Atvinnumála- og kynningarráð

1. fundur 10. júlí 2014 kl. 13:30 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Sigurður Viðar Heimisson boðaði forföll og varamaður hans, Guðmundur St. Jónsson, sat fundinn í hans stað.

Valdimar Þór Viðarsson, varamaður, boðaði forföll vegna 1. og 2. liðar og Guðmundur Kristjánsson, varamaður.

1.Erindisbréf atvinnumála- og kynningaráðs.a) Farið yfir erindisbréfið.b) Ákvörðun um fundartíma ráðsins.c) Farið yfir hlutverk kjörinna fulltrúa.

Málsnúmer 201405180Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn varamaðurinn Daði Valdimarsson kl. 13:30.

Á 37. fundi atvinnumálanefndar þann 28. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Í samræmi við breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og samkvæmt nýju skipuriti fær atvinnumálanefnd nýtt heiti, atvinnu- og kynningarmálaráð, og hafa kynningamál sveitarfélagsins verið færð undir nefndina.

Upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu drög að nýju erindisbréfi í samræmi við ofangreindar breytingar.
Atvinnumálanefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum þá tillögu sem fyrir liggur.

Á 260. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní s.l. var ofangreind afgreiðsla atvinnumálanefndar staðfest.

a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi fóru yfir erindisbréfið.
b) Lagt er til að fundartíma ráðsins verði fyrsti miðvikudagur í mánuði kl. 13:00.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi fóru yfir hlutverk kjörinna fulltrúa í ráðinu, meðal annars þagnarskyldu, trúnað og hæfisreglur. Farið var einnig yfir fundarsköp samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir.
b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fastur fundartími ráðsins verði að jafnaði fyrsti miðvikudagur í mánuði kl. 13:00.
c) Lagt fram til kynningar.

2.Gagnagátt - Atvinnumála- og kynningarráð.

Málsnúmer 201406071Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og upplýsingafulltrúi kynntu nýtt fyrirkomulag á upplýsingamöppum fyrir kjörna fulltrúa en samþykktir, lög, reglur og fleira er varðar hlutverk kjörinna fulltrúa og verkefni ráðsins er að finna rafrænt undir gagnagátt í fundargátt kjörinna fulltrúa.

Daði vék af fundi undir þessum lið kl. 14:05.
Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Á 37. fundi atvinnumálanefndar þann 28. maí 2014 var eftirfarandi bókað:

Til umræðu sú hugmynd sem áður hefur verið rætt um að Dalvíkurbyggð setji sér Atvinnustefnu.

Atvinnumálanefnd telur skynsamlegt að fara í þetta verkefni og vísar því áfram til atvinnumála- og kynningarráðs.

Ofangreint til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í gerð atvinnustefnu og felur upplýsingarfulltrúa að undirbúa jarðveginn.

4.Heimasíða atvinnulífsins á www.dalvikurbyggd.is.Kynning á fundinum.

Málsnúmer 201405181Vakta málsnúmer

Á 37. fundi atvinnumálanefndar þann 28. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Upplýsingafulltrúi, Margrét Víkingsdóttir, kynnti nýja vefsíðu www.dalvikurbyggd.is/atvinnulif en þar eru upplýsingar um öll fyrirtæki í sveitarfélaginu auk þess sem þar koma fram almennar upplýsingar um samfélagið, grunngerðina, samgöngur, stoðkerfi og svo framvegis.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem kynnt var.

Á fundinum fór upplýsingafulltrúi yfir ofangreinda atvinnulífssíðu.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá 702 fundi byggðarráðs frá 03.07.2014;Flutningur á höfuðstöðvum Fiskistofu.

Málsnúmer 201407030Vakta málsnúmer

Á 702. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Byggðaráðið telur að slíkur flutningur sé mikilvæg sóknaraðgerð fyrir Akureyri og Eyjafjörð.
Byggðaráð bendir jafnframt á að hluti þeirra starfa sem verða hér fyrir norðan gætu sem best verið í Dalvíkurbyggð, sem er stór útgerðarstaður með sterka innviði. Byggðaráð óskar því eftir því að það verði skoðað um leið og flutningur starfanna verður undirbúinn og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Atvinnu- og kynningarmálaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun byggðarráðs.

6.Atvinnustarfsemi á 2. hæð Ráðhúss; kynning á stöðu mála.

Málsnúmer 201309031Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi kynnti stöðu mála hvað varðar útleigu á gangi á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur sem Dalvíkurbyggð keypti af Einingu- Iðju. Farið var yfir á fundinum hvað hefur verið gert til þess að vekja athygli á þessari skrifstofuaðstöðu og laða að nýja atvinnustarfsemi með því að benda á þessa aðstöðu.
Lagt fram til kynningar.

7.Efling atvinnulífs og fjölgun starfa í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201406138Vakta málsnúmer

Í málefna- og samstarfssamningi B-lista Framsókar og D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar segir eftirfarandi um atvinnumál og nýsköpun:


Öflugt atvinnulíf er grunnur að góðu samfélagi. Hlúa skal að fyrirtækjum og
þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er með góðri umgjörð sveitarfélagsins svo
fyrirtækin hafi möguleika til að vaxa og dafna.
? Markvisst verði unnið með öllum fyrirtækjum að nýsköpun með það að markmiði að fjölga störfum og auka fjölbreytni.
? Til verði klasasamstarf þar sem bændur og aðrir framleiðendur deila reynslu, efla hver annan, þar sé vettvangur fyrir nýsköpun og samstarf.
? Leitað verði leiða til að fá starfsemi ríkisstofnana í sveitarfélagið að hluta eða í heild.

Eftirfarandi kemur fram undir kaflanum Ferðaþjónusta;
Stuðla skal að samvinnu aðila í ferðaþjónustu með það markmið að ferðamenn séu vel upplýstir um alla þá þjónustu sem er í boði í Dalvíkurbyggð.
? Ferðaþjónustan er mikilvægur vaxtarbroddur í Dalvíkurbyggð og hún hefur alla burði til þess að eflast og dafna í góðu samstarfi ferðaþjónustufyrirtækja og sveitarfélagsins.
? Efla skal og styrkja upplýsingamiðstöð í Bergi.
? Kanna þarf hugmynd um að koma á bændamarkaði t.d. á Húsabakka eða í Árskógi þar sem heimamenn selja/kynna afurðir og uppskeru.
? Öll aðstaða fyrir ferðafólk verði til fyrirmyndar og sé aðlaðandi s.s. tjaldstæði og aðrir áningarstaðir.

Ofangreint til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá 702. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014; TS Shipping; fyrirspurn um lóð.

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Á 702. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:
Eins og fram hefur komið í fjölmiðli kom sænska fyrirtækið TS Shipping að máli við Dalvíkurbyggð í maí varðandi þann áhuga fyrirtæksins að setja á laggirnar iðnaðarfyrirtæki sem sér um niðurbrot skipa. Helsti kosturinn sem til skoðunar er er atvinnulóð á Hauganesi.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð er jákvætt fyrir því að málið verði skoðað og unnið áfram.

9.Frá Pétri Einarssyni; Umsókn um gerð Hvatasamnings.

Málsnúmer 201405164Vakta málsnúmer

Á 37. fundi atvinnumálanefndar þann 28. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi, móttekið þann 21. maí 2014, frá Pétri Einarssyni þar sem hann óskar eftir gerð Hvatasamnings við Dalvíkurbyggð á grundvelli reglna um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.

Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum.

Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir athugun sinni á forsendum umsóknarinnar.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hafna ofangreindri umsókn þar sem listasetur er nú þegar starfrækt í sveitarfélaginu. Samkvæmt reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki styður Dalvíkurbyggð ekki verkefni sem raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja eða einstaklinga sem fyrir eru á starfssvæðinu.
Atvinnumála- og kynningarráð fagnar framtakinu og finnst það jákvætt.

10.Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014; upplýsingar um nýja stjórn AFE og starfsfólk.

Málsnúmer 201406116Vakta málsnúmer

Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014 var haldinn samhliða aðalfundi AFE í Hlíðabæ, Hörgársveit, föstudaginn 27. júní kl. 13:00.

Eftirtaldi skipa stjórn AFE:
Aðalmenn:

Unnar Jónsson, Akureyrarbæ

Njáll Trausti Friðbertsson, Akureyrarbæ

Steinunn María Sveinsdóttir, Fjallabyggð

Eiríkur Haukur Hauksson, Svalbarðsstrandarhreppi

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, Eyjafjarðarsveit

Varamenn:

Silja Dögg Baldursdóttir, Akureyrarbær

Bjarni Th Bjarnason, Dalvíkurbyggð
Lagt fram til kynningar.

11.Fyrirtækjaþing 2014.

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Samkvæmt starfsáætlun og erindisbréfi atvinnu- og kynningarmálaráðs er gert ráð fyrir að staðið verði árlega að fyrirtækjaþingi.

Til umræðu á fundinum hvert þema þingsins ætti að vera í ár, fyrirkomulag og hvenær það yrði sett á dagskrá.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að skoða þær hugmyndir áfram sem fram komu.

12.Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga.

Málsnúmer 201406080Vakta málsnúmer

Að gefnum tilefnum kom til umræðu hvort ástæða væri til að Dalvíkurbyggð setti sér vinnureglur varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga, t.d. vegna stórafmæla.

Sviðsstjóri upplýsti að almennt virðist vera að sveitarfélög hafi ekki sett sér slíkar reglur með formlegum hætti.

Til umræðu ofangreint.
Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

13.Frá 14. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.06.2014; Sjávarútvegssýningin 2014; Icelandic Fisheries Exhibition.

Málsnúmer 201403182Vakta málsnúmer

Á 14. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. júní 2014 var eftirfarandi bókað:
Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar er þátttakandi í Sjávarútvegssýningu í Kópavogi í haust.

Hafnastjóra og sviðsstjóra falið að ræða við upplýsingarfulltrúa um undirbúning kynningarinnar á Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar.

Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir þeim undirbúningi sem unninn hefur verið.
Lagt fram til kynningar.

14.Markaðssetning og kynningarmál Dalvíkurbyggðar; kynning á fjárheimildum og ráðstöfun.

Málsnúmer 201407035Vakta málsnúmer

Með fundarboði ráðsins fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa um auglýsinga- og kynningarmál þar sem fram kemur hvað er til ráðstöfunar í auglýsinga- og kynningarstarf samkvæmt fjárhagsáætlun og hverjar helstu áherslurnar eru í ráðstöfun á því fjármagni sem er um 2,0 m.kr. í ár.

Upplýsingafulltrúi fór yfir ofangreint á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

Guðmundur vék af fundi kl. 15:52.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs