Sveitarstjórn

324. fundur 21. apríl 2020 kl. 16:19 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og uplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 940

Málsnúmer 2003016FVakta málsnúmer

Liðir 1,2 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Einnig liðir 5 og 6, sem eru afgreiddir undir sama máli, sér liðir á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 941

Málsnúmer 2004006FVakta málsnúmer

Liðir 1,2,3,4 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 52

Málsnúmer 2004004FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 248

Málsnúmer 2004001FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 120

Málsnúmer 2004002FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Menningarráð - 78

Málsnúmer 2003009FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Umhverfisráð - 335

Málsnúmer 2003017FVakta málsnúmer

Liðir 1 og 7 eru sér liðir á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 94

Málsnúmer 2003015FVakta málsnúmer

Liðir 3 og 4 eru sér liðir á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 19

Málsnúmer 2003013FVakta málsnúmer

Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Kirkjuvegur 12; sala á eigninni

Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer

Á 940. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Leiðrétting á viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020, sem samþykktur var á 323. sveitarstjórnarfundi þann 17. mars 2020. Í viðauka 13 fórst fyrir að gera grein fyrir lánauppgreiðslu að upphæð kr. 12.020.499. Í viðaukanum eru eftirfarandi færslur: Fasteignir deild 58200, lækkun um kr 5.223.420. Hækkun söluhagnaðar deild 57880 um kr 18.035.760. Vegna uppgreiðslu lánsins hækkar þó handbært fé aðeins um kr. 11.238.731 í stað kr 23.259.180.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna leiðréttingar á viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020.

11.Dýpkun 2020 - beiðni um viðauka

Málsnúmer 202003173Vakta málsnúmer

Á 940. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs dagsett 31. mars 2020, beiðni um viðauka vegna dýpkunarframkvæmda við austur- og norðurgarð. Verið er að fara að vinna að dýpkunarframkvæmdum hjá Hafnasamlagi Norðurlands og stendur til boða að Dalvíkurbyggð gangi inn í þann samning og nýti skipið sem kemur norður vegna þessa verkefnis. Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. apríl samþykkti ráðið samhljóða að óska eftir viðauka vegna dýpkunar og að sviðsstjóri gangi eftir greiðslu frá Siglingasviði Vegargerðar ríksins vegna vangreiðslu á fyrri hluta dýpkunarinnar. Óskað er eftir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020 fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, deild 42200-11551, hafnaframkvæmdir með vsk, nýframkvæmdir, að upphæð kr. 8.400.000 sem er áætlaður hlutur Dalvíkurbyggðar í verkinu. Ekki er svigrúm innan málaflokksins og því er óskað eftir lækkun á handbæru fé á móti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020, fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, deild 42200-11551, hafnaframkvæmdir með vsk, nýframkvæmdir, að upphæð kr. 8.400.000 sem er áætlaður hlutur Dalvíkurbyggðar í verkinu. Ráðstöfun á móti þessum viðauka er lækkun á handbæru fé.

12.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Á 940. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2020 voru gerðar tvær samþykktir undir þessu máli:

"Réttindi sveitarfélaga varðandi hlutastörf og borgaralega skyldu starfsfólks. Samþykkt var nýtt ákvæði í lög um almannavarnir er fjallar um borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila og veitir sveitarfélögum aukið svigrúm til að óska eftir vinnuframlagi starfsfólks utan hefðbundinna starfslýsinga. Sveitarfélög falla undir skipulagsheildir sem geta nýtt sér úrræði um minna starfshlutfall skv. breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Þannig er hægt að bjóða starfsfólki hlutastarf og fá greiðslu á móti úr atvinnuleysistryggingasjóði. Atvinnuleysisbætur tryggja ekki orlof og veikindarétt á þessu tímabili.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tryggja starfsfólki Dalvíkurbyggðar orlofsréttindi og veikindarétt til samræmis við umsamið starfshlutfall fyrir það starfsfólk sem vegna verkefnaskorts þiggur boð um hlutastörf á tímabilinu 1. apríl - 31. maí 2020."

og einnig:

"Frestun á eindaga greiðslna til Dalvíkurbyggðar samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á fundi 31. mars 2020. Farið yfir framkvæmd og ferli umsókna um gjaldfresti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitastjóra heimild til að semja við umsækjendur sem sækjast eftir frestun á greiðslum gjalda að uppfylltum settum skilyrðum."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar orlofsréttindi og veikindarétt starfsfólks sem þiggur boð um hlutastörf á tímabilinu 1. apríl - 31. maí 2020.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar heimild til sveitarstjóra vegna frestunar gjalda.

13.Svæðisskipulagsnefnd 2020

Málsnúmer 202004004Vakta málsnúmer

Á 940. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við tillögur svæðisskipulagsnefndar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar og felur henni, að fengnu samþykki annarra sveitarstjórna á skipulagssvæðinu, að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til staðfestingar sbr. ákvæði 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Ársreikningur 2019; endurskoðun og uppgjör

Málsnúmer 202001021Vakta málsnúmer

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi frá KPMG,sveitarstjórnarfólkið Þórhalla Karlsdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Dagbjört Sigurpálsdóttir og sviðsstjórarnir Þorsteinn Björnsson, Eyrún Rafnsdóttir, Gísli Bjarnason og Börkur Þór Ottósson. Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar fagsviða voru boðaðir á fundinn undir þessum lið. Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2019. Arnar, Þórhalla, Börkur, Þorsteinn, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:03.

Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2019.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 155.977.000 en áætlun gerði ráð fyrir kr. 33.250.000 með viðaukum ársins 2019.
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er jákvæð um kr. 204.426.000 en áætlun gerði ráð fyrir kr. 69.994.000 með viðaukum ársins 2019.
Langtímaskuldir við lánastofnanir voru í árslok 2019 kr. 883.730.000 en voru í árslok 2018 kr. 737.246.000.
Á árinu 2019 var tekið lán að upphæð kr. 149.881.000 og endurlánað til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar.
Afborganir langtímalána fyrir A- og B- hluta voru kr. 123.801.000.
Þannig er skuldarviðmið Dalvíkurbyggðar 43,9% sem er töluvert undir skuldarviðmiði sveitarfélaga.
Fjárfestingar ársins 2019 fyrir samstæðuna voru kr. 333.732.000 og gerði áætlun með viðaukum ráð fyrir kr. 324.406.000.
Veltufé frá rekstri var kr. 400.253.000 fyrir A- og B- hluta. Árið 2018 var veltufé frá rekstri kr. 433.157.000.
Heildartekjur A- og B- hluta voru um 2.539,0 m.kr., þar af er útsvarið 40,6%, fasteignaskattur 5,5%, framlög úr Jöfnunarsjóði 25,9% og aðrar tekjur 28%.
Laun og launatengd gjöld A- og B- hluta eru 1.352,5 m.kr. eða um 53,3% af tekjum.
Veltufjárhlutfall A- og B- hluta var 1,19 og skuldahlutfallið 70,4%.
Ársreikningnum fylgir skýring vegna Covid-19 heimsfaraldursins þó að hann komi eftir lok reikningsskiladags. En vænta má að áhrif á reksturs sveitarfélagsins verði umtalverð m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.

Undir þessum lið tók einnig til máls:
Gunnþór E. Gunnþórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 til síðari umræðu í sveitarstjórn, sem verður 12. maí n.k.

Sveitarstjórn færir starfsmönnum Dalvíkurbyggðar og stjórnendum þakkir fyrir góða afkomu á rekstrarárinu og fyrir vinnuna við ársreikninginn.

15.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir viku af fundi kl. 16:39 vegna vanhæfis.

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 14.07 vegna vanhæfis.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar koma inn kl. 14:07 og fylgdu málinu eftir.
Eftir yfirferð byggðaráðs á 940. fundi þann 8. apríl var málinu frestað: Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð. Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023. Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023. Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á fundinum voru lögð fram ýmis gögn sem borist hafa vegna málsins.
Börkur og Steinþór véku af fundi kl. 14:31.
Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson bæjarlögmaður kom inn á fundinn kl 14:41 og vék af fundi aftur kl. 14:57.
Þórunn og Dagbjört véku af fundi kl. 15:06.

Byggðaráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem ný gögn í málinu bárust seint og afla þarf frekari gagna. "

Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Dagbjört Sigurpálsdóttir

Í ljósi gagna sem borist hafa frestar sveitarstjórn ákvarðanatöku til næsta sveitarstjórnarfundar og felur starfsmönnum að vinna úr framkomnum gögnum með bæjarlögmanni.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Franklín Karlsdóttir greiða ekki atkvæði vegna vanhæfis.

16.Skóladagatöl fyrir 2020 - 2021

Málsnúmer 202002018Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir komu aftur inn á fundinn kl. 16:49

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 sat Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fundinn undir þessum lið og lagði fram kostnaðargreindar tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla. Gísli vék af fundi kl. 15:39.

"Byggðaráð samþykkir að bæta við tveim viðbótar skipulagsdögum og að loka leikskólum milli jóla og nýárs á skólaárinu 2020-2021. Jafnframt er óskað eftir minnisblaði frá sviðsstjóra með útreikningum á kostnaði vegna þessarar tillögu."

Á 19. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 3. apríl 2020 fór Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT yfir skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2020 - 2021. Fræðsluráð bókaði eftirfarandi:

"Skóladagatal TÁT er samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum"

Til máls tóku:
Gunnþór E. Gunnþórsson
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla eins og það liggur fyrir með því fyrirkomulagi, á leik- og grunnskólastigi, hvað varðar skipulagsdaga, vetrarfrí og jólafrí sem verið hefur undanfarin átta ár enda hefur það gengið vel í samreknum skóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal Krílakots og þá tillögu að bæta við tveim viðbótar skipulagsdögum og að loka milli jóla og nýárs á Krílakoti skólaárið 2020-2021.
Markmið þessara breytinga er liður í því verkefni að samræma starfskjör, starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig. Það verkefni mun halda áfram næstu misseri og verður til umfjöllunar í fræðsluráði.

Ef til breytinga á starfsumhverfi kennara kemur í yfirstandandi kjaraviðræðum mun sveitarstjórn endurskoða og samræma enn frekar þau skóladagatöl sem nú eru samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal Tónlistarskólans á Tröllaskaga

17.Umsókn um gerð Hvatasamnings

Málsnúmer 201609031Vakta málsnúmer

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 8. mars 2018 var undirritaður hvatasamningur til þriggja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórbaðanna samkvæmt reglum við stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem þá voru í gildi. Lokagreiðsla samkvæmt samningnum var í mars 2020. Samkvæmt samningnum hefur Dalvíkurbyggð rétt á að halda eftir tryggingarbréfi vegna samningsins í 90 daga eftir að samningstíma lýkur. Bjórböðin hafa óskað eftir að tryggingarbréfið verði fellt úr gildi í ljósi aðstæðna vegna Covid-19.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tryggingabréf Bjórbaðanna ehf, verði fellt úr gildi."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

18.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 940. fundi byggðaráðs þann 8. apríl frestaði ráðið skipan í vinnuhóp vegna vinnu við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar en umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins. Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfisráðs um stofnun vinnuhóps við mótun umhverfisstefnu.

Byggðaráð óskar eftir að drög að erindisbréfi og tilnefningum (einn úr umhverfisráði og tveir starfsmenn Dalvíkurbyggðar) verði lögð fyrir og sveitarstjórn."

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um umhverfisstefnu og tillaga um að vinnuhópurinn verði þannig skipaður:
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Guðrún Anna Óskarsdóttir, starfsmaður Dalvíkurbyggðar.
Lilja Bjarnadóttir, aðalmaður í umhverfisráði.

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum erindisbréf vinnuhóps vegna vinnu við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tilnefningu í vinnuhóp um umhverfisstefnu.

19.Dalvíkurhöfn, dýpkun við Austurgarð 2020.

Málsnúmer 202001061Vakta málsnúmer

Á 94. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. apríl 2020 var lagður fram verksamningur vegna dýpkunar við austurgarð og einnig bréf frá Umhverfisstofnun sem veitir leyfi til þess að varpa upp gröfnu efni í hafið. Eftirfarandi var bókað:

"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan verksamning við Björgun hf."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

20.Kosningar samkvæmt samþykktum SSNE

Málsnúmer 202004051Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykktum SSNE á Dalvíkurbyggð að tilnefna þingfulltrúa á þing landshlutasamtakanna sem hér segir:

Fjóra þingfulltrúa og fjóra til vara (sveitarfélag með 1501-2500 íbúa).

Kjörgengir eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga, varamenn þeirra og framkvæmdastjórar þeirra. Sveitarstjórnum er skylt að gæta að jöfnum hlut kynja við skipanina.

Fyrir liggur tillaga sveitarstjóra að sömu aðilar verði fulltrúar á þingum SSNE og voru kjörnir að loknum sveitarstjórnarkosningum sem fulltrúar á aðalfund Eyþings, sem hér segir:

Aðalmenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, kt. 130375-5619
Katrín Sigurjónsdóttir, kt. 070268-2999
Lilja Guðnadóttir, kt. 200668-3759
Kristján Eldjárn Hjartarson, kt. 100956-3309

Varamenn:
Valdemar Þór Viðarsson, kt. 011172-4079
Þórhalla Franklín Karlsdóttir, kt. 300675-3369
Felix Rafn Felixson, kt. 060478-4499
Guðmundur St Jónsson, kt. 230571-6009
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreindir rétt kjörnir aðal- og varamenn Dalvíkurbyggðar á þing SSNE,

21.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses

Málsnúmer 201802005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar.
Frá 50. fundi stjórnar þann 25. mars 2020.
Frá 51. fundi stjórnar þann 17. apríl 2020.

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn fagnar þeim áfanga að búið sé að taka í notkun íbúðir Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. í Lokastíg og óskar íbúum til hamingju með sín framtíðarheimili.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og uplýsingafulltrúi