Gjaldskrár 2015 - Fræðslu- og menningarsvið

Málsnúmer 201508056

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 53. fundur - 07.09.2015

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols fundinn



a) Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Byggðasafnsins Hvols.

Fullorðnir kr. 800 (var 700)

Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr.600 (var 500)

Frítt fyrir 18 ára og yngri (óbreytt)



Menningarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá og tekur hún gildi frá 1. janúar 2016.

Fullorðnir kr. 800

Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr.500

Frítt fyrir 18 ára og yngri



b) Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Er hún að mestu óbreytt.



Gjaldskrá Bóka- og skjalasafns Dalvíkurbyggðar
2016




Árgjald til skipa og fyrirtækja
3000

Árgjald fyrir lánþega utan sveitarfélagsins
2000

Árgjald til íbúa sveitarfélagsins
0

Glatað kort/endurnýjað
1000 (nýtt)

Leiga á nýlegum mynddiskum
250

Aðgangur að Interneti pr. 30 mín (frítt fyrstu 30 mín)
200 (var 100)

Millisafnalán pr. eintak
500

Millisafnalán hámark
1500

Lán á lesbretti (lánstími 10 dagar)
250

Ljósrit/prentun pr.síða
50 (var 40)

Dagsektir fyrir bækur umfram 30 daga
40

Dagsektir fyrir mynddiska umfram 3 daga
150

Glatað eintak fullorðinsefni
2000

Glatað eintak barnaefni
1000

Glatað tímarit
500



Söluvörur

Göngukort - Tröllaskagi
2000 (var 1900)

Gamlar bækur
100

Saga Dalvíkur 4 bindi
3500

Saga Dalvíkur - stök bindi
1500 (var 1000)

Skannaðar myndir
250



Menningarráð samþykkir gjaldskrána og tekur hún gildi frá 1. janúar 2016.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 70. fundur - 08.09.2015

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjaldskrár hækki að jafnaði um 3% þó þannig að það námundist við heppilegar tölur.

Einnig er samþykkt að gjald fyrir tjaldsvæðið í Árskógi verði innifalið í leigu þegar húsnæðið er leigt út og að öryrkjar utan Dalvíkurbyggðar greiði kr. 200 í sund.

Fræðsluráð - 196. fundur - 09.09.2015

Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingu frá 1. janúar 2016.



a)Gjaldskrá leikskóla hækkar um 3%

b)Gjaldskrá Frístundar hækkar um 3%

c)Gjaldskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar hækkar um 3%

d)Gjaldskrá útleigu á sal Dalvíkurskóla hækkar um 3%. Gjaldskrá á leigu Dalvíkurskóla vegna kosninga hækkar um 13,6% og vegna gistingar í Dalvíkurskóla um 8%.
Fræðsluráð samþykki tillögurnar og vísar breytingum á gjaldskrám 2016 til afgreiðslu sveitarstjórnar.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Magnús Guðmundur Ólafsson véku af fundi að þessum lið loknum, kl. 10.15.