Menningarráð

53. fundur 07. september 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2016

Málsnúmer 201505138Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður Bóka- og hérðasskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols fundinn. Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn í fjarfundi.Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma. Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til kr. 84.000 færslu á ramma vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla.

Ramminnn er eftirfarandi:Rammi (92079000-84600)
92.163.600Sameiginlegur kostnaður
3.000.000

Menningarráð
681.000

Bókasafn
26.500.000

Héraðsskjalasafn
9.194.000

Hvoll
10.675.000

Söfn utan Dalvíkurbyggðar
1.050.000

Húsafriðun og fornminjar
100.000

Kaup og viðhald listaverka
150.000

Menningarhús
22.483.000

Fiskidagurinn mikli
8.300.000

Hátíðarhöld
1.030.000

Framlög- og styrkir
9.000.000Samtals
92.163.000

Menningarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.Laufey Eiríksdóttir óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 5.000.000 kr. vegna Héraðsskjalasafns Svarfdæla til kaupa á skjalaskápi en slík kaup hafa verið á þriggja ára áætlun í nokkur ár.Menningarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun menningarmála vegna ársins 2016 eins og hún liggur fyrir.Einnig óskar það eftir aukafjárveitingu við byggðaráð í samræmi við ofangreindar beiðni allt að upphæð. 5.000.000 kr. Menningarráð óskar eftir að fá nýja og sundurliðaða kostnaðaráætlun frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar, þar sem núverandi kostnaðaráætlun er frá síðasta ári.

2.Listaverkasafn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201509030Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols fundinn. Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn í fjarfundi.

Ræddur var möguleikinn á að skrá Listaverkasafn Dalvíkurbyggðar inn í Sarp. Ef listaverkasafnið er skráð undir Byggðasafninu þarf ekki að greiða aukalega fyrir það að skrá það í Sarp. Það er hægt að fá aukaskráningu í Sarp en það myndi þá kosta aukalega.

3.Gjaldskrár 2015 - Fræðslu- og menningarsvið

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols fundinna) Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Byggðasafnsins Hvols.

Fullorðnir kr. 800 (var 700)

Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr.600 (var 500)

Frítt fyrir 18 ára og yngri (óbreytt)Menningarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá og tekur hún gildi frá 1. janúar 2016.

Fullorðnir kr. 800

Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr.500

Frítt fyrir 18 ára og yngrib) Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Er hún að mestu óbreytt.Gjaldskrá Bóka- og skjalasafns Dalvíkurbyggðar
2016
Árgjald til skipa og fyrirtækja
3000

Árgjald fyrir lánþega utan sveitarfélagsins
2000

Árgjald til íbúa sveitarfélagsins
0

Glatað kort/endurnýjað
1000 (nýtt)

Leiga á nýlegum mynddiskum
250

Aðgangur að Interneti pr. 30 mín (frítt fyrstu 30 mín)
200 (var 100)

Millisafnalán pr. eintak
500

Millisafnalán hámark
1500

Lán á lesbretti (lánstími 10 dagar)
250

Ljósrit/prentun pr.síða
50 (var 40)

Dagsektir fyrir bækur umfram 30 daga
40

Dagsektir fyrir mynddiska umfram 3 daga
150

Glatað eintak fullorðinsefni
2000

Glatað eintak barnaefni
1000

Glatað tímarit
500Söluvörur

Göngukort - Tröllaskagi
2000 (var 1900)

Gamlar bækur
100

Saga Dalvíkur 4 bindi
3500

Saga Dalvíkur - stök bindi
1500 (var 1000)

Skannaðar myndir
250Menningarráð samþykkir gjaldskrána og tekur hún gildi frá 1. janúar 2016.

4.Styrkbeiðni vegna jólaballs

Málsnúmer 201509029Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Lionsklúbbnum Sunnu þar sem óskað er styrks til að standa áfram fyrir jólatrésskemmtun á Dalvík.Menningarráð samþykkir að styrkja Sunnu um 75.000 kr. á ári 2016-2019. Jafnframt samþykkir Menningarráð að styrkja Kvenfélagið Hvöt og Kvenfélagið Tilraun um 40.000 kr. á ári 2016-2019 vegna jólatrésskemmtana enda sendi þau sveitarfélaginu reikning vegna þessa, strax að skemmtun lokinni.

5.Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Farið var yfir leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar, frá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.Lagt fram.

6.Tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum tímaramma vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016.

7.Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um framtíðarnýtingu Ungós hefur fundað í alls sex skipti. Hópurinn fór og skoðaði aðstæður í Ungó og Sigtúni, þar sem meðal annars var rætt við eigendur Kaffihúss Bakkabræðra. Einnig komu fulltrúar frá Leikfélagi Dalvíkur á fund hópsins í tvígang. Báðir þessir aðilar fengu tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum um núverandi stöðu mála í húsunum auk þess að leggja fram sínar hugmyndir um framtíðarnýtingu og plön. Vinnuhópurinn auglýsti eftir tillögum eða hugmyndum frá almenningi vegna framtíðarnýtingar Ungós en engar bárust.Tillaga vinnuhópsins er eftirfarandi út frá þremur liðum sem Menningarráð setti fram:1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðað verði möguleiki á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni.Nýtingin á húsinu er frá september, þegar skólinn setur upp sína nemendasýningu, og fram í apríl, en eftir áramótin nýtir leikfélagið húsnæðið fyrir sína leiksýningu. Út af standa fjórir mánuðir á ári, frá maí og fram í ágúst en samkvæmt samningi hefur Bakkabræðrasetrið afnot af sal Ungós á þessum tíma.

Á grundvelli þeirra samninga sem liggja fyrir við Bakkabræðrasetrið og Leikfélag Dalvíkur sér hópurinn ekki fyrir sér að svigrúm sé fyrir aukningu sértekna sveitarfélagsins nema að tilkomi leigutekjur vegna útleigu á sal Ungós.

Nefndin leggur því til að útbúin verði gjaldskrá fyrir útleigu á sal Ungós, umfram hefbundna starfsemi leikfélagsins og kveðið er á í samningum, og samningar endurskoðaðir með tilliti til þess.

Vinnuhópurinn leggur til að mynduð verði þriggja manna stjórn sem myndi hússtjórn yfir Ungó og Sigtúni. Í stjórninni sitji einn aðili frá Leikfélagið Dalvíkur, einn frá Bakkabræðrasetri og einn óháður aðili tilnefndur af menningarráði. Stjórnin þjóni hlutverki samráðsvettvangs fyrir starfsemi í húsinu. Hópurinn leggur jafnframt til að menningarráð setji stjórninni starfsreglur.2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið.Framkvæmdir til skamms tíma:

Mjög aðkallandi er að laga kjallarann í Ungó. Aðstaðan er orðin mjög léleg og úr sér gengin auk þess sem vatnstjón varð í kjallaranum haustið 2014. Meðfylgjandi er gróf kostnaðaráætlun hvað þennan lið varðar, með fyrirvara um ófyrirséðan kostnað vegna aldurs og ástands hússins. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur hafa boðist til að leggja til vinnuframlag eins og hægt er.

Gera aðgengi frá efri hæð Ungó yfir í herbergi leikfélagsins í Sigtúni og loka aðgengi inn í herbergið úr Sigtúni. Þar með þarf leikfélagið ekki lengur að nýta inngang í Sigtún að norðan og hægt að taka það ákvæði út úr samningum.

Á sama tíma hættir leikfélagið að nýta tvö minni herbergi í austurhluta hússins og getur Bakkabræðrasetrið fengið þau til afnota. Breyta þarf samningum í samræmi við þetta.Framkvæmdir til lengri tíma:

Nefndin leggur til að farið verið í hönnunarvinnu á húsinu inni ásamt viðbyggingu sem kæmi norðan við húsið og myndi leysa klósettmálin og mögulega aðstöðu fyrir búningageymslu leikfélagsins.

Opna gluggana innanfrá og setja hlera fyrir sem loka fyrir birtu inn í salinn.

Ljóst er að fyrir liggur viðhald á Sigtúni en lagfæra þarf ytra byrgði útveggja, þak, glugga og hurðir.

3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira sem upp kann að koma þessu tengt.Nefndin telur að varðveita eigi sérstöðu hússins og halda áfram að hafa gólf í salnum hallandi. Salurinn nýtist samt sem áður vel til tónleikahalds, bíósýninga, funda og ráðstefnuhalds.

Nefndin leggur til að skúrinn á baklóðinni verður seldur en leikfélagið hefur fest kaupa á öðru betra húsnæði fyrir smíði og geymslu leikmuna.

Nefndin er sammála um að mikilvægt sé að varðveita sýningarvélarnar ásamt öðrum innanstokksmunum sem tilheyra kvikmyndasýningunum og leggur til að leitað verði álits safnstjóra Byggasafnsins Hvols um frekari varðveislu. Varðandi núverandi rými sýningarvéla er það herbergi það sem rætt hefur verið um sem aðstöðu fyrir loftræstibúnað. Sú staðsetning er talin afar hentug og jafnvel sú eina sem kemur til greina fyrir loftræstibúnaðinn.Menningarráð þakkar vinnuhópnum fyrir og samþykkir að senda skýrsluna til kynningar hjá Byggðaráði. Menningarráð mun taka skýrsluna til frekari umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

8.Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2016

Málsnúmer 201507046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur vegna viðhalds á kjallara ungó. Leikfélagið hefur boðist til að leggja fram vinnu við endurbæturnar og lýsir menningarráð ánægju sinni yfir því. Eins og fram kom í skýrslu og tillögum vinnuhóps um Ungó þá er mjög aðkallandi að laga kjallarann.

Menningarráð telur mikilvægt að farið verði í að koma kjallara Ungó í ásættanlegt horf og óskar eftir að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlunargerð eignasjóðs 2016.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi