Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 34. fundur - 09.01.2013

Undir þessum lið komu Kristján Guðmundsson formaður Leikfélags Dalvíkur og Jenný Heiðarsdóttir.Rætt var um hvaða starfssemi færi vel með starfsemi Leikfélagsins í Ungó. Nú er á fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun að gera húsnæðið upp að utan og eru aðilar sammála um mikla möguleika Ungó og Sigtúns og að mikilvægt sé að nýta húsnæðið allan ársins hring.Klukkan 08:40 kom Kristín Aðalheiður Símonardóttir og sat fundinn undir þessum lið.Rætt var um möguleika þess að Sögusetur Bakkabræðra yrði í Ungó sem og upplýsingamiðstöð og jafnframt yrði andyri leikhússins stækkað eins og stefnt hefur verið að frá kaupum á Sigtúni. Bæði leikfélagið og Kristín Aðalheiður f.h. Sögusetursins finnst samvinnan afar spennandi og sjá hana ganga upp. Menningarráð óskar eftir því við stjórn Leikfélagsins að það kynni hugmyndir fyrir stjórn og leiti frekari hugmynda. Jafnframt leggur Menningarráð til við bæjarstjórn að leigendum í Sigtúni verði sagt upp leigu á húsnæðinu en þegar hefur leikfélagið hluta hússins í notkun. Frekari umræða um framtíðarnýtingu Ungó/Sigtúns verður haldið áfram á málþingi Menningarráðs um menningarstefnu Dalvíkurbyggðar sem áætlað er að halda í febrúar og ákvörðun um framtíðarnýtingu hússins liggi fyrir í vor.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 653. fundur - 24.01.2013

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Á 34. fundi menningarráðs þann 9. janúar 2013 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu Kristján Guðmundsson formaður Leikfélags Dalvíkur og Jenný Heiðarsdóttir.
Rætt var um hvaða starfssemi færi vel með starfsemi Leikfélagsins í Ungó. Nú er á fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun að gera húsnæðið upp að utan og eru aðilar sammála um mikla möguleika Ungó og Sigtúns og að mikilvægt sé að nýta húsnæðið allan ársins hring.
Klukkan 08:40 kom Kristín Aðalheiður Símonardóttir og sat fundinn undir þessum lið.
Rætt var um möguleika þess að Sögusetur Bakkabræðra yrði í Ungó sem og upplýsingamiðstöð og jafnframt yrði andyri leikhússins stækkað eins og stefnt hefur verið að frá kaupum á Sigtúni. Bæði leikfélagið og Kristín Aðalheiður f.h. Sögusetursins finnst samvinnan afar spennandi og sjá hana ganga upp.

Menningarráð óskar eftir því við stjórn Leikfélagsins að það kynni hugmyndir fyrir stjórn og leiti frekari hugmynda.

Jafnframt leggur Menningarráð til við bæjarstjórn að leigendum í Sigtúni verði sagt upp leigu á húsnæðinu en þegar hefur leikfélagið hluta hússins í notkun.

Frekari umræða um framtíðarnýtingu Ungó/Sigtúns verður haldið áfram á málþingi Menningarráðs um menningarstefnu Dalvíkurbyggðar sem áætlað er að halda í febrúar og ákvörðun um framtíðarnýtingu hússins liggi fyrir í vor.

Á 243. fundi bæjarstjórnar þann 15. janúar 2013 samþykkti bæjarstjórn að vísa þessum lið til umfjöllunar í bæjarráði.

Á fundinum var gert grein fyrir vinnufundi starfsmanna Dalvíkurbyggðar þann 22. janúar s.l. um upplýsingamiðstöð/var á vegum sveitarfélagsins.

Til umræðu ofangreint.

Hildur Ösp og Margrét viku af fundi.

Menningarráð - 36. fundur - 27.03.2013

Á 34. fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu Kristján Guðmundsson formaður Leikfélags Dalvíkur og Jenný Heiðarsdóttir.
Rætt var um hvaða starfssemi færi vel með starfsemi Leikfélagsins í Ungó. Nú er á fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun að gera húsnæðið upp að utan og eru aðilar sammála um mikla möguleika Ungó og Sigtúns og að mikilvægt sé að nýta húsnæðið allan ársins hring.

Klukkan 08:40 kom Kristín Aðalheiður Símonardóttir og sat fundinn undir þessum lið. Rætt var um möguleika þess að Sögusetur Bakkabræðra yrði í Ungó sem og upplýsingamiðstöð og jafnframt yrði anddyri leikhússins stækkað eins og stefnt hefur verið að frá kaupum á Sigtúni. Bæði forsvarsmönnum leikfélagsins og Kristínu Aðalheiði f.h. Sögusetursins finnst samvinnan afar spennandi og sjá hana ganga upp.

Menningarráð óskar eftir því við stjórn Leikfélagsins að það kynni hugmyndir fyrir stjórn og leiti frekari hugmynda.
Jafnframt leggur Menningarráð til við bæjarstjórn að leigendum í Sigtúni verði sagt upp leigu á húsnæðinu en þegar hefur leikfélagið hluta hússins í notkun.
Frekari umræðu um framtíðarnýtingu Ungó/Sigtúns verður haldið áfram á málþingi Menningarráðs um menningarstefnu Dalvíkurbyggðar sem áætlað er að halda í febrúar og ákvörðun um framtíðarnýtingu hússins liggi fyrir í vor."

 

Á málþingi um menningarmál voru málefni Ungó og Sigtúns til umræðu en í auglýsingu um málþingið var jafnframt auglýst eftir aðilum sem kynnu að hafa áhuga á að koma að rekstri eða starfsemi í húsinu. Enginn lýsti formlegum áhuga á því, annar en Sögusetur Bakkabræðra, en margar góðar hugmyndir komu fram að frekari nýtingu s.s. með bíósal, kaffihúsi o.fl.

Menningarráð felur formanni ráðsins, sviðsstjóra og sveitarstjóra að kalla forsvarsmenn Söguseturs Bakkabræðra á fund til að skoða hvort markmið allra aðila séu sameiginleg og hefja vinnu við gerð samnings ef svo er.

Menningarráð - 37. fundur - 02.05.2013

Fundurinn hófst á skoðun á húsakynnum í Sigtúni og Ungó. Með í þeirri ferð voru jafnframt Ingvar Kristinsson umsjónarmaður fasteigna Dalvíkurbyggðar og Kristján Guðmundsson formaður Leikfélags Dalvíkur.

Menningarráð - 38. fundur - 30.05.2013

Teknar voru til umræðu kvikmyndavélar sem eru á 2. hæð í Ungó. Eina leiðin til að ná þeim heilum út úr húsinu er að taka þær upp í gegnum þakið en viðgerð á þakinu er í bígerð.Hins vegar liggur ekki fyrir endanleg greining hvort mögulegt sé en að nýta þær. Menningarráð óskar eftir að við endurbætur sem nú standa fyrir dyrum verði gert ráð fyrir almennum kvikmyndasýningum, þ.e. sýningartjaldi og rafmagni fyrir sýningarvél.Menningarráð frestar því að taka ákvörðun um mögulega breytingu á staðsetningu vélanna.

Menningarráð - 48. fundur - 05.03.2015

Með fundarboði fylgdi fyrirspurn sem barst frá DB blaðinu um hver framtíðarsýn sveitarfélagsins er um starfsemi í Ungó.

Menningarráð vann að svari við fyrirspurninni á fundinum.

Menningarráð - 50. fundur - 19.03.2015

Fundarmenn hófu fundinn á heimsókn í Ungó og Sigtún þar sem forsvarsmenn Leikfélags Dalvíkur og Bakkabræðraseturs tóku á móti ráðinu.



Í framhaldinu var haldið í Ráðhús Dalvíkur og rætt um heimsóknina og framtíðarnýtingu á húsnæðinu.



Menningarráð þakkar kærlega fyrir móttökurnar.

Menningarráð - 51. fundur - 22.04.2015

Á síðasta fundi ráðsins fór menningarráð og skoðaði húsakynni í Ungó og Sigtúni.



Með fundaboði fylgdi bréf frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, forsvarsmanni Bakkabræðrasetursins, þar sem hún óskar eftir heimild til framkvæmda m.a. til að auðvelda aðgengi að fyrirhugaðri sýningu um Bakkabræður.



Menningarráð leggur til að settur verði á stofn vinnuhópur með eftirfarandi verkefni:



1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðað verði möguleiki á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni.



2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið.



3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira því upp kann að koma þessu tengt.



4. Óskað verði eftir frekari hugmyndum frá almenningi og haft verði samráð við helstu hagsmunaðila.



Menningarráð óskar eftir að vinnuhópurinn skili skýrslu til sín eigi síðar en 1. september 2015 og hefji störf hið fyrsta.



Menningarráð leggur til að vinnuhópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum:



Fulltrúa úr menningarráði

Fulltrúa skipaðan af byggðaráði

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs

Atvinnu- og kynningarmálafulltrúa

Fulltrúa völdum af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.



Menningarráð samþykkir að Valdemar Viðarsson, verði fulltrúi menningarráðs í hópnum og boði hann til fyrsta fundar vinnuhópsins og í framhaldinu skipti hópurinn með sér verkum. Menningarráð gerir ráð fyrir að 4-6 fundi þurfi til verkefsins en ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna hópinn við fjárhagsáætlanagerð. Reynt verður að láta kostnað vegna hans rúmast innan ramma sviðsins.



Menningarráð vísar erindi Kristínar til vinnuhópsins og mun menningarráð taka afstöðu til þess er niðurstaðan liggur fyrir.

Byggðaráð - 733. fundur - 30.04.2015

Á 51. fundi menningarráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"3. 201212038 - Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Á síðasta fundi ráðsins fór menningarráð og skoðaði húsakynni í Ungó og Sigtúni.



Með fundaboði fylgdi bréf frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, forsvarsmanni Bakkabræðrasetursins, þar sem hún óskar eftir heimild til framkvæmda m.a. til að auðvelda aðgengi að fyrirhugaðri sýningu um Bakkabræður.



Menningarráð leggur til að settur verði á stofn vinnuhópur með eftirfarandi verkefni:



1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðaður verði möguleikinn á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni.



2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið.



3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira því sem upp kann að koma þessu tengt.



4. Óskað verði eftir frekari hugmyndum frá almenningi og haft verði samráð við helstu hagsmunaðila.



Menningarráð óskar eftir að vinnuhópurinn skili skýrslu til sín eigi síðar en 1. september 2015 og hefji störf hið fyrsta.



Menningarráð leggur til að vinnuhópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum:



Fulltrúa úr menningarráði

Fulltrúa skipaðan af byggðaráði

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs

Atvinnu- og kynningarmálafulltrúa

Fulltrúa völdum af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.



Menningarráð samþykkir að Valdemar Viðarsson, verði fulltrúi menningarráðs í hópnum og boði hann til fyrsta fundar vinnuhópsins og í framhaldinu skipti hópurinn með sér verkum. Menningarráð gerir ráð fyrir að 4-6 fundi þurfi til verkefsins en ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna hópinn við fjárhagsáætlanagerð. Reynt verður að láta kostnað vegna hans rúmast innan ramma sviðsins.



Menningarráð vísar erindi Kristínar til vinnuhópsins og mun menningarráð taka afstöðu til þess er niðurstaðan liggur fyrir. "



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúi byggðaráðs í hópnum verði Kristján E. Hjartarson.

Menningarráð - 53. fundur - 07.09.2015

Vinnuhópur um framtíðarnýtingu Ungós hefur fundað í alls sex skipti. Hópurinn fór og skoðaði aðstæður í Ungó og Sigtúni, þar sem meðal annars var rætt við eigendur Kaffihúss Bakkabræðra. Einnig komu fulltrúar frá Leikfélagi Dalvíkur á fund hópsins í tvígang. Báðir þessir aðilar fengu tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum um núverandi stöðu mála í húsunum auk þess að leggja fram sínar hugmyndir um framtíðarnýtingu og plön. Vinnuhópurinn auglýsti eftir tillögum eða hugmyndum frá almenningi vegna framtíðarnýtingar Ungós en engar bárust.



Tillaga vinnuhópsins er eftirfarandi út frá þremur liðum sem Menningarráð setti fram:



1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðað verði möguleiki á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni.



Nýtingin á húsinu er frá september, þegar skólinn setur upp sína nemendasýningu, og fram í apríl, en eftir áramótin nýtir leikfélagið húsnæðið fyrir sína leiksýningu. Út af standa fjórir mánuðir á ári, frá maí og fram í ágúst en samkvæmt samningi hefur Bakkabræðrasetrið afnot af sal Ungós á þessum tíma.

Á grundvelli þeirra samninga sem liggja fyrir við Bakkabræðrasetrið og Leikfélag Dalvíkur sér hópurinn ekki fyrir sér að svigrúm sé fyrir aukningu sértekna sveitarfélagsins nema að tilkomi leigutekjur vegna útleigu á sal Ungós.

Nefndin leggur því til að útbúin verði gjaldskrá fyrir útleigu á sal Ungós, umfram hefbundna starfsemi leikfélagsins og kveðið er á í samningum, og samningar endurskoðaðir með tilliti til þess.

Vinnuhópurinn leggur til að mynduð verði þriggja manna stjórn sem myndi hússtjórn yfir Ungó og Sigtúni. Í stjórninni sitji einn aðili frá Leikfélagið Dalvíkur, einn frá Bakkabræðrasetri og einn óháður aðili tilnefndur af menningarráði. Stjórnin þjóni hlutverki samráðsvettvangs fyrir starfsemi í húsinu. Hópurinn leggur jafnframt til að menningarráð setji stjórninni starfsreglur.



2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið.



Framkvæmdir til skamms tíma:

Mjög aðkallandi er að laga kjallarann í Ungó. Aðstaðan er orðin mjög léleg og úr sér gengin auk þess sem vatnstjón varð í kjallaranum haustið 2014. Meðfylgjandi er gróf kostnaðaráætlun hvað þennan lið varðar, með fyrirvara um ófyrirséðan kostnað vegna aldurs og ástands hússins. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur hafa boðist til að leggja til vinnuframlag eins og hægt er.

Gera aðgengi frá efri hæð Ungó yfir í herbergi leikfélagsins í Sigtúni og loka aðgengi inn í herbergið úr Sigtúni. Þar með þarf leikfélagið ekki lengur að nýta inngang í Sigtún að norðan og hægt að taka það ákvæði út úr samningum.

Á sama tíma hættir leikfélagið að nýta tvö minni herbergi í austurhluta hússins og getur Bakkabræðrasetrið fengið þau til afnota. Breyta þarf samningum í samræmi við þetta.



Framkvæmdir til lengri tíma:

Nefndin leggur til að farið verið í hönnunarvinnu á húsinu inni ásamt viðbyggingu sem kæmi norðan við húsið og myndi leysa klósettmálin og mögulega aðstöðu fyrir búningageymslu leikfélagsins.

Opna gluggana innanfrá og setja hlera fyrir sem loka fyrir birtu inn í salinn.

Ljóst er að fyrir liggur viðhald á Sigtúni en lagfæra þarf ytra byrgði útveggja, þak, glugga og hurðir.





3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira sem upp kann að koma þessu tengt.



Nefndin telur að varðveita eigi sérstöðu hússins og halda áfram að hafa gólf í salnum hallandi. Salurinn nýtist samt sem áður vel til tónleikahalds, bíósýninga, funda og ráðstefnuhalds.

Nefndin leggur til að skúrinn á baklóðinni verður seldur en leikfélagið hefur fest kaupa á öðru betra húsnæði fyrir smíði og geymslu leikmuna.

Nefndin er sammála um að mikilvægt sé að varðveita sýningarvélarnar ásamt öðrum innanstokksmunum sem tilheyra kvikmyndasýningunum og leggur til að leitað verði álits safnstjóra Byggasafnsins Hvols um frekari varðveislu. Varðandi núverandi rými sýningarvéla er það herbergi það sem rætt hefur verið um sem aðstöðu fyrir loftræstibúnað. Sú staðsetning er talin afar hentug og jafnvel sú eina sem kemur til greina fyrir loftræstibúnaðinn.



Menningarráð þakkar vinnuhópnum fyrir og samþykkir að senda skýrsluna til kynningar hjá Byggðaráði. Menningarráð mun taka skýrsluna til frekari umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Á 53. fundi menningaráðs þann 7. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Vinnuhópur um framtíðarnýtingu Ungós hefur fundað í alls sex skipti. Hópurinn fór og skoðaði aðstæður í Ungó og Sigtúni, þar sem meðal annars var rætt við eigendur Kaffihúss Bakkabræðra. Einnig komu fulltrúar frá Leikfélagi Dalvíkur á fund hópsins í tvígang. Báðir þessir aðilar fengu tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum um núverandi stöðu mála í húsunum auk þess að leggja fram sínar hugmyndir um framtíðarnýtingu og plön. Vinnuhópurinn auglýsti eftir tillögum eða hugmyndum frá almenningi vegna framtíðarnýtingar Ungós en engar bárust. Tillaga vinnuhópsins er eftirfarandi út frá þremur liðum sem Menningarráð setti fram: 1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðað verði möguleiki á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni. Nýtingin á húsinu er frá september, þegar skólinn setur upp sína nemendasýningu, og fram í apríl, en eftir áramótin nýtir leikfélagið húsnæðið fyrir sína leiksýningu. Út af standa fjórir mánuðir á ári, frá maí og fram í ágúst en samkvæmt samningi hefur Bakkabræðrasetrið afnot af sal Ungós á þessum tíma. Á grundvelli þeirra samninga sem liggja fyrir við Bakkabræðrasetrið og Leikfélag Dalvíkur sér hópurinn ekki fyrir sér að svigrúm sé fyrir aukningu sértekna sveitarfélagsins nema að tilkomi leigutekjur vegna útleigu á sal Ungós. Nefndin leggur því til að útbúin verði gjaldskrá fyrir útleigu á sal Ungós, umfram hefbundna starfsemi leikfélagsins og kveðið er á í samningum, og samningar endurskoðaðir með tilliti til þess. Vinnuhópurinn leggur til að mynduð verði þriggja manna stjórn sem myndi hússtjórn yfir Ungó og Sigtúni. Í stjórninni sitji einn aðili frá Leikfélagið Dalvíkur, einn frá Bakkabræðrasetri og einn óháður aðili tilnefndur af menningarráði. Stjórnin þjóni hlutverki samráðsvettvangs fyrir starfsemi í húsinu. Hópurinn leggur jafnframt til að menningarráð setji stjórninni starfsreglur. 2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið. Framkvæmdir til skamms tíma: Mjög aðkallandi er að laga kjallarann í Ungó. Aðstaðan er orðin mjög léleg og úr sér gengin auk þess sem vatnstjón varð í kjallaranum haustið 2014. Meðfylgjandi er gróf kostnaðaráætlun hvað þennan lið varðar, með fyrirvara um ófyrirséðan kostnað vegna aldurs og ástands hússins. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur hafa boðist til að leggja til vinnuframlag eins og hægt er. Gera aðgengi frá efri hæð Ungó yfir í herbergi leikfélagsins í Sigtúni og loka aðgengi inn í herbergið úr Sigtúni. Þar með þarf leikfélagið ekki lengur að nýta inngang í Sigtún að norðan og hægt að taka það ákvæði út úr samningum. Á sama tíma hættir leikfélagið að nýta tvö minni herbergi í austurhluta hússins og getur Bakkabræðrasetrið fengið þau til afnota. Breyta þarf samningum í samræmi við þetta. Framkvæmdir til lengri tíma: Nefndin leggur til að farið verið í hönnunarvinnu á húsinu inni ásamt viðbyggingu sem kæmi norðan við húsið og myndi leysa klósettmálin og mögulega aðstöðu fyrir búningageymslu leikfélagsins. Opna gluggana innanfrá og setja hlera fyrir sem loka fyrir birtu inn í salinn. Ljóst er að fyrir liggur viðhald á Sigtúni en lagfæra þarf ytra byrgði útveggja, þak, glugga og hurðir. 3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira sem upp kann að koma þessu tengt. Nefndin telur að varðveita eigi sérstöðu hússins og halda áfram að hafa gólf í salnum hallandi. Salurinn nýtist samt sem áður vel til tónleikahalds, bíósýninga, funda og ráðstefnuhalds. Nefndin leggur til að skúrinn á baklóðinni verður seldur en leikfélagið hefur fest kaupa á öðru betra húsnæði fyrir smíði og geymslu leikmuna. Nefndin er sammála um að mikilvægt sé að varðveita sýningarvélarnar ásamt öðrum innanstokksmunum sem tilheyra kvikmyndasýningunum og leggur til að leitað verði álits safnstjóra Byggasafnsins Hvols um frekari varðveislu. Varðandi núverandi rými sýningarvéla er það herbergi það sem rætt hefur verið um sem aðstöðu fyrir loftræstibúnað. Sú staðsetning er talin afar hentug og jafnvel sú eina sem kemur til greina fyrir loftræstibúnaðinn. Menningarráð þakkar vinnuhópnum fyrir og samþykkir að senda skýrsluna til kynningar hjá Byggðaráði. Menningarráð mun taka skýrsluna til frekari umfjöllunar á næsta fundi ráðsins."

Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 54. fundur - 28.10.2015

Rædd skýrsla vinnuhóps um framtíðarnýtingu á Ungó og Sigtúni.
Menningarráð frestar frekari ákvörðurnartöku þar til skýrsla um úttekt á eignum Dalvíkurbyggðar verður tilbúin.

Menningarráð óskar eftir því við forstöðumann Byggðasafnsins að skoða með hvaða hætti væri best að varðveita sýningarvélar sem staðsettar eru í Ungó.

Menningarráð - 55. fundur - 17.12.2015

Á síðasta fundi óskaði Menningarráð eftir því við forstöðumann Byggðasafnsins að skoða með hvaða hætti væri best að varðveita sýningarvélar sem staðsettar eru í Ungó.

Forstöðumaður skoðaði aðstöðu og telur að um mikil menningarverðmæti sé að ræða. Leitaði hún eftir áliti frá Kvikmyndasafni Íslands. Þar kemur fram að í sögulegu tilliti sé best að hafa vélarnar á sínum upprunalega stað. Sýningarklefinn á Dalvík er sennilega einn elsti óbreytti sýningarklefi landsins.



Ljósmynda þyrfti klefann betur til að varðveita heimildir um hann ef svo færi að hann yrði tekinn niður. Kvikmyndasafn Íslands hefur mikinn áhuga á að fá að fylgjast með framvindu þessa merkilega menningarmálefnis á Dalvík.

Menningarráð tekur undir með því sem fram kemur í bréfi frá Kvikmyndasfni Íslands og vill skoða leiðir til að sýningarvélarnar getir verið áfram á upprunalegum stað.