Námsárangur

Málsnúmer 201503209

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 191. fundur - 08.04.2015

Á síðasta fundi fræðsluráðs var ákveðið að setja á stofn starfshóp til að vinna að bættum námsárangri. Mesta áherslan verður fyrst um sinn á Dalvíkurskóla en aðrir skólar munu koma að verkefninu eftir því sem tilefni gefst til.Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hefur átt sér stað frá síðasta fundi ráðsins. Fyrir hönd fræðsluskrifstofunnar verða Helga Björt Möller/Dóróþea Reimarsdóttir í hópnum en fulltrúar Dalvíkurskóla í hópnum hafa ekki verið tilnefndir. Aðilar frá öðrum skólum verða kallaðir að borðinu þegar og ef ástæða er til.Fundargerðir hópsins verða svo kynntar í fræðsluráði þegar þær liggja fyrir.Fræðsluráð - 193. fundur - 03.06.2015

Með fundarboði fylgdu fyrstu fimm fundargerðir starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað í tengslum við verkefnið.Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og hvetur starfshópinn til dáða í vinnunni.

Fræðsluráð - 194. fundur - 29.06.2015

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla greindi frá vinnu síðasta fundar starfshóps um bættan námsárangur og þeirri vinnu sem starfsfólk Dalvíkurskóla fór í við lok skólaársins.

Fræðsluráð - 195. fundur - 26.08.2015

Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, hefur tekið við hlutverki fráfarandi kennsluráðgjafa, Helgu Bjartar Möller, við verkefnið Bættur námsárangur í Dalvíkurskóla.

Dóróþea greindi frá vinnu síðasta fundar.
Guðríður vék af fundi klukkan 10:20.

Fræðsluráð - 197. fundur - 07.10.2015

Gísli Bjarnason, skólastjóri og Dóróþea Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi, gerðu grein fyrir vinnu síðustu tveggja funda.
Með fundarboði fylgdu fundargerðir 8. og 9. fundar starfshóps um námsárangur. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með þann farveg sem þessi vinna er í.
Gísli og Matthildur fóru af fundi klukkan 9:30.

Fræðsluráð - 198. fundur - 11.11.2015

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 10. og 11. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:00

Fræðsluráð - 200. fundur - 11.01.2016

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 12. og 13. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Gísli Bjarnason skólastjóri fór yfir helstu verkefni hópsins en næsti fundur hópsins er í dag.Fræðsluráð þakkar kærlega fyrir upplýsingarnar.

Fræðsluráð - 201. fundur - 10.02.2016

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 14. og 15. fundar starfshóps um námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynnningar. Fræðsluráð lýsir mikilli ánægju sinni með vinnu starfshópsins.
Guðríður fór af fundi klukkan 10:00

Fræðsluráð - 202. fundur - 09.03.2016

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 16. og 17. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar. Gísli Bjarnason gerði nánari grein fyrir vinnu hópsins og einnig þeim breytingum sem eru að verða á námsmati í grunnskólum.

Fræðsluráð - 203. fundur - 13.04.2016

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 18., 19. og 20. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti stöðuna í vinnu hópsins. Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og ítrekar ánægju sína með vinnuna.

Fræðsluráð - 206. fundur - 14.06.2016

Með fundarboði fylgdu tvær fundargerðir starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Dóróþea Reimarsdóttir, starfsmaður fræðslusviðs, gerði grein fyrir stöðu þessarar vinnu.
Fræðsluráð þakkar starfshópnum og starfsmönnum skólans þá vinnu sem þeir hafa lagt af mörkum í vetur.
Gunnþór E. Gunnþórsson vék af fundi klukkan 10:15

Fræðsluráð - 209. fundur - 12.10.2016

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 23., 24., 25. og 26. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Gísli, Gunnþór og Drífa fór af fundi klukkan 11:30.

Fræðsluráð - 210. fundur - 09.11.2016

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 27. og 28. fundar vinnhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Gísli og Dóróþea svöruðu fyrirspurnum um fundargerðirnar. Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og fagnar þessari vinnu.
Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 9:45.

Fræðsluráð - 212. fundur - 11.01.2017

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 29., 30. og 31. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 213. fundur - 08.02.2017

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 32. og 33. fundar stýrihóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Gísli og Guðríður viku af fundi klukkan 9:20.

Fræðsluráð - 214. fundur - 08.03.2017

Með fundarboði fylgdi 34. og 35. fundargerð stýrihóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Gísli og Dóróþea gerðu nánari grein fyrir því sem verið er að gera. Fræðsluráð fagnar öflugu starfi vinnuhópsins og starfsfólks Dalvíkurskóla.
Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 9:50.

Fræðsluráð - 215. fundur - 12.04.2017

Fundarboði fylgdu fundargerðir 36. og 37. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Gísli fór af fundi klukkan 10:15

Fræðsluráð - 216. fundur - 10.05.2017

Með fundarboði fylgdi fundargerð 38. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Guðríður fór af fundi 10:00.

Fræðsluráð - 217. fundur - 14.06.2017

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 39. og 40. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Friðrik fór af fundi klukkan 10:40.

Fræðsluráð - 221. fundur - 08.11.2017

Fundargerðir 41. og 42. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fræðsluráð - 222. fundur - 13.12.2017

Fundargerðir 43., 44. og 45. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði.
Lagt fram til kynningar.
Guðríður fór af fundi kl.10:10.

Fræðsluráð - 223. fundur - 14.02.2018

Fundargerðir 46., 47. og 48. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Guðríður fór af fundi kl. 9:20

Fræðsluráð - 224. fundur - 14.03.2018

Með fundarboði fylgdi fundargerð 49. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla ásamt samanburði á stöðu Dalvíkurskóla og landsmeðaltali Lesferils, lesfimiprófs Menntamálastofnunar. Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði, gerði nánari grein fyrir málinu.
Lagt fram til kynningar.
Gísli og Guðríður fóru af fundi kl.9:50.

Fræðsluráð - 225. fundur - 11.04.2018

Fundargerð 50. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdi fundarboði.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Stefnt er að því að á næsta fundi skili vinnuhópurinn lokaskýrslu til ráðsins.
Gísli og Guðríður fóru af fundi kl. 9:27.

Fræðsluráð - 226. fundur - 23.05.2018

Gunnþór fór af fundi klukkan 9:23. Gísli Bjarnason kom til fundar á sama tíma.
Með fundarboði fylgdi skýrsla vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla við lok síðasta af þremur starfsárum hans. Einnig fundargerðir 51., 52. og 53. fundar vinnuhópsins.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og greinargóða skýrslu og leggur mikla áherslu á að farið verði að tillögu starfshópsins um að fagráð taki við keflinu og skili fundargerðum til fræðsluráðs eins og starfshópurinn hefur gert.
Gísli fór af fundi klukkan 10:08.