Fræðsluráð

198. fundur 11. nóvember 2015 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
 • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Auður Helgadóttir Aðalmaður
 • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
Starfsmenn
 • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar.
Dagskrá
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 3 og 5. Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots, Silvia Grettisdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla og Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, sátu fundinn undir liðum 4 og 5. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólans sátu fundinn undir liðum 5, 6 og 7. Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, sat fundinn undir lið 8.

1.Breyting á skipan Fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510095Vakta málsnúmer

Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 27. október s.l. var Lilja Björk Ólafsdóttir kjörin formaður fræðsluráðs í stað Þórhöllu Karlsdóttur og Steinunn Jóhannsdóttir kjörin nýr fulltrúi í fræðsluráði og jafnframt varaformaður.
Fræðsluráð býður nýjan formann og varaformann velkomna og þakkar Þórhöllu Karlsdóttur fráfarandi formanni samstarfið.

2.Uppsögn á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201511012Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum.
Fræðsluráð færir Hildi Ösp bestu þakkir fyrir störf hennar að fræðslumálum í Dalvíkurbyggð, þakkar henni samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kom á fund klukkan 8:25

3.Þróun nemendafjölda í Árskógarskóla

Málsnúmer 201510048Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir þróun nemendafjölda í Árskógarskóla frá árinu 2012 og spá um þróun hans fram til ársins 2020.
Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi. Lagt er til að hann skipi einn fulltrúi starfsmanna, sem þeir velja sjálfir, einn fulltrúi foreldra nemenda í Árskógarskóla og einn fulltrúi úr fræðsluráði. Starfsmaður fræðsluskrifstofu verði starfsmaður vinnuhópsins. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. apríl 2016.
Gunnþór vék af fundi 8:50
Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krátakots og Krílakots, Silvia Grettisdóttir fulltrúi starfsmanna á leikskólunum og Freyr Antonsson fulltrúi foreldra leikskólabarna komu á fund klukkan 8:50

4.Breyting á skóladagatali Krílakots og Kátakots

Málsnúmer 201502080Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf dags. 26. október 2015 frá Drífu Þórarinsdóttur, leikskólastjóra, þar sem óskað er eftir breytingum á skóladagatali leikskólanna Krílakots og Kátakots skólaárið 2015-2016. Óskað er eftir að í stað lokunar eftir hádegi mánudaginn 4. janúar verði lokað fyrir hádegi þriðjudaginn 3.maí og í stað lokunar föstudaginn 6. maí verði lokað mánudaginn 2. maí. Heildarlengd lokunar helst óbreytt.
Fræðsluráð samþykkir umbeðna breytingu.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Dalvíkurskóla, komu á fund klukkan 9:00 og þá kom Gunnþór aftur til fundar.

5.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu greinargerðir stjórnenda leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar, sömu og lágu fyrir síðasta fundi. Samkvæmt þeim rúmast kostnaður vegna sáttmálans innan fjárhagsramma Árskógarskóla nema til komi aukning á þörf fyrir sérfræðiþjónustu sem ekki er fyrirséð í dag. Dalvíkurskóli þarf viðbótarfjárveitingu upp á 6.700.000 krónur á ári vegna launakostnaðar til að bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna. Innan fjárhagsramma rúmast 450.000 krónur vegna fræðslu starfsmanna. Leikskólarnir Krílakot og Kátakot þurfa 2.500.000 á ári vegna 50% aukningar í sérkennslu, 300.000 kr. til kaupa á málörvunarefni á næsta ári og 500.000 vegna Söguskjóða og námskeiða fyrir foreldra barna af erlendum uppruna. Ekkert af þessu rúmast innan núverandi fjárhagsramma.
Fræðsluráð vísar þörf fyrir viðbótarfjármagn áfram til afgreiðslu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.
Gunnþór, Drífa, Silvia og Freyr viku af fundi klukkan 9:30

6.Áætlun um spjaldtölvuvæðingu og upplýsingatækni í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201505143Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að stefnu í upplýsinga- og tæknimennt í Dalvíkurskóla ásamt áætluðum kostnaði við innleiðingu stefnunnar. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, fylgdi stefnunni úr hlaði. Kostnaðurinn sem áætlaður er vegna næsta skólaárs er inni í fjárhagsáætlun ársins 2016.
Fræðsluráð samþykkir stefnuna eins og hún liggur fyrir og ætlast til að hún verði endurskoðuð samhliða endurskoðun skólanámskrár ár hvert. Fræðsluráð óskar eftir við skólastjóra að fá reglulega kynningu á framvindu stefnunnar.

7.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 10. og 11. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:00
Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kom til fundar klukkan 10:00. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri kom inn sem gestur í 10 mínútur klukkan 10:45.

8.Endurskoðun á samningi Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510136Vakta málsnúmer

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð.
Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar.

Bjarni fór af fundi klukkan 10:55. Magnús fór af fundi klukkan 11:05

Fundi slitið.

Nefndarmenn
 • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
 • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Auður Helgadóttir Aðalmaður
 • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
Starfsmenn
 • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar.