Starfs- og fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505138

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 52. fundur - 28.05.2015

Undirbúningur við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er hafinn.



Rætt var um verkefni og áhersluþætti við starfs- og fjárhagsáætlanagerð næsta árs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 69. fundur - 02.06.2015

Undirbúningur við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er hafinn.



Rætt var um verkefni og áhersluþætti við starfs- og fjárhagsáætlanagerð næsta árs.

Fræðsluráð - 193. fundur - 03.06.2015

Rætt var um starfs- og fjárhagsáætlun 2016 sem og þriggja ára áætlun og hvaða sérstöku verkefni til stendur að fara í á næsta ári.



Drífa Þórarinsdóttir, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Magnús G. Ólafsson véku af fundi.

Menningarráð - 53. fundur - 07.09.2015

Undir þessum lið sátu Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður Bóka- og hérðasskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols fundinn. Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn í fjarfundi.



Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma. Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til kr. 84.000 færslu á ramma vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla.

Ramminnn er eftirfarandi:



Rammi (92079000-84600)
92.163.600



Sameiginlegur kostnaður
3.000.000

Menningarráð
681.000

Bókasafn
26.500.000

Héraðsskjalasafn
9.194.000

Hvoll
10.675.000

Söfn utan Dalvíkurbyggðar
1.050.000

Húsafriðun og fornminjar
100.000

Kaup og viðhald listaverka
150.000

Menningarhús
22.483.000

Fiskidagurinn mikli
8.300.000

Hátíðarhöld
1.030.000

Framlög- og styrkir
9.000.000



Samtals
92.163.000





Menningarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.



Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.



Laufey Eiríksdóttir óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 5.000.000 kr. vegna Héraðsskjalasafns Svarfdæla til kaupa á skjalaskápi en slík kaup hafa verið á þriggja ára áætlun í nokkur ár.



Menningarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun menningarmála vegna ársins 2016 eins og hún liggur fyrir.



Einnig óskar það eftir aukafjárveitingu við byggðaráð í samræmi við ofangreindar beiðni allt að upphæð. 5.000.000 kr. Menningarráð óskar eftir að fá nýja og sundurliðaða kostnaðaráætlun frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar, þar sem núverandi kostnaðaráætlun er frá síðasta ári.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 70. fundur - 08.09.2015

Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.

Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.



Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma. Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til kr. 8.629.000 færslu á ramma vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla.

Ramminnn er eftirfarandi:



Rammi (290269-8460 169)
281.969.200



Íþrótta- og æskulýðsráð
5.067.000

Æskulýðsfulltrúi
12.197.000

Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
1.500.000

Leikvellir
-

Sumarnámskeið
150.000

Vinnuskóli
10.800.000

Víkurröst félagsmiðstöð
18.900.000

Íþróttamiðstöð
138.073.000

Ungmennaráð
485.000

Rimar
8.419.000

Árskógur
12.500.000

Sundskáli Svardæla
4.000.000

Styrkir v/ æskulýðsmála
68.825.000

Sparkvöllur
1.053.000



Samtals
281.969.000



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.



Fræðsluráð - 196. fundur - 09.09.2015

Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.



Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma fræðslumála (04). Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til tilfærslu á ramma vegna verkefna vinnuskóla.



Ramminn er eftirfarandi:



Fræðsluskrifstofa 27.381.000

Fræðsluráð 1.739.000

Stuðningur 8.400.000

Leikskólar á Dalvík 147.864.000

Dagvistun 300.000

Sameiginlegir liðir 200.000

Dalvíkurskóli 356.700.000

Árskógur 84.419.000

Tónlistarskólinn 40.000.000

Frístund 7.648.000

Ferðastyrkur v náms 1.700.000

Umferðarskólinn 90.000

Framhaldsskólar Eyjafjarðar 3.548.000

Námsver 1.280.000

Samtals 681.269.000



Fræðsluráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.



Stjórnendur kynntu starfs- og fjárhagsáætlun sinnar stofnunar.



Á fundinum lagði Drífa Þórarinsdóttir fram ósk um viðbótarfjárveitingu að upphæð 3.500.000 kr. vegna Krílakots og Kátakots. Ekki reyndist unnt að koma kostnaði vegna launaskriðs og hækkunar á innri leigu innan ramma þrátt fyrir að hagrætt hafi verið eftir mætti.



Drífa Þórarinsdóttir greindi frá því að hún hefði óskað eftir fjárveitingu úr eignarsjóði til búnaðarkaupa vegna nýbyggingar við Krílakot.



Gísli Bjarnason óskar eftir viðbótarfjárveitingu vegna launaþróunar að upphæð 9.000.000 kr. vegna Dalvíkurskóla.

Jafnframt greindi Gísli frá því að hann hefði sent bréf til Eignasjóðs þar sem hann ítrekar beiðni sína að sett verði upp nýtt leiktæki á lóð Dalvíkurskóla og verði heilsuefling höfð að leiðarljósi við val á tækinu.



Magnús Guðmundur Ólafsson óskar eftir fjárveitingu vegna launaþróunar í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar að upphæð 2.500.000 kr. en þrátt fyrir mikla hagræðingu náðist ekki að koma rekstri skólans innan ramma.
Fræðsluráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlanir fræðslumála vegna ársins 2016 sem og 4ra ára áætlanir eins og þær liggja fyrir með fyrirvara um viðbótarfjárveitingar vegna launaskriðs og fleira sem fram kemur í þessum lið.



Fræðsluráð óskar jafnframt eftir því að Eignasjóður taki vel í beiðnir um kaup á nýjum búnaði í Krílakoti og á nýju leiktæki í Dalvíkurskóla.