Á 1. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:
Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í gerð atvinnustefnu og felur upplýsingafulltrúa að undirbúa jarðveginn.
Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að áætlun um hvernig hægt væri að nálgast verkefnið.
Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:
Á fundinum kynnti upplýsingafulltrúi vinnuskjal er inniheldur vegavísir að því hvernig nálgast má þetta verkefni.
Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að þessu verkefni.
Tekinn var fyrir rafpóstur frá Þórli Víkingi Friðgeirssyni, dagsettur þann 26. febrúar 2015.
Innkominn tölvupóstur frá Þórði Víkingi Friðgeirssyni þar sem hann reifar hvort hægt væri að koma á samvinnu við Dalvíkurbyggð um stefnumörkun í ferðaþjónustu.