Atvinnumála- og kynningarráð

10. fundur 06. maí 2015 kl. 13:00 - 15:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni var farið í heimsókn í fyrirtækið Dalpay kl. 13:00.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Dalpay fyrir góðar móttökur.

2.Fyrirtækjaþing 2014

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:



Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.



Elva víkur af fundi kl. 14:38.



Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvu fyrir komuna. Elva mun skoða, í samráði við annað starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hvernig aðkoma AFE að þessu máli gæti verið og senda tillögur á atvinnumála- og kynningarráð



Upplýsingafulltrúi upplýsti um tölvupóst, sem barst frá Elvu 30. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að líklega verði myndaður starfshópur um heildar úttekt á húsnæðismarkaðnum í Eyjafirði.
Til kynningar.

3.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Á 9. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna að samantekt um hver möguleg aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti verið að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Útgangspunkturinn væri hvað sveitarfélagið má og má ekki í því sambandi. Einnig að taka saman hvað sveitarfélagið er nú þegar að gera varðandi aðkomu að atvinnulífinu.



Upplýsingafulltrúi fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að leggja fyrir ráðið nákvæmari drög að því hvernig sveitarfélagið getur komið að atvinnulífinu.

4.Vefstefna, endurskoðun

Málsnúmer 201501108Vakta málsnúmer

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Vefstefna Dalvíkurbyggðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 8. desember 2009.



Tilgangur vefstefnunnar er að tryggja vefsetri Dalvíkurbyggðar ákveðna umgjörð. Ljóst er að þróun í vefmálum hefur verið mikil á síðustu árum og því kominn tími til að endurskoða vefstefnuna.





Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að endurskoða vefstefnu sveitarfélagsins og felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að endurskoðaðri stefnu.





Upplýsingafulltrúi fer yfir vefstefnuna eins og hún lítur út núna en ýmsar breytingar voru gerðar á henni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu að vefstefnu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til samþykktar sveitarstjórnar.

5.Upplýsingastefna, endurskoðun

Málsnúmer 201501107Vakta málsnúmer

Á 8. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar var samþykkt í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar 19. september 2006 og er því komin tími á endurskoðun hennar.



Markmið stefnunnar er að ramma inn upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu í samræmi við upplýsingalög nr. 50/1996. Ný upplýsingalög tóku gildi 1. janúar 2013, lög nr. 140/2012.





Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að endurskoða upplýsingastefnu sveitarfélagsins og felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að endurskoðaðri stefnu.



Upplýsingafulltrúi fer yfir stefnuna eins og hún lítur út í dag en ýmsar breytingar hafa verið gerðar á henni.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu að upplýsingastefnu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til samþykktar sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:35.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi