Atvinnumála- og kynningarráð

6. fundur 07. janúar 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirtækjaþing 2014; Húsnæðismarkaðurinn í Dalvíkurbyggð og staða hans.

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á 5. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. desember s.l. lagði ráðið til að fá Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi, á næsta fund ráðsins til að fara nánar yfir þær hugmyndir sem upp komu á ofangreindu þingi sem haldið var þann 20. nóvember 2014.

Benedikt Sigurðarson kom inn á fundinn kl. 13:00.
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:00.

Til umræðu ofangreint.

Benedikt vék af fundi kl.14:15.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Benedikt fyrir komuna og þær upplýsingar sem fram komu á fundinum.

Ráðið felur upplýsingafulltrúa að ræða við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um greiningu á almenna húsnæðismarkaðinum í Dalvíkurbyggð.

Ráðið leggur einnig til að byggðaráð skoði hagkvæmni þess að selja íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar inn í sjálfseignastofnun eða leigufélag.

Ráðið beinir því til byggðaráðs að verkefni húsnæðisnefndar samkv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. grein, verði fundinn staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar.

2.Frá Úlfari Eysteinssyni; Hótelskip, Hanza

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Á 5. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.

Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar.

Á 721. fundi byggðarráðs þann 18. desember s.l. var ofangreind afgreiðsla atvinnumála- og kynningarráðs til umfjöllunar og byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir bókunina.

Formaður atvinnumála- og kynningarráðs fór yfir stöðu málsins.

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 14:45.
Atvinnumála- og kynningaráð leggur til að haldinn verði fundur innanhúss með þeim starfmönnum sem þurfa að koma að málum. Þar verði gerð verkáætlun til að meta verkþætti og tímaramma verkefnisins.

3.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimasækja fyrirtæki í sveitarfélaginu. Haustið 2014 heimsótti ráðið fyrirtækin Tréverk og Promens.

Upplýsingafulltrúi hefur gert samantekt yfir þau fyrirtæki eða hópa atvinnurekenda sem ráðið mun heimsækja á árinu 2015.

Á fundinum var farið yfir yfirlitið og rætt markmið með heimsóknunum.
Lagt fram.

4.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Með fundarboði ráðsins fylgdu siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð en samkvæmt sveitarstjórnarlögum á ný sveitarstjórn að taka til endurskoðunar gildandi siðareglur og ræða í sveitarstjórn við tvær umræður. Siðareglunar þurfa að fá staðfestingu innanríkisráðuneytsins og þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Innanríkisráðuneytið hefur staðfest siðareglurnar en engar efnislegar breytingar voru gerðar frá fyrri gildandi reglum. Í 9. lið kemur fram að siðareglurnar skulu kynntar kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti ofangreindar siðareglur.
Lagt fram til kynningar.

5.Atvinnustarfsemi á 2. hæð Ráðhúss

Málsnúmer 201309031Vakta málsnúmer

Í desember 2013 sendi Dalvíkurbyggð kynningarbréf á allar ríkisstofnanir, ráðherra og þingmenn kjördæmisins til að vekja athygli á lausu skrifstofuhúsnæði í eigu Dalvíkurbyggðar á 2. hæð Ráðhússins. Markmiðið var að vekja athygli á þeim möguleikum sem þar felast. Ennfremur var það markmið að benda á Dalvíkurbyggð sem ákjósanlegan kost fyrir tilfærslu starfa frá hinu opinbera út á land.

Fram kom á fundinum að eins og er eru 3 rými af 5 nú í útleigu; myndlist, hársnyrting og snyrtistofa. Mögulega geta orðið einhverjar breytingar og/eða tilfærslur á næstunni hvað það varðar.

Til umræðu ofangreint og hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi ný atvinnutækifæri í Dalvíkurbyggð almennt.
Lagt fram.

6.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Á 1. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:

Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í gerð atvinnustefnu og felur upplýsingafulltrúa að undirbúa jarðveginn.

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að áætlun um hvernig hægt væri að nálgast verkefnið.

Á fundinum kynnti upplýsingafulltrúi vinnuskjal er inniheldur vegavísir að því hvernig nálgast má þetta verkefni.
Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að þessu verkefni.

7.Fundargerðir AFE

Málsnúmer 201411152Vakta málsnúmer

Teknar fyrir fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 173, 174 og 175.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi