Fræðsluráð

206. fundur 14. júní 2016 kl. 08:15 - 11:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Heiða Hringsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Felix Rafn Felixson kom til fundar klukkan 8:25. Magnús G. Ólafsson tilkynnti veikindi. Gísli Bjarnason mætti ekki og boðaði ekki forföll. Kristinn Ingi Valsson mætti ekki og enginn sat fundinn í hans stað. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 1-5. Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots, sat allan fundinn.

1.Málefni tónlistarskóla

Málsnúmer 201508047Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri kynnti stöðuna í sameiningarmálum tónlistarskólanna í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Fræðsluráð þakkar Hlyni fyrir upplýsingarnar.

2.Innra mat skóla 2016

Málsnúmer 201606037Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu skýrslur um innra mat Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, Árskógarskóla, Krílakots og Kátakots sem og Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2015-2016. Einnig fylgdu matsáætlanir fyrir næsta skólaár frá leik- og grunnskóla.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla kynnti sjálfsmatsskýrslu Árskógarskóla fyrir skólaárið 2015-2016.



Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots kynnti sjálfsmatsskýrslu leikskólans fyrir skólaárið 2015-2016.







Fræðsluráð þakkar skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur og hvetur stjórnendur til að halda áfram góðu starfi skólanna. Skýrslur Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Dalvíkurskóla verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.

3.Grænfáninn

Málsnúmer 201205110Vakta málsnúmer

Með fundargerð fylgdu skýrslur Dalvíkurskóla, Krílakots, Kátakots og Árskógarskóla um Grænfánaverkefnið vegna umsókna um flöggun Grænfána vorið 2016. Allir skólarnir flögguðu Grænfána 26. maí 2016.
Fræðsluráð þakkar skólastjórunum upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem skólarnir leggja í að uppfylla þær kröfur sem felast í þátttöku í Skóla á grænni grein (Grænfánaverkefnið).

4.Kostnaður vegna námsgagna fyrir Samb. Ísl. Sveitarfélaga

Málsnúmer 201606029Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilmælum er beint til skólanefnda og skólaskrifstofa að þær kanni framkvæmd innkaupa á námsgögnunum í sínu sveitarfélagi og hlut foreldra í þeim kostnaði. Einnig að beina því til skólastjóra að halda kostnaði foreldra í lágmarki.
Sviðsstjóri hefur aflað upplýsinga hjá skólastjórum Árskógarskóla og Dalvíkurskóla um hvernig að þessu er staðið og sýnist ekki tilefni til að ætla að það sem foreldrar þurfa að greiða sé verulega íþyngjandi. Fræðsluráð hvetur skólastjórnendur til að vera vakandi fyrir að kostnaður við námsgögn sé innan hóflegra marka.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu tvær fundargerðir starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Dóróþea Reimarsdóttir, starfsmaður fræðslusviðs, gerði grein fyrir stöðu þessarar vinnu.
Fræðsluráð þakkar starfshópnum og starfsmönnum skólans þá vinnu sem þeir hafa lagt af mörkum í vetur.
Gunnþór E. Gunnþórsson vék af fundi klukkan 10:15
Lilja Björk Ólafsdóttir formaður vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201606030Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Drífa fór af fundi klukkan 11:25. Lilja Björk Ólafsdóttir kom aftur til fundar klukkan 11:25.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Heiða Hringsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður Fræðslu- og menningarsviðs