Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980

Málsnúmer 2103014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Fundargerðin er í 7 liðum.
Til afgreiðslu: 4. og 5. liður
Til afgreiðslu sem sér liðir á dagskrá: 2., 3. og 7. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett 15. mars 2021. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar staðfesti hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélags.
    Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980 Byggðaráð hefur lagt til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins með fyrirvara um að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag.

    Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.

    Jón Ingi tók ekki þátt í afgreiðslu vegna vanhæfis.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:24.
    Fleiri tóku ekki til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.

    Jón Ingi Sveinsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 16:25.
  • Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 15:40.

    Tekið fyrir fundarboð vegna aðalfundar Tækifæris hf. sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 9. apríl 2021 kl. 14:00.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980 Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra að fara með atkvæði Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum.


    Kl. 15:50 var gert fundarhlé vegna ráðningarmála.

    Kl. 18:45 hófst fundur aftur að loknu hléi.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.