Umhverfisráð

335. fundur 03. apríl 2020 kl. 13:00 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Vernharðsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti á fundinn Snæþór Vernharðsson.

1.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Til kynningar og afgreiðslu niðurstaða útboðs á snjómokstri 2020-2023 í Dalvíkurbyggð.
Verkið var boðið út í fjórum verkhlutum, en þeir voru eftirfarandi.
Snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023
Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023
Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023
Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023
Undir þessum lið kom inn á fjarfundinn Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 13:02
Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.

Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023.
Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023.
Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Snjósöfnun kringum vegrið við Hrísatjörn

Málsnúmer 202001080Vakta málsnúmer

Til umræðu snjósöfnun við Hrísatjörn eftir að vegrið voru sett upp beggja vegna þjóðvegar.
Undir þessum lið kom inn á fjarfundinn Margrét Silja Þorkelsdóttir frá Vegagerðinni kl. 13:48
Margrét Silja vék af fundi kl. 14:05
Umhverfisráð þakkar Margréti Silju fyrir skýringarnar og felur sviðsstjóra og deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar að óska eftir nánara samráði og jafnvel lækkun hámarkshraða í 70 km/klst fyrr á þessum kafla.
Með þeirri aðgerð mætti endurskoða staðsetningu vegriðanna á þessu svæði.
Steinþór vék af fundi kl. 14:14

3.Umsókn um lóð við Hringtún 19

Málsnúmer 202003038Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 06. mars 2020 sækir Hildur Birna Jónsdóttir um lóðina við Hringtún 19, Dalvík.
Umhverfisráð getur ekki úthlutað lóð sem þegar hefur verið úthlutað af ráðinu. Ástæða þess að ekki hefur verið endanlega gengið frá úthlutun lóðarinnar skýrist af því að nýtt deiliskipulag svæðisins hefur ekki öðlast gildi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsögn um aðgerðir til að fylgja eftir skýrslu um Hreint loft, betri heilsa um inniloft

Málsnúmer 202003059Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 6. mars 2020 óskar Gunnar Axel Ólafsson fyrir hönd stýrihóps um eftirfylgni þátta sem snýr að innilofti eftir umsögn/athugasemdum á drögum um aðgerðir til að bæta inniloft.

5.Styrktarsjóður EBÍ 2020

Málsnúmer 202003098Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett 16. mars 2020, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn.
Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna.
Byggðaráð vísaði erindinu til umhverfisráðs til umsagnar.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að sækja um styrk frá EBÍ fyrir skilti við Tungurétt.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202004003Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 01. apríl 2020 óskar Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd hitaveitu Dalvíkur eftir byggingarleyfi við Sandskeið 26 samkvæmt meðfylgjandi gögnum
Umhverfisráð geri ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur sviðsstjóra að veita takmarkað byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Til umræðu vinna við umhverfisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins.
Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Vernharðsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs