Fræðsluráð

222. fundur 13. desember 2017 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
 • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
 • Auður Helgadóttir aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
 • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots og Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna leikskólanna sátu fundinn undir liðum 1-3. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla sat fundinn undir liðum 2-6. Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólanna, sat fundinn undir liðum 3-7 og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, sat fundinn undir liðum 3-8.Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, mætti ekki á fundinn og enginn kom í hans stað.

1.Staða starfsmannamála í Krílakoti á vorönn 2018

201712049

Guðrún Halldóra, leikskólastjóri í Krílakoti, fór yfir stöðu starfsmannamála í Krílakoti fyrir vorönn 2018.
Umræður urðu á fundinum um stöðuna. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við skólastjórnendur og í samræmi við umræður á fundinum.
Gunnþór kom til fundar kl.8:45.

2.Stöðugildi við Kötlukot

201712029

Farið yfir stöðuna á Kötlukoti með Gunnþóri skólastjóra.
Staðan er góð og breytinga ekki þörf.

Gísli og Guðríður komu til fundar kl.9:10

3.04 - Fjárhagslegt stöðumat

201709049

Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárhags í málaflokki 04 fyrir tímabilið 1. janúar til 8. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
Guðrún Halldóra og Þuríður fóru af fundi kl.9:20

4.Niðurstöður samræmdra prófa í september 2017

201711112

Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk Árskógarskóla haustið 2017. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti niðurstöður samræmdra pófa í 4. og 7. bekk Dalvíkurskóla haustið 2017.
Fræðsluráð fagnar góðum niðurstöðum sveitarfélagsins og hvetur til áframhaldandi góðra verka.

5.Lokaskýrsla Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla á Íslandi

201711113

Sviðsstjóri kynnti skýrslu Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla sem nú er komin út í íslenskri þýðingu og helstu niðurstöður hennar.
Lagt fram til kynningar.

6.Heilsa og lífskjör skólabarna 2017-18

201711009

Með rafbréfi dagsettu 1. nóvember 2017 óskar Ársæll Már Arnarson, f.h. Háskóla Íslands, samþykkis fræðsluráðs fyrir því að heimilað verði að leggja könnunina "Heilsa og lífskjör skólabarna" fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk í Dalvíkurbyggð. Rannsóknin hefur verið lögð fyrir í þessum árgöngum í grunnskólum landsins fjórða hvert ár frá árinu 2006 og er þessi fyrirlögn því sú fjórða í röðinni.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila fyrirlögnina.
Gunnþór fór af fundi kl.10:05.

7.Námsárangur

201503209

Fundargerðir 43., 44. og 45. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði.
Lagt fram til kynningar.
Guðríður fór af fundi kl.10:10.

8.Trúnaðarmál

201712025

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
 • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
 • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
 • Auður Helgadóttir aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
 • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs