Sveitarstjórn

321. fundur 18. febrúar 2020 kl. 16:15 - 17:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs.
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 932

Málsnúmer 2001011FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 933

Málsnúmer 2001015FVakta málsnúmer

Liðir 2, 3 og 4 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 934

Málsnúmer 2002005FVakta málsnúmer

Liðir 1, 2 og 11 eru sér liðír á dagskrá
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 237

Málsnúmer 2002004FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 246

Málsnúmer 2002002FVakta málsnúmer

Liður 5 er sér liður á dagskrá
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 117

Málsnúmer 2001012FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 118

Málsnúmer 2001019FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Landbúnaðarráð - 131

Málsnúmer 2002003FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Menningarráð - 77

Málsnúmer 2001009FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Umhverfisráð - 332

Málsnúmer 2001013FVakta málsnúmer

Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tóku undir lið 7:
Guðmundur St. Jónsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Umhverfisráð - 333

Málsnúmer 2002001FVakta málsnúmer

Liðir 1, 4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Ungmennaráð - 26

Málsnúmer 2001018FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 92

Málsnúmer 2001007FVakta málsnúmer

Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 93

Málsnúmer 2001017FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 18

Málsnúmer 2001010FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Á 933. fundi Byggðaráðs þann 30. janúar 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðaráð ítrekar að um þróunarverkefni til eins árs er að ræða.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðauka á næsta fund byggðaráðs vegna áhrifa samningsins á fjárhagsáætlun 2020."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg og tilhögun þróunarverkefnisins til eins árs.

17.Umsókn um tækifærisleyfi. Starfsmannafélag Dalvíkurbyggðar v/Árskógs

Málsnúmer 202001084Vakta málsnúmer

Á 933. fundi Byggðaráðs þann 30. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsettur 23. janúar 2020. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi fyrir Starfsmannafélag Dalvíkurbyggðar vegna viðburðar í félagsheimilinu Árskógi 14. mars 2019.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri gera ekki athugasemdir við umsóknina.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

18.Ósk um viðauka vegna viðgerðar á lyftu ráðhússins

Málsnúmer 202001098Vakta málsnúmer

Á 933. fundi Byggðaráðs þann 30. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dags. 28. janúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka vegna viðgerðar á lyftu Ráðhúss Dalvíkur en vegna viðvarandi bilana er óhjákvæmilegt að ráðast í endurbætur á henni.
Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í endurbótunum er 3.983.548 kr. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir lóðaframkvæmdum upp á 1.500.000 kr og er óskað eftir að fresta þeirri framkvæmd og nýta fjármagnið upp í lyftuviðgerðina. Því er óskað eftir viðauka upp á 2.483.548 kr á deild 31350-4610 til að mæta kostnaði við endurbæturnar og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Með fundarboði fylgdi fundargerð Hússtjórnar Ráðhússins þar sem fram kemur að aðrir eigendur samþykkja framkvæmdina fyrir sitt leyti og að lóðaframkvæmdum næstu tveggja ára verði frestað á móti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 3/2020 upp á 2.483.548 kr á deild 31350-4610, til að mæta kostnaði við endurbætur á lyftu og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

19.Frá Krílakoti; beiðni um launaviðauka vegna veikinda kennara

Málsnúmer 202002031Vakta málsnúmer

Á 934. fundi Byggðaráðs þann 13. febrúar var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett 5. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka að upphæð 2.511.876 kr og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2020, alls 2.511.876 kr, deild 04140 Krílakot vegna launa og ráðstöfun á móti lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

20.Frá Dalvíkurskóla, beiðni um launaviðauka vegna langtímaveikinda

Málsnúmer 202002033Vakta málsnúmer

Á 934. fundi Byggðaráðs þann 13. febrúar var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 31. janúar 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka að upphæð 9.026.239 kr og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2020, alls 9.026.239 kr, deild 04210 Dalvíkurskóli vegna launa og ráðstöfun á móti lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

21.Frá Eyþingi, beiðni um aukið framlag.

Málsnúmer 202002030Vakta málsnúmer

Á 934. fundi Byggðaráðs þann 13. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett 7. febrúar 2020, beiðni um viðbótarframlag til reksturs á árinu 2020 vegna sérstakra aðstæðna og er hlutur Dalvíkurbyggðar 926.063 kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 926.063, viðauki nr. 6/2020. Viðaukinn kemur til hækkunar á framlögum til landshlutasamtaka, deild 21800-9145 og til lækkunar á handbæru fé þar sem ekki er svigrúm innan málaflokksins.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

22.Skipulag stjórnunar í Árskógarskóla

Málsnúmer 202002021Vakta málsnúmer

Á 246. fundi Fræðsluráðs þann 12. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti tillögu á skipulagi stjórnunar í Árskógarskóla í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skólanna í Dalvíkurbyggð.

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði til í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skóla að Friðrik Arnarson verði ráðinn ótímabundið sem skólastjóri Árskógarskóla auk skólastjórnunar Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð er sammála þeirri tillögu og telur að með því að hafa einn stjórnanda yfir báðum skólunum séu miklir möguleikar til samstarfs sem nýtist bæði nemendum og starfsfólki. Með þessu fyrirkomulagi fæst stöðugleiki í skólastarfið til framtíðar.
Þessu fyrirkomulagi er vísað til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að ótímabundið verði einn skólastjóri yfir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, eins og verið hefur í vetur.

23.Umsókn um lóð við Skógarhóla 12 ( 2020 ).

Málsnúmer 202001024Vakta málsnúmer

Á 332. fundi umhverfisráðs þann 31. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 05. janúar 2020 sækir Ari Már Gunnarsson um lóðina við Skógarhóla 12, Dalvík.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum úthutun á lóð við Skógarhóla 12, Dalvík, til Ara Más Gunnarssonar.

24.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Á 333. fundi Umhverfisráðs þann 14. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar leiðrétt útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri 2020-2023.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson kl. 08:16
Steinþór vék af fundi kl. 08:39

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn með áorðnum breytingum og leggur til að útboðið verði auglýst.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Friðrik Vilhelmsson situr hjá".

Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:37
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Þórhalla tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Þórhalla kom aftur inn á fundinn kl.16:38

25.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163Vakta málsnúmer

Á 933. fundi Umhverfisráðs þann 14. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 á þann hátt að íbúðarsvæði, reitur 312-Íb, stækkar til norðurs yfir óbyggt svæði og verður stærð reits þá 5,6 ha í stað 5,5 ha. Málsmeðferð er skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með stækkuninni fæst ein byggingarlóð fyrir parhús.
Kynningarfundur var haldin í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar, m.a. við Hringtún, verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 samhliða tillögu að breyttu deiliskipulagi með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Níu athugasemdir bárust á auglýsingatíma við aðalskipulagsbreytinguna. Farið hefur verið yfir allar athugasemdir og tekin til þeirra afstaða. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Fjórar athugasemdir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr einni að ósk bréfritara.

Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá breytingu á aðalskipulagi á þessu stigi.
Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis".
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu í samræmi við ráðgefandi álit lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, við afgreiðslu liða 25 og 26 og vék af fundi kl. 16:38
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Felix Rafn greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

26.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Á 333. fundi Umhverfisráðs þann 14. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í auglýstri tillögu var lagt til að eftirtaldar breytingar yrðu gerðar á gildandi deiliskipulagi:
1. Parhúsalóð nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús.
2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús með óbreyttu byggingarmagni.
3. Ný parhúsalóð nr. 20 og 22 við Hringtún.
4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum garðhús við Hringtún 30.
5. Einbýlishúsalóðirnar við Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar og breytt í eina raðhúsalóð. Hús á lóðinni skal vera á einni hæð.
6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð.

Kynningarfundur var haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar m.a. í Hóla- og Túnahverfi verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019. Nokkrar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir kynningarfundinn 6. ágúst með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Sextán athugasemdir bárust á auglýsingatíma við deiliskipulagstillöguna. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Þrettán athugasemdir og umsagnir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr þremur athugasemdum að ósk bréfritara.

Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá nýrri lóð við Hringtún 20-22 á þessu stigi. Bætt er við byggingarreitum fyrir sambyggða bílskúra á lóðunum Böggvisbraut 10 og Steintúni 1. Aðrar athugasemdir gefa ekki tilefni til annarra breytinga á deiliskipulagstillögunni. Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð.
Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Guðmundur St. Jónsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og bókar eftirfarandi:

Í janúar til mars 2019 var unnin húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð 2019-2027. Í áætluninni kemur fram að við fjölgun íbúa um 25 er áætluð íbúðaþörf 10 nýjar íbúðir, 3 fjölbýli, 6 par/raðhús og 1 einbýli. Eins og staðan var þá voru engar lóðir eftir til úthlutunar fyrir parhús, raðhús eða fjölbýli en fyrir lá umsókn, frá byrjun febrúar 2019, um byggingu tveggja parhúsa á einbýlishúsalóðum í Hringtúni. Því fól sveitarstjórn umhverfisráði á fundi þann 6. apríl 2019 að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og raðhúsum með þeim rökstuðningi að það sé stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Einnig er það stefna sveitarstjórnar að tryggja nægt magn fjölbreyttra íbúðalóða.

Sú breyting sem hér er til samþykktar snýr að því að þétta byggð, nýta betur þegar tilbúnar götur og þá fjárfestingu sem búið er að leggja í gatna-og veitukerfin og fjölga íbúðakostum. Til kynningar og samráðs voru haldnir tveir íbúa-/kynningarfundir, í apríl og í ágúst 2019. Í vinnu umhverfisráðs var tekið tillit til eða svarað þeim efnislegu athugasemdum sem bárust.

Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og sveitarstjórn metur eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda.

Felix Rafn tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu og bókun vegna vanhæfis
Felix Rafn kom aftur inn á fundinn kl. 16:45

27.Dalvíkurhöfn, dýpkun við Austurgarð 2020.

Málsnúmer 202001061Vakta málsnúmer

Á 92. fundi Veitu- og hafnaráðs þann 22. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum voru kynnt drög að útboðsgögnum vegna dýpkunar við Austurgarð, en gögnin voru unnin hjá siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Stefnt er á að verkið verði boðið út við fyrsta tækifæri.

Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að dýpkun í Dalvíkurhöfn verði gerð í samræmi við hönnun mannvirkisins þ.e. í -9,0 m. og þá stækkun á því svæði sem sviðsstjóri leggur til að dýpkað verði. Að öðru leyti þá samþykkir ráðið framlögð útboðsgögn með fimm samhljóða atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Veitu- og hafnarráðs.

28.Fundargerðir Menn.fél.Bergs ses

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 89. fundar stjórnar Menningarfélagsins Bergs frá 22. janúar 2020.

29.Fundargerðir hússtjórnar Ráðhúss 2020

Málsnúmer 202001097Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hússtjórnar Ráðhúss Dalvíkur.
Frá 1. fundi ársins þann 7. janúar 2020.
Frá 2. fundi ársins þann 22. janúar 2020.

30.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses

Málsnúmer 201802005Vakta málsnúmer

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar frá 47. fundi þann 29. janúar 2020 og 48. fundi þann 12. febrúar 2020.

31.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2019

Málsnúmer 201902116Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 15. nóvember 2019.

32.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2020

Málsnúmer 202002049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 21. janúar 2020.

33.Sveitarstjórn - 320

Málsnúmer 2001008FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 320. fundar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar frá 21. janúar 2020.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs.