Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

Málsnúmer 202509124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 37. fundur - 03.10.2025

Fyrir fundinum lá bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsett 22. september, þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á ályktun frá nýafstöðnum aðalfundi félagsins sem jhaldinn var 29.-31 ágúst sl.
Í ályktuninni eru sveitarfélög landsins hvött til að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki. Jafnframt eru sveitarfélög hvött til að vera á varðbergi gagnvart rangfærslum í umsögnum um framkvæmdaleyfi til nýskógræktar.
Nú er vinna við nýtt Aðalskipulag á lokametrunum og verður samþykkt á fyrri hluta árs 2026 þar sem fjallað er um landnotkun og þar á meðal skógræktarsvæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 39. fundur - 15.10.2025

Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Íslands, dagsett 22.september 2025, þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar stunda megi landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki.
Lagt fram til kynningar.