Fræðsluráð

195. fundur 26. ágúst 2015 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, boðaði forföll.
Viktor Már Jónasson, foreldrafulltrúi Dalvíkurskóla, boðaði forföll.
Felix Rafn Felixson kom inn á fund kl. 8:25.

1.Málefni tónlistarskóla 2015-2016

Málsnúmer 201508047Vakta málsnúmer

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar gerði grein fyrir breytingum á stöðuhlutfalli tónlistarkennara, ráðningum nýrra kennara, breytingum á ræstingum og húsvörslu í skólanum og samningi vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar um samrekstur og leigu á bifreiðinni BA-433.
Fræðsluráð þakkar Magnúsi G. Ólafssyni fyrir.
Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri og Gunnþór E. Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla komu inn á fund kl 8:45.

2.Skólanámskrár 2015-2016

Málsnúmer 201508035Vakta málsnúmer

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir skólanámskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og starfi vetrarins. Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri, gerði grein fyrir skólanámskrá Krílakots og Kátakots og stöðu innritunar. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla og árganganámskrá Árskógarskóla. Námskrá Dalvíkurskóla verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
Umræða varð um hugmynd að breyttri skipan varðandi eineltisteymi í Árskógarskóla og samstarf um sérfræðiþjónustu við Dalvíkurskóla. Formaður fræðsluráðs, Þórhalla F. Karlsdóttir, fylgir málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.



Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, skólanámskrá Krílakots og Kátakots og skólanámskrá Árskógarskóla að undanskildu ákvæðinu um skipan eineltisteymis.
Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar vék af fundi kl 9:02.

Drífa Þórarinsdóttir vék af fundi kl 9:22.
Guðríður Sveinsdóttir áheyrnafulltrúi kom inn á fundinn kl 9:35.

3.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Á 741. fundi Byggðaráðs þann 6. ágúst 2015 var gerð eftirfarandi bókun:



201508010-Þjóðarsáttmáli um læsi



Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hyggst gera þjóðarátak í læsi og býður því öllum bæjar- og sveitarstjórum að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi. Aðilar samningsins þ.e. ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum til að ná markmiðum Hvítbókar um læsi. Skuldbinding ráðuneytisins er m.a. fólgin í gjaldfrjálsum aðgangi skóla að skimunarprófum og teymi ráðgjafa til aðstoðar. Vegna hagræðis mun ráðherra ekki heimsækja öll sveitarfélög til undirritunar en óskar eftir að undirritun fari fram í því sveitarfélagi sem er næst. Samkvæmt tímaáætlun ráðherra þá verður hann staddur í Fjallabyggð eftir hádegi þann 31. ágúst.



Bókun byggðaráðs var eftirfarandi:

Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar undirriti þjóðarsáttmálann ásamt ráðherra þann 31. ágúst í Fjallabyggð.

Kynningarbréf frá Menntamálaráðuneytinu og drög að samningnum voru lögð fram til kynningar.



Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið en lýsir yfir áhyggjum sínum yfir að kostnaður Dalvíkurbyggðar við verkefnið liggur ekki fyrir. Kennsluráðgjafi hefur sent fyrirspurn til Gylfa Jóns Gylfasonar, verkefnastjóra átaksins, og kallað eftir nánari upplýsingum en svör hafa ekki borist.

4.Byrgjum brunninn-þróunarverkefni

Málsnúmer 201508052Vakta málsnúmer

Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir þróunarverkefninu BYRGJUM BRUNNINN sem hún og Gunnhildur Helga Birnisdóttir stýrðu s.l. vetur í grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Verkefnið fól í sér mat á stöðu nemenda í lestri og stærðfræði við upphaf grunnskóla og að strax sé brugðist við vísbendingum um veikleika í undirstöðuþáttum lestrar og stærðfræði í samstarfi við foreldra.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð þakkar Dóróþeu fyrir greinargóða og áhugaverða kynningu á verkefninu og lýsir ánægju sinni með það. Dóróþeu og Gunnhildi Helgu Birnisdóttur eru einnig færðar þakkir fyrir metnaðfulla vinnu við verkefnið. Fræðsluráð vonast til að verkefnið festist í sessi til framtíðar.
Gunnþór E. Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla vék af fundi kl 10:05.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, hefur tekið við hlutverki fráfarandi kennsluráðgjafa, Helgu Bjartar Möller, við verkefnið Bættur námsárangur í Dalvíkurskóla.

Dóróþea greindi frá vinnu síðasta fundar.
Guðríður vék af fundi klukkan 10:20.

6.Skólatöskur-þakkir

Málsnúmer 201508070Vakta málsnúmer

Promens Dalvík ehf færði nýverið verðandi 1. bekkingum í Dalvíkurbyggð veglegar skólatöskur að gjöf auk námsgagna sem eru á innkaupalista skólanna.
Fræðsluráð færir Promens Dalvík ehf þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar