Félagsmálaráð

292. fundur 09. desember 2025 kl. 08:15 - 09:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson varamaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá
Bessi Víðisson boðaði forföll og Benedikt Snær Magnússon kom í hans stað. Monika Margrét Stefánsdóttir boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson kom í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202512038Vakta málsnúmer

Magni Þór Óskarsson vék af fundi vegna vanhæfis kl 8:16.

Trúnaðarmál - 202512038

Bókað í trúnaðarmálabók
Magni Þór Óskarsson vék af fundi vegna vanhæfis kl 8:16.

2.Fjárframlag til rekstrar Bjarmahlíðar fyrir árið 2026

Málsnúmer 202511072Vakta málsnúmer

Magni Þór Óskarsson kom inn á fund kl 8:19.

Lagt fram rafpóstur sem sendur var til Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur þann 11.nóvember sl. frá Páleyju Borgþórsdóttur Lögreglustjóra á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir fjárframlagi til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöð fyrir árið 2026.
Byggðarráð hefur tekið þessa beiðni fyrir og samþykkt styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð að upphæð 600.000,- krónur og er vísað að það verði tekið af deild 02800.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar - söfnun

Málsnúmer 202511075Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dagsettur 12. nóvember 2025 frá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðisins þar sem óskað er eftir fjárstuðningin í jólaaðstoð fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Fram kemur í rafpóstinum að árið 2024 óskuðu yfir 520 fjölskyldur og einstaklingar eftir jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið vel yfir 500 talsins og er þá jólaaðstoðin ótalin. Það fé sem safnast fyrir jólin núna verður notað til kaupa á gjafakortum í matvörubúðum sem afhendast efnaminni fjölskyldum og einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar um 300.000,- krónur tekið af lið 02-11-9110.

4.Beiðni um stuðning

Málsnúmer 202512030Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 4.12 2025 frá Sigrúnu Steinarsdóttur Ellertsen fyrir hönd Matargjafa Akureyri og nágrennis sem er mannúðarfélag sem hefur starfað í rúm ellefu ár með það að meginmarkmiði að styðja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti. Óskað er eftir peningaframlagi frá sveitarfélaginu til að styðja starfsemina. Starfsemi Matargjafa felst í því að veita skjóta og virðingarfulla aðstoð til þeirra sem minnst mega sín. Aðstoðin birtist meðal annars í gjafakortum í matvöruverslunum, matargjöfum, jólagjöfum, skógjöfum og öðrum nauðsynjum. Þá hafa hárgreiðslustofur á Akureyri boðið börnum ókeypis klippingar fyrir jólin.
Árið 2024 veittu Matargjafir aðstoð til yfir 200 fjölskyldna á Norðurlandi, sem nam rúmlega sjö milljónum króna í mataraðstoð, auk fjölda jólagjafa, skógjafa, klippinga og fleiri þjónustuverkefna. Með hliðsjón af efnahagsástandi dagsins í dag er fyrirséð að eftirspurn eftir aðstoð muni aukast verulega fyrir jólin 2025.
Félagsmálaráð synjar erindinu með fimm greiddum atkvæðum á þeim forsendum að Dalvíkurbyggð er að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar.

5.Umsókn um styrk frá ADHD samtökunum fta.

Málsnúmer 202511154Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 26.11.2025 frá Hrannari B. Arnarsyni, framkvæmdarstjóra ADHD samtakanna þar sem hann óskar eftir að styrk til samtakanna helst þannig að það myndi tryggja íbúum sveitarfélagsins eða starfsfólk þess viððeigndi fræðslu um ADHD á komandi ári. Einnig kemur fram í bréfinu að ADHD samtökin bjóða margskonar fræðslu, fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar, foreldra, almenning og starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja og stofnanna og er eitt helsta markmið samtakanna að sem flestir hópar samfélagsins, fái notið þessarar fræðslu, ekki síst þeir hópar sem vinna með börnum. Með því móti vinnum við gegn fordómum og bætum lífsskilyrði og starfsumhverfi allra í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð synjar erindinu með fimm greiddum atkvæðum og félagsmálaráð hvetur fræðsluráð að skoða erindið með opnum huga.

6.Tómstundastarf eldri borgara í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Kristinn Bogi Antonsson vék af fundi kl 8:45 vegna vanhæfis.

Lagður fyrir samningur vegna félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja búsetta í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fjórum greiddum atkvæðum um félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja búsetta í Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð vísar samningnum til afgreiðslu í Byggðarráð.

7.Heimsókn félagsmálaráðs í íbúðakjarnan í Lokastíg

Málsnúmer 202512032Vakta málsnúmer

Heimsókn félagsmálaráðs í íbúðakjarna og skammtímavistun, Lokastíg 3-4.
Heimsókn verður frestað þar til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson varamaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi