Skipulagsráð

14. fundur 08. nóvember 2023 kl. 14:00 - 16:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Einnig sat fundinn Ágúst Hafsteinsson frá form ráðgjöf ehf.

1.Öryggismál á hafnarsvæðinu á Dalvík

Málsnúmer 202306050Vakta málsnúmer

Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2.

Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið."
Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn.

Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

2.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Anna og Rúna kynntu stöðu á tillögu að deiliskipulagi þjóðvegarins í gegnum Dalvík. Skipulagsráð leggur til að tillaga að deiliskipulagi þjóðvegarins í gegnum Dalvík og breyting á skipulagsmörkum hafnarsvæðisins verði lagt fyrir á næsta fundi ráðsins. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Anna Bragadóttir og Rúna Ásmundsdóttir viku af fundi kl. 14:30

3.Deiliskipulag á Árskógssandi

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 13.fundi skipulagsráðs þann 18.október sl. komu þau Bjarki Valberg, Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Sveinn Bjarnason frá Mannviti og fóru yfir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við íbúðasvæði á Árskógssandi. Eftirfarandi var bókað: Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri sendi á skipulagsráðgjafa áherslur skipulagsráðs eftir fundinn.


Tekinn fyrir endurskoðuð skipulagslýsing frá Mannviti dags. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til að uppfærð skipulagslýsing verði lögð fyrir desember fund ráðsins. Sveitarstjóri sendir á Mannvit áherslur ráðsins eftir fundinn.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

4.Deiliskipulag við Böggvisbraut

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 13.fundi skipulagsráðs var tekin fyrir uppfærð skipulagslýsing frá Landmótun vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi ofan við Böggvisbraut og utan við Dalvíkurkirkju. Eftirfarandi var bókað: Skipulagsráð óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir nýja spennistöð 155 innan skipulagssvæðisins. Sveitarstjóra falið að upplýsa Landmótun um umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri sendi á skipulagsráðgjafa ábendingar skipulagsráðs varðandi áherslur skipulagsráðsins eftir fundinn.
Tekin fyrir endurskoðuð skipulagslýsing frá Landmótun dags. 6.nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til að uppfærð skipulagslýsing verði lögð fyrir desember fund ráðsins. Sveitarstjóri sendir á Landmótun áherslur ráðsins eftir fundinn.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

5.Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 13.fundi skipulagsráðs þann 18.október sl. komu þau Bjarki Valberg, Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Sveinn Bjarnason frá Mannviti og fóru yfir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 frá Mannviti vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Eftirfarandi var bókað: Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri sendi á skipulagsráðgjafa áherslur skipulagsráðs eftir fundinn.
Tekin fyrir endurskoðuð skipulagslýsing frá Mannviti dags. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til að uppfærð skipulagslýsing verði lögð fyrir desember fund ráðsins. Sveitarstjóri sendir á Mannvit áherslur ráðsins eftir fundinn.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.



6.Umsókn um byggingaleyfi. Sjávargata 6B, Árskógssandi, ósk um niðurrif og nýbyggu á lóð.

Málsnúmer 202307005Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráð Dalvíkurbyggðar þann 13. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 erindi frá Sverri Bergssyni kt. 210465-3089 þar sem hann sækir um leyfi til að rífa núverandi atvinnuhúsnæði sitt við Sjávargötu 6b á Árskógssandi. Húsið er með tvíhalla þaki, byggt árið 1966. Birt stærð húsnæðisins er 288.0 m² og lóðarstærð er 368.0 m².
Sverrir Bergsson sækir jafnframt um að fá að byggja nýtt atvinnuhúsnæði á grunni núverandi húss. Um er að ræða hús með tvíhalla þaki, burðargrind þess er úr límtré, en útveggir og þak eru úr samlokueiningum með steinullareinagrun á milli litaðri álplatna (Yleinnigar). Vegghæð nýbyggingar er 6 m í stað 3 m á núverandi húsi og mænishæð hækkar úr 6 m í 7.4 m.
Lóðin Sjávargata 6b er inná svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi sem hafnarsvæði.
Grenndarkynningargögn voru send til lóðarhafa við Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A. Kynningartími á grenndarkynningargögnunum var fjórar vikur eða frá 6.október 2023 til 7. nóvember 2023.
Grenndarkynningu lauk 7.nóvember sl. og bárust tvær athugasemdir frá eigendum Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A, gerð er athugasemd við misræmi á mænishæðum í útsendum grenndarkynningargögnum.

Sveitarstjóri sendi út tölvupóst 2. nóvember 2023 á þá aðila sem fengið höfðu grenndarkynningargögn þar sem misræmi á mænishæð eftir breytingu var leiðrétt. Teikning sú sem byggðaráð tók ákvörðun sína um að senda erindi Sverris Bergssonar dags. 6. júlí 2023 í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 var dagsett 10. maí 2023 og á þeirri teikningu er mænishæð endurbyggingar 7.4 m.

Skipulagsráð felur sveitarstjóra að leggja fram tillögur að viðbrögðum við innsendum athugasemdum á desemberfundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Umsókn um byggingaleyfi, Landsnet v. Dalvíkurlínu 2

Málsnúmer 202309083Vakta málsnúmer

Í tölvupósti þann 25.október sl. dregur Landsnet umsókn sína um framkvæmdaleyfi vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Dalvíkurlínu 2 til baka. Gert er ráð fyrir því að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu síðar á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um lóð - Skíðabraut 3

Málsnúmer 202310103Vakta málsnúmer

Með umsókn dags. 23.október sl. óskar Ragnar Sverrisson eftir íbúðalóð við Skíðabraut 3 á Dalvík.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hafna umsókninni þar sem ekki liggja fyrir byggingaskilmálar um lóðina. Sveitarstjóra falið að leggja fram drög að mæliblaði fyrir lóðina á næsta fundi ráðsins, í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar í samræmi við lóðarúthlutunarreglur sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða 5 atkvæðum.

9.Leyfi fyrir sumarhúsi í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202306068Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Þuríði Jónu Jóhannsdóttur um leyfi til þess að byggja sumarhús í landi Kóngsstaða.
Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegna þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsóknina til afgreiðslu.
Skipulagsráð bendir á að byggingareitur samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd er innan við 50 metra frá Skíðadalsá en samkvæmt 5.3.2.14.gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 skal utan þéttbýlis ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra. Skipulagsráð óskar eftir því að umsækjandi skili inn uppfærðum gögnum í samræmi við ofangreinda reglugerð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

10.Tillaga varðandi skipulag; Skógarhólar 8 og 10.

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Á 354. sveitarstjórnarfundi var eftirfarandi tillaga frá Frey Antonssyni samþykkt, dagsett þann 13. janúar 2023, varðandi Skógarhóla 8 og Skógarhóla 10: "Í fyrsta lagi að óúthlutaðar lóðir við Skógarhóla 8 og 10 verði teknar úr auglýsingu. Í öðru lagi að beina því til skipulagsráðs að vinna nú þegar að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi á þann veg að til verði ný gata út frá Skógarhólum til norðurs. Fyrirmyndin verði göturnar Lynghólar og Reynihólar og þarna verði lóðir fyrir raðhús og eða parhús. Eftirspurnin síðustu ár hefur verið í lóðir af þessu tagi. Í stað tveggja lóða gætu komið á sama reit lóðir fyrir 10-12 íbúðir. " "...Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar með þeirri breytingu að jarðvegur verði skoðaður áður en mikil vinna fer fram."

Skipulagsráð tók málið fyrir á 7.fundi sínum þann 8.febrúar 2023 og var eftirfarandi bókað: Skipulagsráð leggur til að framkvæmdasvið kanni byggingarhæfi umrædds svæðis og leggi niðurstöður fyrir ráðið þegar þær liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi lagði fram frumdrög að fyrirkomulagi nýrra lóða norðan við Skógarhóla, dags. 8.nóvember 2023, einnig voru lögð fram frumdrög Steinþórs Traustasonar hjá Mannviti á umfangi þess að forma núverandi land undir nýjar íbúðarlóðir. Skipulagsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

11.Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 336. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2021 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð. Reglurnar gilda til 31.12.2022 og falla því úr gildi um áramótin. Í reglunum kemur fram að framkvæmdir skulu hefjast innan gildistíma þessara reglna.

Á 353.fundi sveitarstjórnar þann 20.desember 2022 var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð framlengist um eitt ár eða til 31.12.2023 og að vakin sé athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma reglnanna.
Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um framlengingu á ofangreindum reglum.
Skipulagsráð vekur athygli á að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð fellur úr gildi 31.12.2023 og vakin er athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma þeirra. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

12.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 202309110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, dagsett þann 26. september sl., þar sem fram kemur að til þess að ná markmiðum Íslands í orku- og loftlagsmálum þarf orkuskipti í samgöngum á landi. Í umhverfis- og orku og loftslagsráðuneytinu er unnið að endurskoðun fyrirliggjandi aðgerðaáætlunarum orkuskipti frá árinu 2017. Bent hefur verið á að til að ná fyrrgreindum markmiðum þurfi aðbyggja hratt upp hleðsluinnviði og dreifi- og flutningskerfi raforku.Ljóst er að staðarval fyrir lóðir undirhraðhleðslustöðvar fyrir smáa og stóra bíla er mikilvægt skipulagsmál, enda varðar miklu að hugaðsé að áhrifum á umferð, þörf fyrir aðra þjónustu og að litið sé til framtíðar í jarðefnaeldsneytislausulandi. Í því sambandi þarf að huga að aðgengi áhugasamra aðila að lóðum undir hraðhleðslustöðvarog hleðslugarða og svigrúmi raforkufyrirtækja til að byggja upp innviði sem þjóna þurfahleðsluþörfinni, Orkustofnun hefur bent á að við staðarval vegna hraðhleðslustöðva þurfi að hafa í huga nálægðinavið mikilvæga innviði raforkukerfisins, eins og tengipunkta flutningskerfisins (tengivirki). Í ljósiþess að sveitarfélögin í landinu fara með skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagamarka telurráðuneytið rétt að benda þeim á þennan mikilvæga þátt, þrátt fyrir að margir aðrir þættir geti einnighaft áhrif á heppilegt staðarval. Orkustofnun hefur bent á að æskilegt sé að sveitarfélög útbúi orkuskiptaáætlun á sínu svæði í góðu samræaði við helstu hagaðila, þar með talið dreifiveitur. Markmið orkuskiptaáætlunar er veraleiðarljós við skipulagsvinnu þannig að unnt sé að skapa svigrúm til nauðsynlegrar uppbyggingarinnviða í skipulagi og hafa til reiðu mögulegar lóðir sem henta. Hafa verður í huga að orkuskipti álandi ná til einkabíla,bílaleigubíla, hópferðabíla og vöruflutningabíla.

Á 1083.fundi byggðaráðs þann 12.október sl. var eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skipulagsráðs til upplýsingar og skoðunar í tengslum við skipulagsvinnu sveitarfélagsins.
Skipulagsráð vísar erindinu til aðalskipulagsgerðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.

Málsnúmer 202310079Vakta málsnúmer

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.

Umsagnarfrestur rann úr 1.nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri