Sandskeið - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámatjald

Málsnúmer 202509126

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 38. fundur - 29.09.2025

Erindi dagsett 22.september 2025 þar sem Vélvirki ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 220 m2 gámatjald í krikanum sunnan Sunnutúns og austan Martraðar.
Meðfylgjandi eru afstöðu- og útlitsmynd.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að ganga til viðræðna við umsækjanda um gjald fyrir afnot af landi Dalvíkurbyggðar fyrir umrætt gámatjald og leggja erindið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Skipulagsráð - 39. fundur - 15.10.2025

Erindi dagsett 22.september 2025 þar sem Vélvirki ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 220 m2 gámatjald í krikanum sunnan Sunnutúns og austan Martraðar.
Meðfylgjandi eru afstöðu- og útlitsmynd.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 29.september sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar ítarlegri gögn hafa borist.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandskeiði 1, 2 og 6, Hafnarbraut 16, 18, 19B, 21, 22, 25 og 26 auk Bjarkarbrautar 11 og 13.
Afla skal samþykkis hafnarstjóra fyrir áformunum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.