Byggðaráð

1091. fundur 14. desember 2023 kl. 13:15 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Sveitarstjóri tekur þátt í fundinum í gegnum TEAMS

Helgi Einarsson boðaði forföll fyrir fundinn og varamaður hafði ekki tök á að mæta í hans stað. Varaformaður sá um fundarstjórn.

1.Varðar véla-, tækja- og búnaðarkaup fyrir Framkvæmdasvið _ hver á stefnan að vera ?

Málsnúmer 202312018Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Haukur Guðjónsson, verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Jón Bjarni Hjaltason, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna, kl. 13:15.

Við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 þá kom beiðni frá starfsmönnum Framkvæmdasviðs um að settur verði á fjárhagsáætlun kaup á skotbómulyftara en það er mat starfsmanna Veitna, Eigna- og framkvæmdadeildar og Hafnasjóðs að slíkur lyftari myndi nýtast öllum deildum mjög vel. Beiðni um skotbómulyftara á fjárhagsáætlun var hafnað í byggðaráði og sveitarstjórn.

Til umræðu ofangreint og almennt hver stefnan á að vera hvað varðar véla-, tækja- og búnaðarkaup fyrir Framkvæmdasviðið vegna starfa og verkefna starfsmanna.

Starfsmenn Framkvæmdasviðs leggja áherslu á að keypt verði 6hjól og skotbómulyftari fyrir Framkvæmdasviðið.
Jón Bjarni, Halla Dögg og Rúnar Helgi viku af fundi kl. 14:01.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela veitustjóra og verkstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með í byrjun næsta árs tillögur ásamt rökstuðningi vegna kaupa á 6hjóli og skotbómulyftara þar sem fram kemur hvaða deildir og/eða málaflokkar framkvæmdasviðsins kæmu til með að kaupa tækin og reka þau.

2.Snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal - samningur fyrirkomulag

Málsnúmer 202312040Vakta málsnúmer

Til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag.
Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum þar um sem eru hluti af gildandandi viðmiðunarreglum um snjómokstur.

Haukur vék af fundi kl. 14:26.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs.

3.Íþrótta- og félagsheimilið Rimar - samráð við félög skv. aðildarsamningum um áframhaldandi leigu.

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hildigunnur Jóhannesdóttir, formaður Kvenfélagsins Tilraunar og Jón Haraldur Sölvason, formaður Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar kl. 14:27. EKki var mætt frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár.


Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum. Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Jódís Gunnarsdóttir Helgi Einarsson Felix R. Felixson Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum." Til umræðu áframhaldandi útleiga á ofangreindum eignum þar sem leigusamningur við Í Tröllahöndum ehf. endar 31.12.2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með aðildarfélögum Rima í desember nk."

Til umræðu ofangreint.

Hildigunnur og Jón Haraldur viku af fundi kl. 15:05.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt leggur byggðaráð til að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla miðað við gildistöku 1. nóvember 2024.

4.Frá SSNE; Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202312038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Akureyri, í gegnum TEAMS fund kl. 15:20 og Friðjón Árni Sigurvinsson,upplýsingafulltrúi kl. 15:20.

Anna Lind og Díana kynntu fyrir byggðaráði verkefni er varðar auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra sem er áhersluverkefni sóknaráætlunar.

Verkefnið felst meðal annars í því að greina fjárfestingartækifæri á Norðurlandi eystra í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Ráðgert er að vinna með hverju sveitarfélagi fyrir sig og greina kosti og áherslur hvers sveitarfélags. Sveitarfélag óskar eftir að taka þátt í verkefninu.
Verkþættir;

Fundur verkefnastjóra með sveitarstjóra til kynningar á verkefninu.
Netkönnun lögð fyrir sveitarstjórn.
Vinnustofa - fundað með sveitarstjórn og farið yfir niðurstöður netkönnunar. Fjárfestingartækifæri greind, annarsvegar 1-2 stór verkefni sem kalla á aukna innviði og taka lengri tíma og hins vegar 1-2 smærri verkefni sem kalla ekki á aukna innviði og hægt að hefjast handa við strax.
Verkefnastjórar draga saman niðurstöður og kynna fyrir sveitarfélaginu

Anna Lind og Díana viku af fundi kl. 15:36.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu verkefni.

5.Gamli skóli og Friðlandsstofa - upplýsingar til Byggðastofnunar og SSNE um stöðu mála.

Málsnúmer 202102064Vakta málsnúmer

Til umræðu og upplýsingar staða verkefnsins "Friðlandsstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð" samkvæmt samningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar með gildistímanum frá 31. ágúst 2021 og til ársloka 2023.

Upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri gerðu grein fyrir samskiptum og upplýsingagjöf til SSNE og Byggðastofnunar varðandi samninginn; stöðuskýrsla og tilfallinn kostnaður sveitarfélagsins varðandi verkefnið.

Samkvæmt rafpósti frá SSNE þann 21. nóvember þá kemur fram að samkvæmt fundi með starfsmönnum Byggðastofnunar þá hafa allir skilning á stöðunni og mikill velvilji er í garð verkefnisins. Engu að síður er lagt til að verkefninu verði lokað og hluta af útgreiddum styrk skilað. Ef eitthvað kemur fram sem breytir þeirri stöðu sem er uppi þá er SSNE og Byggðastofnun til samtals um það.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að verkefninu verði lokað og hluta af 10 m.kr. styrk sem var greiddur 2021 verði endurgreiddur.
Unnið er að framtíðarsýn um safnamál í Dalvíkurbyggð.

6.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar - til upprifjunar og umræðu

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 1. desember 2022 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar til umræðu og markaðssetning á sveitarfélaginu almennt.
Atvinnustefnan er aðgengileg á heimsíðu sveitarfélagsins ásamt aðgerðaráætlun;

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Stefnur/2019/atvinnustefna-dalvikurbyggdar-2019.lok.pdf

Á eftirfarandi slóð er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar og tölfræði varðandi launagreiðslur eftir atvinnugreinum í sveitarfélögum og fleira, https://utsvar.analytica.is/

Til umræðu staða atvinnumála almennt í sveitarfélaginu.

Friðjón vék af fundi kl. 16:01.

Lagt fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Mánaðarlegar skýrslur 2023; janúar - október/nóvember 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur varðandi stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun og fjárheimildir 2023:
Aðalbók janúar - október 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil sem og ársáætlun.
Staða launa janúar - nóvember 2023 í samanburði við launaáætlun fyrir sama tímabil.
Fjárfestingar og framkvæmdir per verknúmer miðað við bókfærða stöðu vs. heimildir í áætlun ársins.
Greiddar útsvarstekjur til Dalvíkurbyggðar janúar - nóvember 2023 í samanburði við sama tímabil ársins 2022. Hækkunin fyrir Dalvíkurbyggð á milli ára á verðlagi hvors árs fyrir sig er 8,86% en meðaltalið á greiddri staðgreiðslu til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs er 14,14%. Hækkun launavísitölu í október er 10,9%.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá SSNE; Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE fyrir kjörna fulltrúa - viðbótarupplýsingar.

Málsnúmer 202311097Vakta málsnúmer

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE; dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að í samráði við stjórn SSNE er starfsfólk að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu, svo dæmi séu tekin. Þessi póstur er til að kanna áhuga sveitarfélaga á þátttöku í slíkri ferð.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frekari upplýsingar um ferðina, sbr. rafpóstur frá SSNE dagsettur þann 7. desember sl. Á þessu stigi þarf SSNE að fara að greiða staðfestingargjald fyrir flug og festa gistingu og því þarf SSNE að fá fjölda þátttakenda á hreint. Gert er ráð fyrir kostnaði per mann að upphæð kr. 170.000 - kr. 190.000 - þ.e. flug frá Keflavík, gisting og rútuferðir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa umfjöllun og afgreiðslu til sveitarstjórnar.

10.Frá 3H-Ráðgjöf ehf.; Kynningarbréf á sveitarfélög

Málsnúmer 202312017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá 3H-Ráðgjöf ehf., rafpóstur dagsettur þann 6. desember sl., þar sem fyrirtækið vill koma á framfæri upplýsingum um sérhæfða þjónustu fyrir aðila sem gæta hagsmuna fasteignasafna sveitarfélaga, útboða og almennra innkaupa eða gerð frumathugana og frumáætlana o.fl. Í meðfylgjandi kynningarbréfi er komið á framfæri þekkingu fyrirtækisins í byggingar- og mannvirkjagreinum o.fl.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð stjórnar nr.939

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 939 frá 5. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs