Fræðsluráð

222. fundur 13. desember 2017 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots og Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna leikskólanna sátu fundinn undir liðum 1-3. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla sat fundinn undir liðum 2-6. Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólanna, sat fundinn undir liðum 3-7 og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, sat fundinn undir liðum 3-8.Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, mætti ekki á fundinn og enginn kom í hans stað.

1.Staða starfsmannamála í Krílakoti á vorönn 2018

Málsnúmer 201712049Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra, leikskólastjóri í Krílakoti, fór yfir stöðu starfsmannamála í Krílakoti fyrir vorönn 2018.
Umræður urðu á fundinum um stöðuna. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við skólastjórnendur og í samræmi við umræður á fundinum.
Gunnþór kom til fundar kl.8:45.

2.Stöðugildi við Kötlukot

Málsnúmer 201712029Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á Kötlukoti með Gunnþóri skólastjóra.
Staðan er góð og breytinga ekki þörf.

Gísli og Guðríður komu til fundar kl.9:10

3.04 - Fjárhagslegt stöðumat

Málsnúmer 201709049Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárhags í málaflokki 04 fyrir tímabilið 1. janúar til 8. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
Guðrún Halldóra og Þuríður fóru af fundi kl.9:20

4.Niðurstöður samræmdra prófa í september 2017

Málsnúmer 201711112Vakta málsnúmer

Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk Árskógarskóla haustið 2017. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti niðurstöður samræmdra pófa í 4. og 7. bekk Dalvíkurskóla haustið 2017.
Fræðsluráð fagnar góðum niðurstöðum sveitarfélagsins og hvetur til áframhaldandi góðra verka.

5.Lokaskýrsla Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla á Íslandi

Málsnúmer 201711113Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti skýrslu Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla sem nú er komin út í íslenskri þýðingu og helstu niðurstöður hennar.
Lagt fram til kynningar.

6.Heilsa og lífskjör skólabarna 2017-18

Málsnúmer 201711009Vakta málsnúmer

Með rafbréfi dagsettu 1. nóvember 2017 óskar Ársæll Már Arnarson, f.h. Háskóla Íslands, samþykkis fræðsluráðs fyrir því að heimilað verði að leggja könnunina "Heilsa og lífskjör skólabarna" fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk í Dalvíkurbyggð. Rannsóknin hefur verið lögð fyrir í þessum árgöngum í grunnskólum landsins fjórða hvert ár frá árinu 2006 og er þessi fyrirlögn því sú fjórða í röðinni.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila fyrirlögnina.
Gunnþór fór af fundi kl.10:05.

7.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Fundargerðir 43., 44. og 45. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði.
Lagt fram til kynningar.
Guðríður fór af fundi kl.10:10.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201712025Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs