gerð og í því hverfi sem húsnæðið er staðsett fyrir þann hóp sem húsnæðinu er ætlað að þjóna.
5. Hvort áætlað leiguverð sé í samræmi við greiðslugetu væntanlegs leigjendahóps.
6. Hvort fjármögnun útgjalda vegna verkefnisins, m.a. vegna framkvæmda, rekstrar, reglulegs viðhalds, endurbóta og endurgreiðslu lána og stofnframlaga, sé traust og hvort fjármögnun hafi verið tryggð með fullnægjandi hætti.
7. Hvort fyrirliggjandi gögn, s.s. áætlun um stofnvirði, viðskiptaáætlun og áætlað leiguverð, séu traust og raunhæf og hvort líklegt sé að þessar áætlanir gangi eftir þannig að verkefni nái tilgangi og markmiði laga og áætlunum sveitarfélagsins.
8. Hvort umsókn samræmist að öðru leyti tilgangi og markmiði laga og húsnæðisáætlunar Dalvíkurbyggðar.

Með upplýsingum til byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra með rökstuðningi um að ofangreind skilyrði séu uppfyllt.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses stofnframlag fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða á Dalvík. Forsenda fyrir veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar er að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag. Ákvörðun um veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar fellur niður án tilkynningar ef þetta skilyrði er ekki uppfyllt.

Byggðaráð leggur jafnframt til við sveitarstjórn að gerð verði krafa um endurgreiðslu stofnframlags sveitarfélagsins þannig að sveitarfélagið nýtir heimild sína til að binda veitingu stofnframlags skilyrði um að það verði endurgreitt þegar lán tekin til að standa undir fjármögnun þeirra íbúða sem veitt hefur verið stofnframlag til hafa verið greidd upp.

Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

4.Ósk um staðfestingu vegna umsóknar um stofnframlag

Málsnúmer 202103116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett 15. mars 2021. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar staðfesti hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélags.
Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.

Byggðaráð hefur lagt til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins með fyrirvara um að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.

Jón Ingi tók ekki þátt í afgreiðslu vegna vanhæfis.

5.Aðalfundur Tækifæris 2021

Málsnúmer 202103174Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 15:40.

Tekið fyrir fundarboð vegna aðalfundar Tækifæris hf. sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 9. apríl 2021 kl. 14:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra að fara með atkvæði Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum.


Kl. 15:50 var gert fundarhlé vegna ráðningarmála.

Kl. 18:45 hófst fundur aftur að loknu hléi.

6.Ráðning sviðsstjóra framkvæmdasviðs

Málsnúmer 202101110Vakta málsnúmer

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2020 samþykkti sveitarstjórn að auglýst yrði að nýju laus til umsóknar staða sviðsstjóra framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars, alls sóttu þrír um stöðuna.

Sveitarstjóri og byggðaráð vinna enn að úrvinnslu umsókna með aðstoð frá Mögnum.
Lagt fram til kynningar.

7.Ráðning byggingar- og skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer

Í lok febrúar sl. tilkynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að hann myndi ekki þiggja stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar. Því var staðan auglýst laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars sl. og barst ein umsókn frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa.

Sveitarstjóri og byggðaráð unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl en Mögnum veitti faglega aðstoð í ferlinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Helga Íris Ingólfsdóttir verði ráðin í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð.

Til að uppfylla kröfur laga um mannvirki þá er sveitarstjóra falið að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa.


Fundi slitið - kl. 19:15.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri