Byggðaráð

1050. fundur 01. desember 2022 kl. 13:15 - 16:16 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar - atvinnu- og kynningarmál sveitarfélagsins

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Móníka Sigurðardóttir, starfandi þjónustu- og upplýsingafulltrúi, Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og starfandi þjónustu- og innheimtufulltrúi, og Anna Lind Björnsdóttir, verkefnistjóri SSNE á Tröllaskaga, kl. 13:15. Anna Lind tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.

Til umræðu Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar og markaðssetning sveitarfélagsins almennt.

Farið var yfir á fundinum yfir þau verkefni sem hafa verið og er í gangi á árinu 2022 og hvað er framundan.

Anna Lind vék af fundi kl. 13:57.
Móníka og Silja Dröfn viku af fundi kl. 14:15.
Byggðaráð þakkar Móníku, Silju Dröfn og Önnu Lind fyrir komuna og góða yfirferð.
Lagt fram til kynningar.

2.Meðhöndlun úrgangs frá 1.1. 2023 og tengd mál.

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:18.

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins hvað varðar meðhöndlun úrgagns ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 28. nóvember nk. er varðar fund með Terru og þau atriði sem þarf að ræða:

Staða á samstarfi sveitarfélaga á Eyjafjarðasvæðinu í úrgangsmálum.
Hvaða leiðir getum við farið til að uppfylla ákvæði laganna um áramótin?
Samningur þangað til að farið verður í nýtt útboð.
Hvernig sjáum við verkefnið leyst fram að útboði? Rúmmálsmæling eða vigt?
Greiðslukerfi?
Kynningamál.

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fá fulltrúa frá Terru á næsta fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2023; vegna íþrótta- og æskulýðsmála

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var frestað afgreiðslu á tillögu að gjaldskrá vegna iþrótta- og æskulýðsmála og óskað var eftir að fá gjaldskrána aftur á fund byggðaráðs eftir að búið er að fara yfir hana samkvæmt ábendingum byggðaráðs.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettur þann 24. nóvember sl. þar sem gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda gjaldskrá eins og hún liggur fyrir. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá slökkviliðsstjóra; Aukin ökuréttindi slökkviliðsmanna - drög að samningi.

Málsnúmer 202208011Vakta málsnúmer

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:40. Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 3. ágúst sl,. þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar mönnum á bíla liðsins með til þess bær réttindi er til útkalls kemur. Kynnt er möguleg lausn sem felst í því að styrkja liðsmenn sem sýnt hafa áhuga um kostnað við meirapróf sem nemur allt að 1/3 af kostnaði. Slökkviliðsstjóri vill því kanna hver skoðun byggðaráðs er og hvort að ofangreind leið eða sambærileg hugnist ráðinu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni ásamt drögum að samningi um hvernig aðkoma Dalvíkurbyggðar geti orðið til þess að greiða götur áhugasamra slökkviliðsmanna vegna kostnaðar við meiraprófið."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi
a) drög að samningisformi um fyrirframgreiðslu launa vegna námskeiðs um aukin ökuréttindi.
b) Bréf frá slökkviliðsstjóra, dagsett 30. nóvember sl., þar sem upplýst er að ekki verður óskað eftir viðauka vegna þessa verkefnis á árinu 2022. Gert er ráð fyrir þátttöku í námskeiði sem hefst 30. janúar 2023.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Lagt fram til kynningar.

5.Frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses; Auka félagsfundur

Málsnúmer 202211157Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:13 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses , rafpóstur dagsettur þann 25. nóvember sl., þar sme boðað er til fundar stofnaðila í Menningarfélaginu Bergi þriðjudaginn 6. desember kl 15:00 í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.

Fundarefni

1. Ákvörðun um að Dalvíkurbyggð taki yfir rekstur Menningarhússins Bergs.
2. Breyting skipulagsskrár til að breyting geti orðið.
3. Hugmynd um framtíð Menningarfélagins og opnun þess fyrir almenning.

Meðfylgjandi eru skjöl sem varða fundinn og ákvörðun.
Tillögur stjórnar Menningarfélagsins til Dalvíkurbyggðar um framtíðarrekstur
Skipulagsskrá með breytingum
Fundargerð stjórnar frá september
Fundargerð stjórnar frá nóvember
Á fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka vegna hækkunar á matvælum

Málsnúmer 202211164Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:18.

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 vegna vöruhækkana á matvælum og ljóst að áætlun ársins 2022 stenst ekki. Bókfærð staða 29. nóvember sl. er kr. 8.740.384 og viðbótin verður þá til að kaupa matvæli í desember.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka með lækkun í samræmi við gildandi heimild þannig að hann verði kr.896.159 á lið 04140-2110, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Umdæmisráð barnaverndar - barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála varðandi viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndaþjónustu.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir gang mála.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022; fundur 28.11.2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 28.11.2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfs- og kjaranefnd hafi áfram umboð til að fjalla um og afgreiða tillögur að samkomulagi um styttingu vinnutíma / betri vinnutíma.

9.Frá innviðaráðuneytinu; Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt

Málsnúmer 202211154Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. nóvember sl., þar sem fram kemur að innviðaráðuneytið vekur athygli á því að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í reglugerðinni er mælt fyrir um lágmarksatriði sem fram þurfa að koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Innviðaráðuneytinu; Stefnumótun stjórnvalda á málefnasviðum sveitarstjórna

Málsnúmer 202211162Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 25. nóvember sl, þar sem farið er yfir eftirfarandi verkefni er snerta málefnasvið sveitarstjórna:

a) Eftir víðtæka gagnasöfnun hefur grænbók í sveitarstjórnarmálum með stöðumati og valkostum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar litið dagsins ljós í samráðsgátt stjórnvalda. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér efni grænbókarinnar og senda ábendingar um innihald hennar í gegnum samráðsgáttina fyrir 16. desember næstkomandi.
b) Í tengslum við stefnumótunarvinnuna stóð ráðuneytið fyrir opnum samráðsfundum í gegnum teams-fjarfundabúnaðinn með kjörnum fulltrúum, íbúum og öðrum hagsmunaaðilum um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman í október. Framlag þátttakanda hefur verið tekið saman á vefsvæði ráðuneytisins og verður nýtt inn í áframhaldandi stefnumótun í málaflokkunum fimm. A
c) Innviðaráðuneytið leggur sitt að mörkum til annarra áætlana stjórnvalda með hliðsjón af hagsmunum sveitarstjórnarstigsins. Einn þáttur í framlagi ráðuneytisins til aðgerðaráætlunar forsætisráðuneytisins í málefnum hinsegin fólks felst í fræðslu til kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaganna um hinsegin málefni. Opnað hefur verið fyrir skráningu á á fræðslufundi um málefnið. Fræðslan er veitt af Samtökunum ´78 í gegnum teams-fjarfundarbúnað og tekur um klukkustund. Hægt að velja á milli tveggja tímasetninga, þ.e. 30. nóvember og 1.desember kl. 11 báða daga. Sveitarfélög eru hvött til að nýta tækifærið tl að dýpka þekkingu sína í þessum mikilvæga málaflokki.
d) Athygli sveitarfélaga er vakin á því að Guðveig Eyglóardóttir, formaður verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, skilaði innviðaráðherra lokaskýrslu sinni í gær. Skýrslan hefur að geyma 15 tillögur um hvernig draga megi úr álagi, stuðla að sanngjarnari kjörum, bættum vinnuaðstæðum og samskiptum kjörinna fulltrúa, sín á milli og við almenning.




Liðir a) - d) lagt fram til kynningar.

11.Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 41995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.

Málsnúmer 202211160Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Fundargerðir 2022, fundur nr. 914

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 914 frá 14. október sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá SSNE; Fundargerðir 2022 - fundargerð nr. 44.

Málsnúmer 202202069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 44 frá 16. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:16.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs