Félagsmálaráð

290. fundur 14. október 2025 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Bessi Ragúels Víðisson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202510047Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202510047

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda

Málsnúmer 202509109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 18.09.2025 en vakin er athygli á styrkjum sem standa til boða. Hægt er að sækja um styrk til að efla samstarf og nýsköpun í íslenskunámi innflytjenda. Gert er ráð fyrir samstarfi þvert á kerfi menntunar, atvinnulífs og/eða velferðar þar sem samstarfsaðilar geta verið skólar, fræðsluaðilar, sveitarfélög o.fl.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð vekur athygli á að mörg fyrirtæki innan sveitarfélagsins og sveitarfélagið sjálft hafa verið í góðu samstarfi við Símey um íslenskukennslu fyrir erlenda íbúa.

3.Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi Norðurlands eystra

Málsnúmer 202509148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu á Norðurlandi dags. 26.09.2025 en óskað er eftir styrk til sveitarfélaga á Norðurlandi til að standa undir kostnaði vegna húsnæðis kvennaathvarfsins á Akureyri. Heildarkostnaður vegna reksturs athvarfsins á Akureyri er í heildina 42.3 mkr. Óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð að upphæð 256.398 kr.
Erindið var einnig tekið fyrir á fundi Byggðaráðs, 1.160 fundi og þar var bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra félagsmálasviðs og gerðar fjárhagsáætlunar 2026".
Félagsmálaráð samþykkir erindið með fimm greiddum atkvæðum og felur sviðsstjóra að hækka fjárhagsramma ársins 2026 sem því nemur.

4.Kvennaverkfall 50 ára

Málsnúmer 202510023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvenréttindafélagi Íslands dags. 06.10.2025. Í erindi þeirra kemur fram að þann 24. október nk. verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Á kvennaári hafa ótal margir aðilar staðið fyrir viðburðum til að minna á að jafnrétti hefur ekki verið náð. Á næstu vikum verður mikið um dýrðir og margt að gerast um land allt. Hægt er að sjá viðburði á vefsíðu Kvennaárs. Hvatning er frá framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands um að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem í gangi eru í okkar sveitarfélagi. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið geri konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Tómstundastarf eldri borgara í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja frá síðasta fundi ráðsins. Búið er að bæta við tillögu stjórnar Dalbæjar um leigu á salnum, klausu um ráðningarkjör starfsmanna og lengd tíma samnings samanber umræður á síðasta fundi.
Félagsmálaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að svara stjórn Dalbæjar varðandi leiguverð á salnum og tekur fyrir samningsdrögin á næsta fundi ráðsins. Félagsmálaráð óskar eftir að fara í heimsókn á Dalbæ á næsta fundi.

6.Styrktarsamningur

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Á 288. fundi félagsmálaráðs var samningur við félag eldri borgara samþykktur og vísað til sveitarstjórnar. Á 382.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum af samningi samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum samning við félag eldri borgara og vísar honum til afgreiðslu í sveitastjórn.

7.Bréf til sveitarfélaga vegna NPA

Málsnúmer 202510043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá ÖBÍ dags. 09.10.2025 þar sem vakin er athygli á biðtíma eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) sem sveitarfélög veita á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ÖBÍ réttindasamtökum berast reglulega frá umsækjendum um NPA er talsverður fjöldi einstaklinga sem enn bíða þess að fá slíka þjónustu fá sínu sveitarfélagi. ÖBÍ óskar þess vegna eftir því að sveitarfélagið svari nokkrum spurningum sem gefa mynd af biðlista eftir NPA í sveitarfélaginu og ástæðum þess að slík þjónusta hefur ekki hafist.
Í Dalvíkurbyggð er engin umsókn um NPA óafgreidd og hafa allir sem sótt hafa um fengið NPA.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Bessi Ragúels Víðisson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi