Umhverfisráð

333. fundur 14. febrúar 2020 kl. 08:15 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Friðrik Vilhelmsson.

1.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar leiðrétt útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri 2020-2023.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson kl. 08:16
Steinþór vék af fundi kl. 08:39
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn með áorðnum breytingum og leggur til að útboðið verði auglýst.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Friðrik Vilhelmsson situr hjá

2.Byggðaáætlun - Náttúrvernd og efling byggða

Málsnúmer 202001093Vakta málsnúmer

Á 933. fundi byggðaráðs þann 30. janúar var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsett 24. janúar 2020. Þar óskar stjórn SSNE eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.9. í byggðaáætlun en verkefnismarkmið þar snúa að náttúruvernd og eflingu byggða.

Skila skal inn hugmyndum að mögulegum verkefnum til SSNE fyrir 24. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Umhverfisráðs."
Umhverfisráð leggur til að við mat á mögulegum valkostum að verkefnum á NA landi hafi SSNE Friðland Svarfdæla sterklega í huga.
Ráðið telur svæðið eiga mikið inni þegar kemur að uppbyggingu.

3.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að áfangaskýrslu 1, lýsingu, vegna endurskoðunar aðalskipulagsins, sem unnin var af Teiknistofu arkitekta í samráði við umhverfisráð. Í lýsingunni er gerð grein fyrir viðfangsefnum endurskoðunarinnar, áherslum, helstu forsendum, tengslum við aðrar áætlanir og fyrirhuguðu skipulagsferli.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga frá breytingum á lýsingunni í samræmi við umræður á fundinum, hún verði svo auglýst og send umsagnaraðilum sbr. 1. mgr. 30. gr.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163Vakta málsnúmer

Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 á þann hátt að íbúðarsvæði, reitur 312-Íb, stækkar til norðurs yfir óbyggt svæði og verður stærð reits þá 5,6 ha í stað 5,5 ha. Málsmeðferð er skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með stækkuninni fæst ein byggingarlóð fyrir parhús.
Kynningarfundur var haldin í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar, m.a. við Hringtún, verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 samhliða tillögu að breyttu deiliskipulagi með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Níu athugasemdir bárust á auglýsingatíma við aðalskipulagsbreytinguna. Farið hefur verið yfir allar athugasemdir og tekin til þeirra afstaða. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Fjórar athugasemdir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr einni að ósk bréfritara.
Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá breytingu á aðalskipulagi á þessu stigi.
Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis".

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi:
1.
Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús.
2.
Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni.
3.
Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún.
4.
Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30.
5.
Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð.
6.
Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð.

Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sextán athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Þrettán athugasemdir og umsagnir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr þremur athugasemdum að ósk bréfritara.
Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá nýrri lóð við Hringtún 20-22 á þessu stigi. Bætt er við byggingarreitum fyrir sambyggða bílskúra á lóðunum Böggvisbraut 10 og Steintúni 1. Aðrar athugasemdir gefa ekki tilefni til annarra breytinga á deiliskipulagstillögunni. Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð.
Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs