Atvinnumála- og kynningarráð

66. fundur 02. desember 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Atvinnulífskönnun 2021

Málsnúmer 202111002Vakta málsnúmer

Venja hefur skapast að annað hvert ár, í kringum mánaðarmót nóvember-desember, sendir atvinnumála- og kynningaráð út atvinnulífskönnun til fyrirtækja í Dalvíkurbyggð.

Er þetta gert til að fylgjast með þróun atvinnulífs í sveitarfélaginu og er þetta orðinn ákveðin vettvangur forsvarsmenn fyrirtækja til að koma með ábendingar fyrir ráðið um það sem vel er gert og hvað mætti gera betur.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að undirbúa könnunina og senda hana út til fyrirtækja fyrir 15. desember nk.

2.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Farið yfir Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og hvernig ráðinu gengur að vinna þau verkefni sem það setti sér við gerð hennar.
Lagt fram til kynningar

3.Nafnskilti fyrir Skíðasvæði Dalvíkur

Málsnúmer 202111107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Herði Finnbogasyni, framkvæmdarstjóra Skíðafélags Dalvíkur, varðandi nafnskilti fyrir Skíðasvæði Dalvíkur.
Lagt fram til kynningar

4.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2021

Málsnúmer 202105033Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fundargerð Markaðsstofu Norðurlands frá 28. september sl.
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir ráðið fundargerðir 29.-31. fundar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE.
Lagt fram til kynningar

6.Skýrsla Flugklasans Air 66N - 2021

Málsnúmer 202104049Vakta málsnúmer

Lögð fyrir skýrsla Flugklasans Air 66N um stöðuna í október 2021.
Lagt fram til kynningar

7.Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202105137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi