Fræðsluráð

213. fundur 08. febrúar 2017 kl. 08:15 - 10:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á fræðslu- og menningarsviði
Dagskrá
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir lið 1. Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarskólastjóri Krílakots, Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla og Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna sátu fundinn undir liðum 1 og 2. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólanna sátu fundinn undir liðum 3 og 4.

1.Sumarleyfi leikskóla

Málsnúmer 201411090Vakta málsnúmer

Samkvæmt skóladagatali leikskóla Dalvíkurbyggðar, sem samþykkt var í fræðsluráði 13. apríl 2016, á sumarleyfi nemenda og starfsmanna skólanna að hefjast þann 10. júlí n.k. Óskað er eftir samþykki fræðsluráðs fyrir að sumarlokun verði frestað um eina viku og opnað aftur eftir Fiskidag eins og verið hefur undanfarin ár. Leikskólinn yrði þá lokaður frá og með 17. júlí og opnaður aftur fyrir nemendur að morgni 16. ágúst.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum þessa breytingu á skóladagatali leikskólanna.
Gunnþór vék af fundi klukkan 8:22.

2.Ytra mat Menntamálastofnunar- Leikskólinn Krílakoti

Málsnúmer 201612025Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi endanleg gerð umbótaáætlunar þeirrar sem Drífa Þórarinsdóttir, þá leikskólastjóri Krílakots, kynnti fræðsluráði drög að á síðasta fundi þess. Hún sendi Menntamálastofnun áætlunina þann 31. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir komu fram.
Ágústa, Þuríður og Freyr véku af fundi kl.8:35.

3.Endurnýjun á samningi við Símey vegna námsvers

Málsnúmer 201612027Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samningur Dalvíkurbyggðar við Símey varðandi námsver, undirritaður af Hlyni Sigursveinssyni fyrir hönd Dalvíkurbyggðar þann 16. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar. Gerð var athugasemd við að fræðsluráð hefði átt að fá samninginn til umsagnar áður en hann var undirritaður en ekki voru gerðar efnislegar athugasemdir við samninginn.
Gísli og Guðríður kom til fundar klukkan 8:40.

4.Morgunhressing í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201603021Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti reynsluna af því að bjóða nemendum Dalvíkurskóla upp á hafragraut á þessu skólaári.
Mikið hefur dregið úr að nemendur nýti sér tilboð um morgunverð í skólanum. Nú eru það einungis um 12% nemenda. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að frá og með 1. mars verði hafragrautur ekki lengur í boði á þessu skólaári en staðan verði endurmetin fyrir upphaf næsta skólaárs. Ávaxtaáskrift verður óbreytt út skólaárið.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 32. og 33. fundar stýrihóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Gísli og Guðríður viku af fundi klukkan 9:20.

6.Erindisbréf Fræðsluráðs - Breytingar á 2. og 11. grein

Málsnúmer 201208011Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að nýju erindisbréfi fyrir fræðsluráð Dalvíkurbyggðar ásamt gildandi erindisbréfi frá 7. júlí 2014. Breytingarnar snúa að 2. og 11. grein erindisbréfsins.

Breytingar á 2. gr. fela í sér að starfsemi tónlistarskóla á vegum Dalvíkurbyggðar er ekki lengur á ábyrgð fræðsluráðs og með vísan í VII. kafla, 49. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar er gerð breyting á 11. grein á þann veg að fellt er út ákvæði um að ráðið fjalli um umsóknir og gefi rökstudda umsögn til sveitarstjórnar vegna ráðningar sviðsstjóra.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerðar verði eftirfarandi breytingar á 2. grein og 11. grein.

2. grein hljóðar þá svo: Ráðið starfar á fræðslu- og menningarsviði, sem er undir stjórn sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Eftirfarandi stofnanir og deildir starfa á verksviði ráðsins; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskóli og framhaldsfræðsla.

11. grein hljóðar þá svo:

Ákvörðun um ráðningar stjórnenda og annarra starfsmanna innan stofnana sviðsins eru á valdi sviðsstjóra/skólastjóra en upplýsa skal fræðsluráð enda liggi fyrir samþykkt sveitarstjórnar fyrir stöðugildinu. Fræðsluráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um ráðningu skólastjóra þeirra stofnana sem undir ráðið heyra.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi á fræðslu- og menningarsviði