Umhverfisráð

331. fundur 14. desember 2019 kl. 12:30 - 14:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Friðrik Vilhemlsson.

1.Aðalskipulag Hörgársveitar 2010-2022 - kynning á tillögu á vinnslustigi

Málsnúmer 201912005Vakta málsnúmer

Til umsagnar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 - 2024 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Endurskoðun aðalskipulags - skipulagslýsing 2020-2035

Málsnúmer 201911053Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar skipulagslýsing vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024

Málsnúmer 201911112Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024. Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar telur að skýrari markmiðasetning í tengslum við afhendingaröryggi og uppbyggingu rafmagnsflutningskerfis á svæðinu vanti í áætlunina.
Að öðru leyti gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við stefnuskjalið.

4.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Til kynninga og afgreiðslu útboðsgögn vegna snjómoksturs 2020-2023
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og leggur til að snjómokstur 2020-2023 verði boðin út sem fyrst.
Samþykkt með fjórum atkvæðum
Friðrik Vilhelmsson situr hjá.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs